Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 68

Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 68
54 MENNTAMÁL ég væri sem á æskutíð, þegar undur Guðs var yfir mér og allt umhverfis mig! Hann var nemandi Husserls. Hann hreifst af andlegri dirfsku Heideggers. Hann átti þess enn kost að hlýða á Max Scheler. Og hann kunni frá að segja furðulega hríf- andi rökræðum og samtölum, sem þessum mönnum fóru á milli. En tónlistin var annars meginviðfangsefni hans. Og þroska sinn í þeirri grein mun hann einkum hafa átt að þakka kennara sínum Gurlitt í Freiburg. Auk þess beindist áhugi hans að listasögu, og var Worringer meðal annarra fræðara hans í þeirri grein. Sú menntun, sem hann átti þessum afburðamönnum að þakka, varð grund- völlur þess starfs, er hann síðar vann. Það var einkum hin mikla kirkjutónlist miðaldanna, sem hann sökkti sér nið- ur í. Doktorsritgerð hans, sem hann vann að undir hand- leiðslu Gurlitts, fjallar um tónlistarviðhorf Ágústínusar, eins og þau birtast í riti hans „De Musica“. Háskólinn í Freiburg sæmdi hana einkunninni: Magna cum Laude. Það verður líka einkennandi fyrir hann og sýnir, hvern mann hann hefur að geyma, að tónlistariðkun hans er í órofa sambandi við hollustu hans og djúpa ábyrgðartil- finningu gagnvart andlegum veruleika, ég má segja gagn- vart heilögum anda í skilningi Ágústínusar. Það er eins og heimspekiiðkanir hans hafi gert honum fært að nema og skilja hið skapandi orð á öllum stigum þess frá hinni dýpstu hræringu til hinnar andlegustu ummyndunar þess í hreina tónlist. Þessi vegur leiðir hann til Bachs. Að vísu er tónlistin honum líka dans, frjáls útrás fagnaðar og lífs- gleði, en öllu fremur vitnisburður um hið ósegjanlega, andblær og návist þess veruleika, sem er yfirbyggður undri Guðs og leyndardómum. Námsárin í fyllingu sinni ná fram undir þrítugsaldur. Síðan gafst honum aðeins skammur tími til að leggja grundvöll að starfi. Næstu ár er hann sellókennari í Birk- lehof, en auk þess hljómsveitarleikari og tónlistargagnrýn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.