Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 71

Menntamál - 01.04.1960, Blaðsíða 71
MENNTAMÁL 57 stein verður íslenzkur ríkisborgari. En hann hefur þó æ meira veður af fjarlægri strönd. Vinir hans flytjast burt að stríðinu loknu. Hann tekur að gerast einmana. Heilsan fer að bresta. Og svo hefst þriðji æviþáttur hans, styttri en skyldi og hinn síðasti. Eftir 19 ára fjarveru kemur hann til Þýzkalands og sezt að við þennan skóla í Óðinsskógi, hérna hjá okkur. Ný byrjun í breyttri veröld! Hann veit, að hann getur nú ekki lengur lagt fram alla krafta sína. Við, sem elskuðum hann, töldum okkur trú um, að hér í Óðinsskógarskóla myndi hann heimta aftur það Þýzkaland, sem hann missti, að hér myndi hann smám saman finna sig æ fastar tengdan sam- stilltum hópi vina. Við vonuðum, að hann myndi endur- heimta hreysti sína hér, festa hér yndi, og ávaxta enn um langt skeið í frjóu starfi þær ríkulegu gáfur, sem honum voru gefnar. Þeir, sem kynntust honum meira en að nafni til, hvort heldur sem kennara eða vini, gengu þess ekki duldir, að hann var einstæður persónuleiki, og að þeir áttu honum mikið að þakka. Ef til vill hefur honum ekki orðið ljóst, hve mikils virði það var okkur að hafa hann hér meðal okkar. Ef til vill hefur hann líka innst inni verið orðinn of fráhverfur lífinu til að verða þess lengur greini- lega var, hve hann átti greiðan aðgang að hjörtum barna, sem yndi höfðu af tónlist, ekki sízt hinna yngstu. Þau standa nú með okkur harmi slegin yfir moldum hans. Síðustu ævistundirnar voru honum nýjar fyrirætlanir ríkar í huga. Hann, sem ekki hafði trú á því, að Gyðing- um væri leyft að eignast þjóðarheimkynni, hann fann nú seiðmagn Israels sífellt betur og dróst æ fastar að þessum forna og nýja samastað þjóðar sinnar, sem risið hefur af grunni heitari þrár og þyngri reynslu en orð fá lýst. En hver veit, nema ósk hans og vilji hafi með slíkri fyrir- ætlun hafið sig yfir þá möguleika innstu veru hans, sem óræð örlög höfðu skapað honum? I síðustu ferð sinni, sem hann fór til að staðfesta þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.