Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Side 111

Menntamál - 01.04.1956, Side 111
MENNTAMÁL 105 æfinga þessara er, að kennaraefnum er skipt niður og verða þeir tveir og tveir saman, síðan mun annar þeirra kenna við einhvern skóla um missirisskeið, en hinn stunda nám sitt; síðara missirið hafa þeir verkaskipti. Ný aðferð við menntun kennara. Háskólinn í Arkansas hefur til reynslu komið á fót sérstöku námskeiði, sem ætlað er mönnum er útskrifazt hafa úr æðri skólum. Skulu þeir vera yngri en 45 ára, hafa alhliða menntun, vera sérmenntaðir á einhverju sviði og hafa nauðsyn- lega hæfileika til brunns að bera. í júní 1955 tóku þeir þátt í 9—12 vikna undirbúningsnámskeiði, síðan tóku þeir við einum bekk í ein- hverjum gagnfræðaskóla í Arkansas til eins skólaárs. Þetta ár sækja þessi kennaraefni viss námskeið, en undirbúningnum lýkur síðan með 3 mánaða bóknámi næsta sumar. Síðan fá þeir, sem staðizt hafa raun þessa Master’s Degree í september 1956. Ahugi vakinn á kennarastarfinu. Til þess að bæta úr hinum mikla kennaraskorti hefur nemendum efstu bekkja æðri skóla verið boðið að taka þátt í námskeiði, er nefnist Exploratory Teaching. Nemendur þessir eru látnir fylgjast með kennslu í einhverjum bekk, síðan fá þeir að æfa sig undir umsjón kennara. Þetta nýja námskeið stendur 2 missiri og fá nemendur, sem taka þátt í því einkunnir, sem þeim eru reiknaðar á lokaprófi úr hinum æðri skóla. Bóknám og hagnýtt starf. í New York hafa 36 æðri skólar, þar af 15 iðnskólar, komið á fót nýju kennslukerfi í samvinnu við um það bil 250 fyrirtæki. Störfum er þannig hagað, að á skiptist tveggja vikna nám og tveggja vikna hagnýt vinna í einhverju fyrirtæki (eða hálfur dagur við nám og hálfur dagur við vinnu). Um 4000 piltar og stúlkur unnu sér inn $ 2.444.559 síðastliðið ár. Kennsla i bifreiðaakstri. Um nokkurra ára skeið hefur verið kennt á bifreiðar í bandarískum skólum. í Mainefylki hafa um 8000 piltar og stúlkur notið góðs af þessari kennslu síðan 1946. Samkvæmt skýrslu fylkislögreglunnar urðu aðeins 43 þeirra fyrir bifreiðaslysum árið 1952, sem er um y2%. Hundraðstala þeirra, sem orðið höfðu fyrir slysum, en ekki hlotið kennslu í skólum, var 10%. TRAKKLAND. Leiðbeiningar um stöðuval i menntaskólum. Samkvæmt um- hurðarbréfi frá fræðslumálastjórn skal enginn nemandi hætta námi í menntaskóla, án þess að hann fái skýra og skorinorða umsögn um þá braut, er honum er ráðlagt að leggja út á. í hvert skipti, sem nemanda býðst starf, er skólastjóra skylt að auðvelda stöðuvalið með því að sjá fjölskyldu nemandans fyrir nauðsynlegum upplýsingum um þá stofnun, er nemanda hefur verið bent á ... í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.