Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 51

Æskan - 01.10.1970, Blaðsíða 51
Arngrímur Sigurðsson og Skúli Jón Sigurðarson rita um íslenzkar flugvélar Ljósm.: Arngrímur Sigurðsson. Nr. 34 TF-ISH DAKOTA Skrásett hér 21. ágúst 1946 (fékk leyfi til reynsluflugferða 26. júlí — 10. ágúst sama ár) sem TF-ISH, eign Flugfélags íslands hf. Flugvélin var keypt af ameríska hernum (43-48045) á íslandi fyrri part sumars 1946, en hún hafði áður verið skrásett í brezka flug- hernum sem KG762. Hún var smíðuð 1943 hjá Douglas Aircraft Company í Oklahoma City. Raðnúmer: 25306/13861. • Þessi flugvél var fyrsta Dakota-flugvél Isleridinga og um leið stærsta flugvél flugflotans, þegar hún kom. Hún hlaut nafnið Gljáfaxi. Hér var hún notuð til farþega- og vöruflutninga á innan- landsleiðum, en hefur einnig flogið millilandaflug, t. d. til Eng- lands í sept. 1948. 1. nóvember 1948 rann hún i hálku út af brautarenda á Kefla- víkurflugvelli og stórskemmdist. Engan mann sakaði. Flugvélin fékk ekki lofthæfisskírteini að nýju fyrr en 20. júní 1953, en þá hafði verið gert við flugvélina og hún endurnýjuð í Reykjavík. Flugvélin hefur flogið síðan og jafnan reynzt hið bezta. Hún hefur talsvert verið notuð til skíðaflugs til Grænlands, og hafa aðrar islenzkar flugvélar ekki öllu víðar farið, enda verið í þjónustu Flugfélagsi'ns í 24 ár. Ljósm.: N. N. (Snemma vetrar 1958 var TF-ISH notuð til landhelgisgæzlu í ,,þorskastríðinu“. Þá var alþjóða fiskveiðaeftirlitsfáninn málaður á hana). DOUGLAS C-47A DAKOTA: Hreyflar: Tveir 1200 ha. Pratt & Whitney R-1830-92. Vænghaf: 28,96 m. Lengd: 19.63 m. Hæð: 5.20 m. Vængflötur: 91.70 m>. Farþegafjöldi: 24—29. Áhöfn: 2—3. Tómaþyngd: 7.702 kg, (7.983), 8.507, [8.951] kg. Hámarksflugtaks- þyngd: 12.700 kg, (12.500), 12.500, [12.200] kg. Arðfarmur: 2.159 kg, (1.699), 1.551, [729] kg. Farflughraði: 270 km/t. Hámarks- hraði: 360 km/t. Flugdrægi: 2.400 km. Flughæð: 6.800 m. 1. flug: 17. desember 1935. — Tölur innan sviga tóku gildi 6. nóv. 1947, hinar 21. ágúst 1946, feitar tölur giltu 1968. Tölur innan hornklofa eiga við flugvélina með skíðaútbúnaði. Ljósm.: Arngrímur SigurSsson, Nr. 35 'TF-KAG PIPER CUB Skrásett hér 27. ágúst 1946 sem TF-KAG, eign Flugskóla Akur- eyrar. Hingað var flugvélin keypt ný frá verksmiðju og ætluð til kennslu- og einkaflugs. Hún var smlðuð 26. júní 1946 hjá Piper Aircraft Corporation, Lock Haven, Pennsylvania, USA. Framleiðslunr. var 18298. 18. nóvember 1946 er formlega tilkynnt, að flugvélin hafi brot- lent nálægt Akureyri. (Hún hafði þá flogið aðeins 26 tíma). 2. nóvember 1953 var svo tilkynnt, að flugvélin hafði ekki verið gerð flughæf að nýju og er óskað eftir þvl, að hún verði afskráð (skr. 5. 11. 53). 30. apríl 1957 var flugvélin skráð á ný eftir endurbyggingu (með stélhluta TF-KOS) og viðgerðir, og er þá Flugskólinn Þytur I Reykjavfk orðinn eigandi hennar. Hún var síðan notuð til kennsluflugs þangað til hún fórst við Korpúlfsstaði 16. maí 1962. Flugmaðurinn dó og farþeginn stór- slasaðist. PIPER J-3C65 CUB: Hreyflar: Einn 65 ha. Continental A-65-8F. Vænghaf: 10.72 m. Lengd: 6.82 m. Hæð: 2.02 m. Vængflötur: 16.58 rrR. Farþegafjöldi: 1. Áhöfn: 1. Tómaþyngd: 331 kg. Há- marksflugtaksþyngd: 551 kg. Arðfarmur: 111 kg. Farflughraði: 115 km/t. Hámarkshraði: 196 km/t. Flugdrægi: 340 km. Há- marksflughæð: 4.000 m. 1. flug: 1938. 523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.