Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1971, Page 7

Æskan - 01.01.1971, Page 7
að síður er Leipzig-kaupstefnan haldin öli árin. Aftur á móti varð erfiðara við að eiga í heimsstyrjöldinni síðari, því að nóttina milli 3. og 4. desember 1943 eyðilögðust 80% af byggingum kaupstefnunnar í loft- árás bandamanna á Leipzig. — En endur- bygging hófst strax eftir stríðslok, og síð- ustu 27 árin hefur þessi kaupstefna vaxið svo, að telja má hana risafyrirtæki og mið- stöð heimsviðskiptanna. Árlega taka 10—15 þúsund sýnendur frá 70—80 löndum þátt í kaupstefnunni, og í nokkur skipti hafa íslendingar átt þarna sjálfstæðar sýningardeildir, og hverja sýningu sækja margir íslendingar. m Hefurðu ekki séð svinin okkar tvö, Hans? FELUMYND Foreldrar Elmiru litlu fagna henni eftir tuttugu og þriggja daga fjarveru. í sumarhögunum og skógunum skellur nóttin snögglega yfir. Leitarmenn komu aftur heim í selið tómhentir. Stúlkan var týnd. Morguninn eftir var lögregiunni skýrt frá hvarfi Elmiru og fjöldi manns leitaði vandlega í skógunum og á ökrunum í nágrenninu. Og þá var það, sem (búarnir fóru að heyra þessa sorglegu tilkynningu í útvarpinu: „Sex ára gömul stúlka er týnd ...“ Skólabörnum var gefið frí til að taka þátt í leitinni með öllu fólkinu á samyrkjubúinu. En eftir þriggja daga árangurslausa leit, var henni hætt. Ali- sakib faðir Elmiru lýsti yfir sorg. Það er gamall siður hjá fólkinu í Azerbaidsjan að koma saman fyrst eftir að þrír sorgardagar eru liðnir, síðan eftir sjö daga og eftir það á hverjum fimmtudegi, þar til fjörutíu dagar eru liðnir. Til sorgarsamkomunnar, sem á aserbaidsjönsku heitir Jas — dreif að mikinn fjölda manna, og voru þar bæði vinir fjölskyldunnar og kunningjar og fólk, sem hún hafði ekki áður þekkt, bæði Azerbaidsjanar, Rússar og Armenar. Fólkið kom til að deila sorgum fjölskyldunnar. Þetta var fyrsti „dsjúma ahksjami", þ. e. sorgarfimmtudagur, síðan leið hinn næsti og sá þriðji. En fjórði fimmtudagur sorgarinnar breyttist í kátan „toj“, en það þýðir hátíðisdagur: Elmira var fundin. Tuttugu og þremur dögum eftir að hún týndist fann sextugur skógarvörður, Aleksei Polovinkin hana aftur. 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.