Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 20
6 MENNTAMÁL Skammt er á milli gráts og hláturs, geðofsa og dýpstu ör- vinglunar. Athafnir þeirra eru oft óútreiknanlegar, skyndi- legar og ofsafengnar. Sjúkdómur sem á yngri aldursskeið- um virtist vera meinhæg og hljóðlát taugaveiklun, getur hæglega blossað upp á kynþroskaskeiðinu og líkst algjörri brjálun, enda þótt nánari athugn sýni, að engu slíku er til að dreifa. Flestir þeir unglingar, sem ég hef haft til lækningar, hafa reynzt mjög erfiðir, og svipaða sögu segja þeir sálfræðingar, sem ég þekki. Það tekur vikur og mán- uði að vinna bug á tortryggni unglinganna og fá þá til að tala um annað en daginn og veginn. Og þegar það loksins hefur tekizt, verður að fara silkihönzkum um sálarlíf þeirra og þræða vandrataðan meðalveg milli föðurlegs myndugleika og skilningsríkrar nærfærni og undanláts- semi. Að sjálfsögðu eru á þessu margar undantekningar, en svo er alltaf. En um enga sjúklinga gildir þó fremur en unglingana, að sérhver þeirra þarfnast sérstakrar lækn- ingaaðferðar. Sállækning fullorðinna er jafnaðarlega auðveldari en á unglingum. Þegar unglingsárunum lýkur, kemur meiri kyrrð á hugann og persónuleikinn öðlast meiri festu. Sam- vinnan við sjúklinginn verður því þegar frá upphafi auð- veldari. Auk þess kemur annað til, sem ekki skiptir svo litlu máli. Fæstir unglingar leita lækningar af sjálfsdáð- um, heldur er komið með þá meira og minna nauðuga af vandamönnum þeirra. Algengustu kvartanir vandamann- anna eru ýmiss konar hegðunarvandkvæði. Unglingarnir líta því gjarnan á sálfræðinginn sem fjandmann sinn, einn úr hópi hinna fullorðnu, sem vilja setja sig á hann og leggja honum lífsreglur. Hér þarf því oft að vinna bug á mjög sterkri mótspyrnu, áður en sjálf lækningin getur hafizt. Öðru máli gegnir um fullorðið fólk. Það leit- ar sjaldnast til sálfræðings fyrr en öll önnur ráð eru þrot- in, en þá kemur það af frjálsum og fúsum vilja og beiðist aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.