Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Page 107

Menntamál - 01.04.1956, Page 107
MENNTAMÁL 101 manna um land allt, að þeir kaupi kennaratalið og tryggi með því áframhaldandi útgáfu þess. Það er að sjálfsögðu og eingöngu undir sölu þess komið, hvort hægt verður að halda áfram útgáfu þess eða ekki. Útgefandi kennaratalsins mun innan skamms senda ölluni kenn- urum landsins og öðrum áliugamönnum sérstakt bréf og gefa þeim kost á að eignast 1. hefti þess fyrir 100 kr., en það mun annars verða selt á 130 kr. Það verður ekki sett i bókabúðir. Kennaratalið er að- eins prentað í 1500 eintökum, og er því vissara að tryggja sér ein- tak í tíma. Ritið má panta hjá prentsmiðjunni Odda hf., Grettisgötu 16, Reykjavík (sími 2602). (Frétt frá KennaratalsnefncL.) INGÓLFUR DAVÍÐSSON: r Undraheimur dýranna. Höfundur Maurice Burton, þýðendur Broddi Jóhannesson og Guðm. Þorláksson. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs 1955. Lifnaðarhættir dýranna eru miklu furðulegri og „mannlegri" en flesta grunar. Sum safna vistum til vetrarins að hætti góðra bænda, sum eru byggingameistarar, ýmis eru flestum mönnum snjallari á veið- um og ratvísari. Flest geta þau „talað saman“ á sinn liátt. Jafnvel fiskarnir kallast á, þótt við heyrum það ekki. Það er hægt að hlusta á sævarbúa með sérstökum hlustunartækjum. Óðalshvöt er algeng. Dýrin helga sér bústað og lóð og verja óðalið. Heimur dýranna er sannarlega girnilegur til fróðleiks. — Mörgum þykir strembið að læra undirstöðuatriði dýrafræðinnar í skóla. Veldur þar, eins og í grasafræðinni, miklu um, að hér á landi eru lítil tök á því að fara með nemendurna út í hina lifandi náttúru og kenna þar. Hentugt lesefni hefur og verið of fábreytt utan kennslubókanna. Þessi bók bætir verulega úr skák sem skemmti- leg og fróðleg lesbók. Hún opnar lesendum ný svið í hinu fjölbreytta ríki dýranna og vekur til athygli og umhugsunar. Munu bæði kenn- arar og nemendur geta haft hennar rnikil not. Bókin bendir réttilega á það, að sjaldan þarf langt að leita skemmtilegra viðfangsefna. Þau bíða venjulega við bæjardyrnar. — Efni bókarinnar er fjölbreytt. Sem dæmi má nefna kaflana: For- vitni dýra, skærir hlutir og aðdráttarafl þeirra, búmennska, breyting-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.