Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1970, Page 3

Æskan - 01.10.1970, Page 3
01 J)ún heitir Kristín Olafsdóttir, hávaxin, dökkhærð jmmÍaiiÆ stúlka, 21 árs að aldri og er Austurbæingur í húð og hár. Þegar hún var á þeim aldri, sem mörg ykkar eru nú, stundaði hún nám í Austur- bæjarbarnaskólanum. Eftir að hafa lokið námi þar fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík. En hugur Kristínar stefnir hærra — stefnir stöðugt hærra. Kristín iagði siðan leið sína í leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur, þar sem hún — kannizt þið þezt við hana sem stúlkuna, er segir frá svo mörgu skemmtilegu í „Stundinni okkar“ í sjónvarpinu. Síðasta kvöld ágústmánaðar skrapp ég heim til Kristínar, þar sem hún býr með vinkonum sínum í Hlíðunum. Mig langaði nefnilega að kynna hana betur íyrir ykkur. Eftir að við höfðum komið okkur vel fyrir í íbúðinni hjá henni — og ég búinn að taka upp penna og blöð — hófust um- ræðurnar. Þær snerust fyrst um leiklist. Ungmenni á uppleiú lauk leiklistarnáminu eftir þrjú ár — eða 1969. Það hefur löngum verið draumur hennar að tjá sig á leiksviðinu — og það hefur hún einmitt verið að gera nú, í popleiknum Óla. En hana Kristínu Ólafsdóttur hafið þið eflaust þekkt af fleiru en leiklistinni. Ef nefna á þjóðlagasöngkonu á ís- landi, kemur nafn hennar fyrst upp í hugann. — Hún hefur löngum veitt mörgum ánægjustundir með þjóðlagasöng sínum — og margir viljað kalla hana Joan Baez Islands. Eins og þið kannski flest vitið, þá er Joan þessi Baez bandarísk stúlka og þekktust þjóðlagasöngkvenna í þessum undarlega heimi okkar. . . Og Kristín Ólafsdóttir er þekkt fyrir fleira — ef til vill — og örugglega þau yngstu ykkar — Hvenær fékkstu fyrsta hlutverkið þitt, Kristín, á leik- sviðinu? — Mig minnir að ég hafi þá verið átta ára gömul, lék hlutverk í smá-leikþætti, sem sýndur var á jólatrésskemmt- un í skólanum. Þegar ég svo var í Kvennaskólanum, var ég tvo vetur í „Leikhúsi æskunnar", sem Æskulýðsráð var með. Það var áhugamannafélag, sem er nú ekki lengur til. — Svo hefur þú starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur? — Já, en aðeins sem hvíslari. I vor tók ég jú reyndar að mér hlutverk í popleiknum Óla, sem var fyrst sýndur í júní í sumar. Þaö er „Litla leikfélagið", sem að honum stendur, en það leikfélag er skipað eldri nemendum úr leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Viðtal mánaðarins er við Kristínu Olafsdóttur

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.