Menntamál - 01.08.1966, Page 12
98
MENNTAMÁL
aðferðir. Landsprófskennslan hefur verið átakanlegt dæmi
um þetta.
Hvað þarf að gera?
Ef við lítum á reikningskennsluna í dag, þá er ljóst, að
hún hefur staðið í stað um alllangt skeið. Ástæðurnar eru
margþættar: Léleg stærðfræðileg menntun kennara, enda
léleg menntunarskilyrði. Kennarar eru svo ofhlaðnir
kennslu, að enginn tími vinnst til að hugleiða námsefnið,
hvað þá til viðhalds eigin menntun.
Ég vil reyna að draga fram í dagsljósið nokkur megin-
skilyrði fyrir því, að einhverjar verulegar breytingar til
batnaðar geti átt sér stað.
Mér virðist sem full þörf sé á að gerbreyta kennslubók-
um fyrir nemendur á fræðsluskyldualdrinum, en því mið-
ur virðist ekki vera fyrir hendi neinn grundvöllur til slíks.
Nýjar kennslubækur þurfa helzt að vera skrifaðar af kenn-
urum, sem hafa nokkra þekkingu í æðri stærðfræði, og sem
hafa tekið þátt í grundvallarrannsóknum á námsefninu.
Slíkir kennarar eru víst varla fyrir hendi og rannsóknirnar
ekki heldur. Það ætti að vera hlutverk Kennaraskólans að
sjá fyrir hvoru tveggja. Kennaraskólinn verður að gefa
nokkrum kennaraefnum kost á miklu meira námi í stærð-
fræði en hann gerir nú. Ennfremur verður skólinn að vera
miðstöð fyrir rannsóknir á námsefni barnaskólanna. Þessu
hlutverki getur Kennaraskólinn hins vegar varla gegnt svo
vel sé, nema með aðstoð háskóla, þar sem æðri stærðfræði
er kennd og stunduð, og með aðstoð starfandi kennara, sem
fái tíma til að sinna rannsóknarstörfum. Hvorugt er fyrir
hendi. Það ber að hafa í huga, að góð kennslubók verður
ekki til á einni nóttu. Semjandinn þarf að geta gert til-
raunir með kennslu. Ennfremur verður engin kennslubók
góð um aldur og ævi.
Það hefur ætíð verið talið hlutverk háskóla að sjá fram-
haldsskólum fyrir kennurum og hafa jákvæð áhrif á þró-