Menntamál - 01.12.1969, Side 58
264
MENNTAMÁL
Þar eð nemandinn í grunnskólanum verður að taka
vissar ákvarðanir um námsleiðir, verður í þeirri reglugerð,
sem nú er unnið að, reynt að gera uppeldislega handleiðslu
árangursríkari. Lögin gera jafnvel sjálf ráð fyrir, að upp-
eldisleg handleiðsla og starfsráðgjöf sé látin í té. Ráðgert
er að verja einum vikutíma í þessu skyni allan skólatím-
ann. Einnig eru möguleikar á því, að skipuleggja stuðn-
ingskennslu (stödundervisning).
í Finnlandi, eins og í öðrum norrænum löndum, veldur
strjálbýlið sérstökum örðugleikum við að koma grunnskól-
anum á laggirnar. Á hinn bóginn finnast ýmsar aðrar ástæð-
ur, sem ýta undir þróun grunnskólans. Af þeim má nefna,
að breytingin yfir í miðskóla (til þessa ca. 56%) hefur haft
í för með sér, að medborgarskolorna, sem eru hliðstæðir
mellanskolan, tæmast af nemendum. Fámenn sveitarfélög
eru tilneydd að slá saman medborgarskolan og mellan-
skolan, til þess að mynda samfellda unglingadeild grunn-
skólans, svo fremi þan vilja veita unglingunum kennslu af
siimu gæðum og til þessa. Nemendafjöldinn í skólum ungl-
ingastigs grunnskólans er margþætt vandamál. Venjulega
vilja sveitarféfögin hafa sitt eigið unglingastig innan sveit-
ar, jafnvef þótt skólinn verði lítill. Æskilegasta stærð er
talin vera 90 nemendur í árgangi, en þessi fjöldi gerir
kleif't að veita nemendunum tiltölulega mikið valfielsi án
Jress að tilkostnaður fari fram úr hófi. Til er J)ó mikill
fjöldi sveitarlelaga, sem ekki geta ein saman mannað skóla
af Jressari stærð. Þess vegna ber að viðurkenna stofnun
grunnskóla, þar sem nemendur eru ekki fleiri en 60 í ár-
gangi, þó að J>ví tilskildu, að skólahúsnæði og heiman-
akstur sé í góðu lagi í sveitarfélaginu. J undantekningartil-
fellum og við Sérstakar aðstæður ber jafnvef að leyía
stofnun ennþá fámennari skóla.
Skipulagning kennslnnnar í menntaskólum og í sam-
bærilegum skólum er um þessar mundir í deiglunni. í
Finnlandi eru alls 4J1 menntaskólar. IJað væri erfitt að