Menntamál - 01.08.1966, Síða 39
MENNTAMÁL
125
að samræmingu kennaramenntunarinnar — jafnframt Jrví
sem hún verður sérhæfðari og veitir nemendunum meira
valfrelsi um námsgreinar. Þegar rætt er um samræmingu í
þessu sambandi, verður að hafa hliðsjón af dönsku grund-
vallarreglunni um di'eifingu kennaramenntunarinnar, sem
hefur leitt til stofnunar 29 kennaraskóla, sumra ríkisrek-
inna og annarra í einkaeign, víðs vegar um landið.
Viðleitnin til sérhæfingar í frumvarpinu hefur það tak-
mark, að gera menntunina svo umfangsmikla á vissu sviði,
að hún spanni öll skólastig til menntaskóla — og þá ekki
sízt gagnfræðastigið, þar sem aukning nemendafjöldans er
mest þessi árin. Þetta kalla Danir helhedsuddannelse.
Höfuðdrættir frumvarpsins eru þessir: Námstíminn er
31/2—4 ár, og nemendurnir ákveða sjálfir, hvort þeir eru
lengur eða skemur. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða inn-
tökupróf byggt á 2ja ára forskólanámi, sem yrði þannig
háttað, að í höfuðnámsgreinum sé tryggð slík þekking, að
allir nemendurnir — hvort sem þeir eru stúdentar eða hafa
farið hina leiðina — geti stundað námið saman.
Hin langa runa skyldnámsgreina er skorin niður, svo að
nemendur geti betur sinnt uppeldisgreinum og sérhæft sig
á afmörkuðu sviði. Fram að þessu hafa allar námsgreinar
barnaskólans verið skyldunám í kennaraskólunum, en nú
verður þetta takmarkað. Aðeins kjarni skólanámsgreina,
hinar svokölluðu bekkjarkennaragreinar (móðurmál, reikn-
ingur, kristin fræði, leikfimi, ásamt ágripi af hagnýtri teikn-
ingu og söng) verður skyldunám, og námi í Jreim lýkur að
mestu leyti með prófi eftir fyrsta námsárið. Að öðru leyti
verða námsgreinar barnaskólans valfrjálsar. Þeim er ætlað-
ur mikill tími og nemendur skulu velja a. m. k. tvær.
Með takmörkun skyldunámsgreinanna og auknum kröf-
um til upptöku í kennaraskólana á nú að skapast meira
svigrúm til náms í uppeldis- og kennslufræðum, sem frum-
varpið styrkir enn með myndun Jrriggja uppeldisfræðilegra
sérgreina: byrjunarkennslu, kennslu eldri barna og kennslu