Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 9
ul helgisögn segir, aS sá, sem sveik Jakob, hafi orðið svo snortinn af trú hans og ein- lægni, að hann hafi sjálfur orðið kristinn og skömmu síðar einnig látið líf sitt fyrir trúna. Það er satt, eins og stundum er sagt: Við þörfnumst ekki siður manna, sem geta dáið, en manna, sem geta talað! Látum fyrirmynd Jakobs einnig verða okkur hvatning! Kínverski múrinn Framh. ai' síðu 497. Af nafninu Kh’in fékk ríki hans síð- an sitt núverandi nafn, Kína. Kh’in keisari vildi vernda fólk sitt fyrir árásum villtra mongólaþjóð- flokka, svo hann ákvað að láta byggja varnarvegg. Það var að vísu þekkt hugtak frá varnargörðunum um borg- irnar, en að þessu sinni var um að ræða varnargarð með öllum norður- og vesturlandamærum keisaradæmis- ins, og á fjórða þúsund kílómetrar að lengd. Hundruð þúsunda manna voru þvinguð til jtess að vinna að þessu mannvirki. Stríðsfangar, glæpamenn, sérhver sá, sem á einhvern liátt komst í andstöðu við vald keisarans, og fá- tækir bændur. Þúsundir örmögnuð- ust við þessa vinnu, en verkið var fullkomnað, og þegar hermönnum hafði verið komið fyrir í varnarvirkj- um á veggnum, var Kína öruggt gagn- vart öllum árásum hinna herskáu ná- granna sinna. íbúar þorpa og borga Kínaveldis gátu farið, óhultir og í friði lil starfa sinna. Myndirnar, sem fylgja hér með, eru af afsteypum ýmissa hluta, sem fundizt hafa í kínverskum jarðhús- um og gröfum frá fyrri tímum. Þeir gefa nokkra hugmynd um, hvernig byggingar þeirra tíma voru, og lítils- háttar um þá hluti, sem þeirra tíma menn notuðu í daglegu lífi. / nœsta blaði: INDLAND FORFÍÐARINNAR Svo birti loksins aftur af degi, en sjórinn var enn jafn æstur og ólgandi eins og áður, þangað til loks undir hádegi, að það var eins og storminn lægði ofurlítið. Ekki mikið en þó svo mikið, að björgunarmennirnir ákváðu að reyna að koma bátnum út. Og nú var skúrinn dularfulli opnaður og fjórir hestar drógu þunga þátinn út. Hann var á fjórum hjólum, sem skárust djúpt niður í fjörusandinn. Niðri i fjöruborðinu var báturinn settur á flot og sjómennirnir gengu undir bátinn, margir á hvort borð, og ýttu honum út í brimlöðrið. í einni svipan voru menn komnir á allar þóftur og tóku til áranna, og nú hófst hörð barátta við öldurnar. Þrisvar eða fjórum sinnum kastaði sjórinn bátn- um upp á þurrt, en loks tókst með mikilli áreynslu allra um borð að ná lagi og koma bátnum út. En ekki var allt þar með búið, því að það tók meira en klukkutíma að róa þennan spöl út að skipinu, þó að varla væri það nema fimm mínútna róður I góðu veðri. Þegar björgunarbáturinn loks komst út að strandaða skipinu, kom nýtt vandamál, nefnilega að ná sambandi við það, og svo loks að koma örþreyttum skipsmönnunum, sem voru aðfram komnir af vosbúð, niður í bátinn. En þetta tókst allt, þrátt fyrir brotsjói og storm, og loks komst báturinn að landi með alla skipbrotsmennina, en þá hafði báturinn verið fjóra tíma úti. í fjörunni biðu óþreyttir menn til þess að þera þá skipbrotsmennina, sem harðast voru leiknir, í land, og þegar allir voru komnir á þurrt heilu og höldnu, létti yfir öllu fólkinu, sem í fjörunni stóð, og baðgestirnir laun- uðu hinum harðfengu björgunarmönnum með þvi að hrópa húrra fyrir þeim. Nú var aðalvandanum lokið og fólk dreifðist smám saman og hélt heim til sín. Ása og Berta gengu með foreldrum sínum upp eftir fjörunni og staðnæmdust þar og horfðu lengi á strandaða skipið, sem var að liðast sundur í öldurótinu. Brimlöðrið var allt morandi af rekabútum og rusli, þarna sást bóma, þarna brot úr borðstokknum, og skammt undan sást í lítinn skipsbát á hvolfi. Og þið getið nærri, að þörnunum þótti þetta merkilegt og gátu ekki haft augun af vogrekinu, sem var að skolast i land. Allt í einu kölluðu þau upp yfir sig. Þau höfðu séð stóra skipslúku vagga uppi á öldufaldi, og nú færðist þessi lúka nær. Þið getið nærri að þau urðu hissa, þegar þau sáu hund á lúkunni. Nú rak hana upp í fjöruna, og Berta var ekki sein á sér að ná í veslings hundinn, sem lá þarna holdvotur og örmagna. Hann hafði rekið fram og aftur á lúkunni og var nú svo þreyttur og kaldur, að hann gat ekki staðið í lappirnar. Hundurinn var borinn upp í baðskála í fjörunni, og þar var hann nudd- aður og þurrkaður með baðkápu þangað til hann fór að ná sér aftur. Siðan var hann lagður í klæði við ofninn og þar svaf hann í einum dúr alla nóttina. Daginn eftir voru skipbrotsmennirnir farnir burt; þeir höfðu ekki hug- mynd um, að hundurinn hafði bjargazt, svo að hreppstjórinn sagði, að Ása og Berta mættu eiga hann. Þégar góða veðrið kom aftur, höfðu þær systurnar eignazt leikfélaga, sem þótti vænt um þær, og þegar sumar- leyfið var úti, höfðu þær hundinn heim með sér, og þar er hann enn. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.