Menntamál - 01.04.1960, Page 40

Menntamál - 01.04.1960, Page 40
26 MENNTAMÁL Safnið er í mörgum deildum. Þar gefur að líta fjöl- þætt kennsluáhöld, auk skólavinnu varðandi bóklegt og verklegt nám. Þar er mikið bókasafn. Safnið gefur öðru hverju út skrár yfir uppeldis- og kennslufræðileg rit, sem því berast. Mér gafst kostur á því að kynnast þessu safni nokkuð, vegna þess að ég sótti námskeið, sem þar var til húsa. Hér á landi vantar tilfinnanlega skólasafn, sem byggt væri upp á svipaðan hátt. Einhver vísir mun vera hér til að kennslufræðilegu bókasafni. Árlega koma út á Norðurlöndum bækur, sem fengur er að í slíkt safn, en ekki margar. Það svarar varla kostnaði að kaupa mikið af erlendum kennslubókum, þær úreldast fljótt og ætti að vera hægt að fá þær með öðrum hætti. Skólasafn gefur yfirlit yfir ástand skólamálanna, eins og þau eru á hverjum tíma, varðandi bókakost, kennslu- áhöld og skólavinnu, og er því mikils virði þeim mönnum, sem við slík mál fást og stuðlar að aukinni skólamenningu í landinu. Ég gat þess í upphafi máls míns, að skólabókasafnið greindist í þrjár deildir. Mun ég nú víkja að þeirri flokk- un nánar. Bókasafn í lesstofu er vitanlega staðbundið. Þangað koma börn, sem hafa áhuga á því að færa sér í nyt það, sem safnið hefur að bjóða. Önnur koma til þess að eyða tímanum. Þau eru þá, ef til vill, að bíða eftir félögum sín- um eða hafa þá stundina ekki annan heppilegri dvalar- stað. Báðum þessum ólíku hópum verður bókavörðurinn að sinna, og tekst oftast vonum framar að finna bækur, sem henta hinum síðar nefndu, en oft er það ekki fyrir- hafnarlaust. Safn til útlána er ekki á vegum skólanna nema að nokkru leyti. Bækurnar tilheyra yfirleitt almenningsbókasafni, en útlán fara hins vegar oftast fram á vegum viðkomandi skóla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.