Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1971, Side 9

Æskan - 01.01.1971, Side 9
KVÖLDSÖGURNAR Sagan um hana Mjöll Mjöll var lítill kettlingur. Hún var alltaf með rauða slaufu um hálsinn. Henni fannst rauður litur svo ósköp fallegur. Jón hugsaði alltaf vel um kettlinginn sinn, og karfa Mjallar var alltaf hrein og fín. Nú sat Mjöll I körfunni sinni sg horfði á móður Jóns prjóna. Hún prjónaði fallega, rauða peysu. Rauður hnykillinn valt fram og aftur I lítilli skál, sem hún hafði við fætur sína á gólfinu. Mjöll starði án afláts á rauða, fallega hnykilinn. Skömmu síðar þurfti móðir Jóns að bregða sér frá. Þá notaði Mjöll tækifærið. Hún þaut að skálinni og ætlaði að gægjast niður í hana. En hún var of lítil til þess að geta séð hnykilinn vel. Þá reis hún upp á afturfæturna, en — pomm! — skálin valt og hnykillinn rúllaði út á gólf. ,,Ég verð að toga í garnið, svo að hnykillinn komi aftur í skál- ina,“ hugsaði Mjöll. En því lengur, sem hún dró, þeim mun lengra valt hnykillinn út á gólfið. Hún dró nú hraðar og hraðar og notaði að lokum alla fæturna. En loks varð hún svo ringluð, að hún valt um koll, og áður en hún vissi af, hafði hún vafið garninu utan um sig, svo að hún gat sig varla hreyft. „Mjá, mjá!“ mjálmaði hún eins hátt og hún gat. Jón kom hlaupandi inn til þess að sjá, hvað hafði gerzt. Hann gat ekki annað en hlegið, þegar hann sá Mjöll litlu. „Mamma, mamma, komdu og sjáðu," kallaði hann. „Mjöll litla er orðin rauð á lltinn!" Móðir Jóns hló ekki, en byrjaði strax að vefja garninu ofan af Mjöll. Mjöll hló ekki heldur, Hún sá, að hún hafði verið svolítið heimsk. Loks, þegar hún var orðin frjáls aftur og gekk að körf- unni sinni, hugsaði hún: „Nú hef ég fengið nóg af rauða litnum að sinni. Ég vildi óska, að mamma hans Jóns færi að prjóna bláa peysu!“ Mjöll verður svört Mjöll, hvíti, litli kettlingurinn, átti að vera ein heima. En til þess að hún gerði ekki nein skammarstrik af sér í íbúðinni, var hún lokuð niðri í þvottaherberginu i kjallar- anum. Niðri i herberginu var lítill bali, fullur af þvotti. „Gaman væri að hoppa í þessu,“ hugsaði Mjöll og lék sér síðan við það litla stund. En brátt varð hún leið á því og langaði að reyna eitthvað annað. Við hliðina á þvottaherberginu var geymslan, þar sem kolin voru geymd. Hún gægðist þangað inn og sá stóran stafla af kolum. „Það hlýtur að vera miklu meira gaman að stökkva þarna," hugsaði hún, „en í balanum." Og svo þaut hún upp á staflann. En um leið og hún ienti, létu kolin undan og mikill hluti þeirra veltist yfir aumingja Mjöll. „Mjá, mjá,“ grét hún. En það var enginn heima, sem gat heyrt til hennar. Hún reyndi að brjótast um og losa sig, og Ioksins tókst henni það eftir langá mæðu. En þá var hún orðin svo þreytt, að hún steinsofnaði um leið og hún lagðist niður til þess að hvíla sig. Þegar Jón kom heim, fór hann strax niður í kjallarann til þess að sækja Mjöll. „Heyrðu, svarta kisa,“ sagði hann. „Hvar er Mjöll litla?“ Mjöll glaðvaknaði á svipstundu, þegar hún heyrði, að Jón þekkti hana ekki. Hún flýtti sér að þvo sér, þangað til hún varð hvit og hrein. „Hugsa sér, Mjöll — það er ekki einu sinni hægt að leyfa þér að vera niðri í kjallara, án þess að þú gerir eitthvert prakkarastrik!" „Mjá,“ sagði Mjöll og þaut hamingjusöm upp í fangið á Jóni. / 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.