Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 8

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 8
rengur nokkur, sem hét Ólafur, gekk einu sinni kaldan vetrar- dag með systur sinni, er Anna hét, út úr þorpinu, þar sem þau áttu heima, upp til myllunnar. Bar hvort þeirra ofurlítinn poka með korni í, er þau voru send með til mölunar. Þá er þau komu að garði malarans, sá Anna nokkra smá- fugla, sem hoppuðu grein af grein og voru auðsjáanlega bæði dauðkaldir og sár- svangir. Hún kenndi í brjósti um þá og kastaði nokkrum lúkum af korni til þeirra. Ólafur bróðir hennar sneypti hana fyrir þetta og sagði, að hún væri mikið flón að fara svona illa með kornið, að fleygja því í fuglana. Og þegar hún kæmi heim með minna mjöl en hann, þá myndu for- eldrar þeirra gefa henni ráðningu. Önnu leizt ekki á blikuna, en sagði þó: Gleymið ekki smáfuglunum — Ég var bara á venjulegri eftirlitsferð, sagði hann seinna. — Og eins og alltaf var ég á hestbaki og með riffil. Hesturinn rölti rólega í jaðrinum á Uludúskí skógi. Allt í einu kipptist hann við, sperrti eyrun og staðnæmdist, eins og hann hefði verið límdur niður. Ég svipaðist um og á jörðinni fyrir framan hestinn sá ég einhvern rauðan klút eða slaufu. Og um leið sá ég, hvar stúlkan lá sofandi. Hún var steinsofandi, en andardrátturinn var veikur. Ég tók hana upp og reiddi hana á harðastökki til þorpsins. Og þangað kom læknir frá Sjemahke til að sækja hana, og auðvitað komu foreldrar hennar í flýti. Rafiga Fatullazade læknir segir svo frá: Elmira Idajatova var aðframkomin, þegar hún var flutt í sjúkrahúsið. Hún vó aðeins um 15 kg. En hjartað, lungun eða önnur innyfli höfðu ekkert skaddazt. Og á sjúkrahúsinu vár Elmira fljót að ná sér. Hún þyngdist, fór að brosa og smám saman að tala. Og meðal annars sagði hún okkur sem hér segir: Elmira var að leika sér úti á akri og hlaupa á eftir fiðrildum. Hún varð þreytt, lagðist fyrir og sofnaði. Þegar hún vaknaði, langaði hana heim, en villtist á akrinum og kom út af honum við skógarjaðarinn. Hún fór inn í skóginn, en fann enga götuslóða, en hélt samt áfram að ganga lengi. Svo fór að dimma og hún varð sybbin. Hún hitti fyrir hvolpa, sem voru að leika sér við tré, og fór að leika sér með þeim. — Svo lagði ég mig, og svo kom mamma hvolpanna og fór að gefa þeim að drekka. Hvolparnir voru alltaf að pota í augun á mér, en ég svaf nefnilega hjá þeim. Og á daginn gekk ég með þeim um skóginn og við lékum okkur. Og ég borðaði ber og lauf. Og einu sinni sá ég voða loðinn kött og við sáum oft bangsa. Hann var að klifra upp í tré. Svo fór einu sinni mamman með hvolpana f burtu, og þau komu aldrei aftur. Ég fór að leita að þeim. Svo lagðist ég undir tré. Aleksei Polovinkin skógarvörður segir, að hundar eigi sér ekki hvolpa úti í skógi. Og hvaðan ættu hundar svo sem að vera komnir í þennan skóg? Þetta hafa verið ylfingar, og svo hefur úlfynjan komið sjálf. En hún snerti ekki stúlkuna, vegna þess að í skóginum okkar ráðast úlfar bara á fólk, þegar það kemur inn á það svæði, sem þeir hafa helgað sér fyrir sína fjölskyldu. En úlfynjan var ekki við, þegar stúlkan kom inn á þetta svæði... Pabbi Elmiru fór mörgum fögrum orðum um alla nágrannana, en átti ekki til nógu sterk orð til að hæla skógarverðinum, Aleksei Polovinkin, sem hafði fundið Elmiru og var upp frá þeim degi einn af fjölskyldunni Idajatov. L. Nadirova, A. Dsjafarof. „Hvernig gat ég annað en kennt f brjósti um vesalings fuglana? Hvaðan eiga þeir að fá fæðu, þegar snjór og ís er yfir öllu? Þú mátt trúa því, Óli minn, að guð mun einhvern veginn borga okkur þessa ögn af korni.“ Þegar börnin komu aftur til myllunnar til þess að sækja mjölið sitt, þá var meira í pokanum hennar Önnu en Ólafs, en hvernig á þessu gat staðið, skildu þau ekkert í. En malarinn hafði af tilviljun heyrt hvað börnin sögðu, þegar þau gengu fram hjá garði hans, og hann sagði nú við Önnu: ,,Ég hef látið þig hafa meira af mjöli en þú í rauninni hefur rétt til, en ég gerði það af því, að mér þótti vænt um, að þú skyldir kenna í brjósti um fuglana. — Gjöfin er lítil, en taktu þó móti henni, eins og hún væri send af guði til launa fyrir það, að þú hafðir meðaumkun með þeim, sem eru nauðstaddir þegar jafnhart er í ári og nú er.“ Oft er hart í ári hjá smáfuglunum. Það kostar hvorki fé né fyrirhöfn að kasta til þeirra brauðmylsnu, þegar mest er frost- ið og snjórinn. Baldursbrá. TEIKNIKENNSLA Refurinn er ekki vinsælt dýr, en samt ætl- um við aS biSja ykkur aS gera tilraun til aS teikna hann. ÞiS sjáiS á myndunum, hvernig þiS fariS aS því aS teikna góSa mynd af gamla rebba. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.