Æskan - 01.10.1970, Síða 15
HHHSMH^BHnðiHnl^^^HHNHMÍÍiMaMMtÍHHBHHH^I
Þegar Tarzan var liorfinn, fór Jane að velta því fyrir
sér, hvert hann væri að fara. Skyldi liann ætla að skilja
hana eina eftir þarna í skóginum? Hún horfði skelkuð
í kringum sig. Þarna, eða þá þarna, gat ljón verið að
læðast að henni! Henni fannst hún jafnvel heyra urr ein-
hvers villidýrs, sem jtó lét ekki sjá sig. Þvílíkur munur
síðan liann fór!
Hún heyrði snögglega lágt þrusk á bak við sig. Hún
stökk á fætur með ópi, viðbúin að mæta dauða sínum
í líki ljóns eða mannapa. En þarna var þá Tarzan kontinn
með fangið fullt af ávöxtum. Jane riðaði og hefði dottið,
ef Tarzan hefði ekki sleppt ávöxtunum og gripið hana
í fang sér. Hún var dauðhrædd og titraði á beinunum.
Tarzan apabróðir strauk hár hennar og reyndi að sefa
hana, eins og Kala hafði gert við hann, þegar hann var
lítill drengur og hafði orðið hræddur við Sabor, ljón-
ynjuna, eða Histah, snákinn. Einu sinni þrýsti hann vör-
unttm að enni hennar, og hún hreyfði sig ekki, heldur
lokaði augunum og andvarpaði.
Loks ýtti hún brosandi Tarzan hægt frá sér. Hún benti
á ávextina á jörðinni. Því næst settist hún á trumbu
apanna, því að hún var orðin svöng. Tarzan tíndi í skyndi
sarnan ávextina og lagði þá við fætur hennar. Svo settist
hann við hlið hennar á trumbuna og skar ávextina sttnd-
ttr með hníf sínttm. Þau snæddu þegjandi um stund og
gutu við og við hornauga hvort til annars í laumi, þar
til Jane gat ekki stillt sig lengttr og fór að hlæja. Tarzan
tók undir.
„Ég vildi óska, að þú gætir talað ensku,“ mælti stúlkan.
Tarzan hristi höfuðið, en úr augum hans skein inni-
leg þrá. Jane reyndi þá bæði frönsku og þýzku, en fór
svo að hlæja að sjálfri sér, því að þýzkan hennar var víst
ekki sem bezt.
,,[æja, þú skilur víst þýzkuna mína álíka vel og þeir i
Berlín!“
Að jjessu „samtali" loknu hvarf Tarzan inn í skóginn
um stund, en kom brátt aftur með fangið fullt af blöðum
og greinum. Úr þessu gerði hann dálítið skýli handa Jane.
Hann benti henni að leggjast til hvílu inni í því. Þá var
það, að Jane tók eftir nistinu, sem ltékk í festi um háls
Tarzans. Hún benti á það og tók hann það þá af sér og
rétti henni það. Hún sá fljótt, að þetta var mjög dýrt
og vel smíðað nisti, alsett inngreyptum gimsteinum. Hún
sá einnig, að hægt var að opna það, og studdi á fjöðrina.
Þegar nistið opnaðist, kont í ljós lítil mynd af mjög
fríðri konu og önnur af manni, sem mjög líktist Tarzan,
þótt svipurinn væri að sumtt leyti frábrugðinn.
Tarzan starði á þetta steinhissa. Honurn hafði aldrei
dottið í hug, að hægt væri að opna nistið. Hann skoðaði
myndirnar með augljósri undrun og ánægju. Allt í einu
Dýrlingurinn
Kvikmyndaleikarinn ltoger
Moore, sem hefur kvatt að
eilífu einkaspæjarann og ævin-
týramanninn Simon Templar,
er ásamt starfsbróður sínum
Tony Curtis tckinn til við nýj-
an myndaflokk, „The Friendly
Persuaders," en það verða 26
þættir, 1 klst. hver. Þegar lit-
ið er yfir frægð þá, sem Rog-
er Moore vann sér með Dýr-
lingnum, sem sýndur var í
rúmlega 90 löndum, er ástæða
til að binda nokkrar vonir við
þennan nýja myndaflokk.
Enda þótt Roger Moore liafi
kvatt Simon Templar, er ekki
svo auðvelt fyrir fólk að
gleyma sjónvarpsdýrlingnum.
Það bar til nýlega, að Roger
Moore fákk bréf frá aldraðri
konu á elliheimili, sem bað
Roger Moore með fjölskyldu
hann að koma sér strax il
hjálpar, þvi það væri flokkur
manna að ofsækja sig.
Nokkrir þættir af þessum
nýja myndaflokki verða tekn-
ir í Kaupmannahöfn, og eru
Danir ekki lítið upp með sér
af þeim sökum.
Heilbrigður maður með eðli-
lega matarlyst borðar á 4 mán-
uðum þyngd sína — með öðr-
um orðum eins mörg kg og
hann vegur.
var sem Tarzan rankaði við sér. Upp úr örvamæli sínum
tók hann mynd, vafða inn í laufblöð. Hann benli Jane
á myndina, sem var af manni nauðalíkum myndinni í
nistinu. Stúlkan benti fyrst á myndina, síðan á myndina
í nistinu og síðan á hann sjálfan, en Tarzan bara hristi
höfuðið með ráðleysisglampa í augum. Hann valði mynd-
ina aftur inn í laufblöðin og stakk henni síðan í örvamæli
sinn, en nistið setti hann á brjóst Jane með því að
smeygja festinni yfir höfuð hennar. Jane vildi í fyrstu
ekki taka' við þessari dýrmætu gjöf og ætlaði að skila
henni aftur, en þá tók Tarzan um hendur hennar og gerði
henni skiljanlegt, að hann bæði hana að eiga nistið. Hún
brosti, kyssti nistið og hneigði sig íyrir honum. Tarzan
gat sér þess réttilega til, að þetta ætti að merkja það, að
henni þætti vænt unt þessa gjöf. Þau brostu bæði.
Um kvöldið lagðisl Jane til hvílu inni í litla byrginu,
en Tarzan apabróðir lagðist endilangur fyrir inngang-
inn. Áður hafði hann fengið henni hníf sinn í hendur.
Innan stundar sváfu þau bæði svefni hinna réttlátu í
dum-dum-rjóðri mannapanna.
^—■1