Æskan - 01.01.1971, Page 4
Tommy Steele er alltaf jafnfrægur. Þeg-
ar rokkmúsíkin féll í skuggann, fór hann
aS leika í kvikmyndum, og hefur nú und-
anfariS verið mjög dáður bæði á Stóra-
Bretlandi og í Bandaríkjunum. Núna er
hann að leika á móti Mary Hopkin í leik
án orða (pantomime), mímuleiknum „Dick
Whittington" í London. Hér er hann með
konu sinni og dótturinni Emmu, sem er
eins árs.
t
í þeim furðulega skara mannamynda, sem í garðinum eru
staðsettar, á öllum aldursskeiðum, — frá barni I móður-
kviði til örvasa gamalmennis.
Gustav Vigeland fæddist á sveitabænum Vigeland,
skammt frá Mandal, í aprll 1869 og andaðist 1943. Hið
ríka listamannseðli hans kom glöggt I Ijós strax á barns-
aldri. Honum var þá þegar Ijóst, hvað hann vildi verða.
Með ómótstæðilegum vilja keppti hann að þvi að verða
myndhöggvari. Á honum, eins og fleirum, sannaðist hið
fornkveðna, að sigursæll er góður vilji, — ekki sízt, þegar
hæfileikarnir eru lika ótvíræðir.
Þótt Vigeland væri alltaf nokkuð umdeildur og sé enn,
eins og raunar allir miklir menn á hvaða sviði sem er,
hlaut hann fljótt fylgi margra skilningsríkra manna, sem
greiddu götu hans á listamannsbrautinni, bæði heima og
erlendis. Er um það allt, nám hans, sigra og ósigra, löng
saga, sem ekki verður rakin hér. Ýmsir talsmenn hans í
Noregi unnu markvisst að því að skapa honum fullnægj-
andi og viðeigandi starfsaðstöðu, þar sem hann gæti ótrufl-
aður og áhyggjulaus helgað sig list sinni. Fyrir tilverknað
þessara manna fyrst og fremst afhenti svo Oslóborg Vige-
land stóra og fullkomna byggingu við Frogner, þar sem
hann skyldi búa, starfa og koma fyrir frummyndum sínum
og listaverkum. Einnig tryggði borgin honum árlega all-
mikla fjárhæð til greiðslu á efni og vinnulaunum. En eftir
hans dag skyldi þetta verða safn allra listaverka hans og
tllheyra borginni. Má því með sanni segja, að Vigeland
hafi lifað það, sem fáum hlotnast: að njóta fágætrar viður-
kenningar í lifanda llfi, ekki aðejns I föðurlandi sínu, held-
ur og vlða um hinn menntaða heim.
íslendingum mun kunnast af verkum Vigelands Snorra-
styttan f Reykholti.
Við komum oftar í þennan undragarð en nokkurn annan
í Osló og nutum þess ætíð í ríkum mæli. Jafnframt kom-
um við stundum í hið stórkostlega Vigelandssafn og dvöld-
þar lengri eða skemmri tíma. Endir.
í nóvember s.l. sendu Sovétmenn eina af tunglflaugum
sínum til mánans. Með þessari tunglflaug var sendur vagn,
er nefndur hefur verið „Tunglgengill 1“, og hefur hlutverk
hans á undanförnum vikum verið það að aka um á yfir-
borði mánans og rannsaka umhverfi sitt.
í opinberri tilkynningu um Tunglgengil 1 segir, að hann
hafi leyst af höndum af mikilli nákvæmni verkefni sín —
sent til jarðar upplýsingar um eiginleika þess hluta yfir-
borðsins, sem hann hefur farið um, og svo um farartálma
á því. Hann hefur oft sent sjónvarpsmyndir til jarðar frá
tunglinu.
Einn af vísindamönnum þeim, sem smíðuðu vagninn,
segir, að reynslan af honum muni notuð síðar til að gera
nýja vagna til athugunar á öðrum hnöttum: reikistjörnu-
vagnar munu verða eins ólíkir þessum fyrsta tunglvagni og
fyrsti bíllinn þeim, sem nú koma út úr verksmiðjunum,
sagði hann.