Æskan - 01.10.1970, Síða 18
Norska þjóðminjasafnið
Víkingaskipin
Pjóðminjasafnið norska (Norsk folkemuseum) var opn-
að árið 1894 í tveimur litlum stofum í Osló. En árið
1902 var það flutt út í Byggðey og þá jafnframt
stofnað útisafn (friluftsmuseum) með líku sniði og þjóð-
minjasafnið sænska, sem komið hafði verið fyrir á Skans-
inum í Stokkhólmi. Safnað var gömlum húsum víðs vegar
að, sem sýndu byggingarstíl þjóðarinnar frá fornu fari, og
þeim komið fyrir á stóru svæði í fögru umhverfi. Jafnframt
var safnað og komið fyrir, á réttum stöðum, hvers konar
húsgögnum, munum og tækjum, sem þjóðin hefur notað
öldum saman. Má því í rauninni rekja þarna menningar-
sögu og atvinnuþróun þjóðarinnar yfirleitt.
í safninu eru nú meira en 85 000 munir og 143 gömul
hús. Hér er því um feikilegt safn að ræða, langstærsta og
merkasta þjóðminjasafn Norðmanna, sem langan tíma þarf
til að skoða að nokkru gagni. Byggðarsafnið kunna á Maí-
haugi, Litlahamri, gengur næst þessu, hvað stærð og frægð
snertir. Stofnandi Byggðeyjarsafnsins og sá maður, sem
átti mestan þátt í að móta það og gera það að þeim
þjóðarauði og því þjóðarstolti, sem það nú er, hét Hans
Jacob Aall. Hann var forstjóri safnsins frá upphafi og til
dauðadags árið 1946.
Þann tíma, sem við dvöldum í Osló, fórum við oft út í
Byggðey og skoðuðum þá ætíð einhvern eða einhverja
hluta hins fræga þjóðminjasafns. Stundum gengum við
töluvert um þessa fögru ey, sem í rauninni er þó aðeins
nes. Þarna búa mestu auðmenn og fyrirmenn Oslóborgar,
og eru þar því viða mjög fögur íbúðarhús og skrúðgarðar.
Þá eru þarna einhverjir þekktustu sumarbaðstaðir borgar-
innar, oft afar fjölsóttir. Á einum stað á hinu fagra svæði
þjóðminjasafnsins hefur verið komið fyrir útileikh.úsi (fri-
luftsteater). Þar sáum við eitt sinn athyglisverða leiksýn-
ingu. Einnig er okkur mjög minnisstæð samkoma, sem við
nutum þar eitt sinn, og Samband norskra ungmennafélaga
stóð fyrir. Var þar m. a. mikill og góður söngur, bæði kór-
söngur og einsöngur, og svo mikið af hinum fögru, norsku
þjóðdönsum, sem jafnan heilla mig, og ég óska ætið, að
æska íslands iðkaði meira en gert hefur verið til þessa.
Auk hins mikla þjóðminjasafns hefur nýlega verið komið
fyrir í Byggðey þremur merkum safnhúsum, sem vissulega
teljast líka til þjóðminja, og allir Norðmenn eru stoltir af.
Á ég þar við Víkingaskipahúsið, Fram-húsið og Kontiki-
húsið. Öll þessi hús skoðuðum við vandlega og þótti
harla merkileg.
Víkingaskipahúsið er byggt yfir einhverja allra merk-
ustu fornminjafundi Norðmanna, víkingaskipin þrjú: Tune-
skipið, Gokstad-skipið og Oseberg-skipið. Hvergi er vitað,
að fundizt hafi i jörðu aðrir slíkir farkostir hinna löngu
liðnu tima, en Víkingaöldin er talin ná yfir timabilið frá
800 til 1050 e. Kr. Hafa þessir glæsilegu farkostir Víkinga-
aldarinnar, ásamt fjölmörgu, sem í skipunum var grafið,
veitt afar mikilvægar upplýsingar, ekki aðeins um smiði
víkingaskipanna, heldur og ótalmargt annað frá þeirri tíð.
Hin fornu skip forfeðra okkar verðskulda því margfaldlega
að vera varðveitt í glæsilegum húsakynnum, öldnum og
óbornum til fróðleiks og augnayndis. Ýmsir þekktir vís-
inda- og fræðimenn Norðmanna hafa varið miklum tfma til
rannsókna á þessum málum og hafa skrifað um þau merkar
bækur. Kunnastir þeirra eru þrir: Gutorm Gjessing, Hakon
Shetelig og A. W. Brögger. Þeir, sem hafa hug á að kynna
sér þessi mál ýtarlega, ættu að lesa hinar ágætu bækur
þessara fræðimanna um víkingaskipin og rannsóknir þeirra
í sambandi við þau. Hér verða ekki dregin fram nema örfá
atriði.
Víkingaskipin fundust öll á um það bil 40 ára tímabili.
Tune-skipið fannst árið 1867 í haug á austurhlið Rolvsöy
í Östfold, um sjö km frá Fredrikstad. Gokstad-skipið fannst
árið 1880 í Kongshaugen á Neðri-Gokstad í Sandar-sókn
á Vestfold, en Oseberg-skipið fannst á Oseberg-Ödegárden
í Slagen-sókn á Vestfold, skammt frá Tönsberg. Öll höfðu
skipin legið i leir (bláleir) og voru tvö þeirra, Gokstad-
skipið og Osebergskipið alveg furðu lítið skemmd. Full-
yrða fræðimenn, að það sé Ieirnum að þakka, hve vel
þau hafi varðveitzt.
Þessi tvö síðastnefndu skip gefa því alveg sérstaklega
margvíslegar og merkilegar upplýsingar. í Gokstad-skipinu
hefur verið grafinn mikill höfðingi, líklega konungur, klædd-
490