Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 30

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 30
Nú leið vika, og enginn maður nefndi á nafn, að Tumi þumlungur yrði sendur heim til sín. Allri hirðinni þótti svo gaman að honum, að hann fór að verða hræddur um, að þeir mundu aldrei nokkurn tíma senda hann heim til sin. Að vísu var konung- urinn mjög góður við hann og lét smiða lítið hús, hæfilegt handa honum, og lót búa til f það alls konar húsgögn og skraut uþþi og niðri, svo að það varð eins og yndisfallegt brúðuhús, en Tumi sársaknaði þó mömmu sinpar og hugsaði varla um annað, en hvernig hann ætti að komast burtu þangað, án þess nokkur sæi. Loks réð hann af að skrifa mömmu sinni bréf og reyna að fá einhvern til að taka það með sér heim til hennar. Svo náði hann sér í þenna og pappírsblað og skrifaði þar á þetta: „Kæru foreldrar mínir. Ég hef hér allt, sem ég þarfnast, og töluvert meira en það. Ég drekk ekki annað en límon- aði og borða ekki nema sykur og sæt- indi, en ég skyldi gefa það allt fyrir einn sopa af mjólk úr kúnni okkar. Ykkar elskandi sonur Tumi.“ Nú var hann búinn að skrifa bréfið, en hvernig átti hann að koma því? Hann þorði ekki að biðja neinn mann í konungshöllinni að fara með það á póstinn, af þvl að hann var hræddur um, að ef konungurinn og drottningin kæmust að þessu, mundu þau láta hafa enn sterkari gætur á honum, af þvl að þau mundu ætla sér að hafa hann þar alla hans ævi. Loks tók hann litla steinvölu og lét hana innan í bréfið og fleygði því svo út um glugg- ann I þeirri von, að einhver greiðvik- inn maður, sem fram hjá færi, tæki það upp og kæmi því I póstinn. Næsta morgun, og á hverjum morgni eftir þetta, klifraði Tumi efst upp I turninn, sem konungur hafði herbergi sitt I, og gáði þaðan út yfir skotþálkana, hvort hann sæi hvergi móður sína koma á rauða kjólnum til þess að sækja hann. Stundum sýndist honum sem hann sæi foreldra slna koma út úr skóginum langt I burtu og rétta fram hendurnar á móti honum. En það var nú öðru nær, þau voru þá lengi búin að gráta hann og héldu, að hann væri dauður, því að þréfið hans komst aldrei til þeirra. Steinvalan hafði sett gat á það og dottið út úr því, og svo feykti vind- urinn bréfinu til og frá, þangað til það lenti I ánni. Þá hugsaði Tumi til álf- konunnar, skírnarvottsins slns, en þær höfðu verið skírnarvottar að svo mörg- um börnum, og höfðu þvl í svo mörg horn að llta, að þær máttu ekki vera að þvi að sinna honum I þann svipinn. Auk þess hugsaði álfadrottningin svo, að hann hefði bakað sér þessi vand- ræði sjálfur með flasi sinu, og þá væri það honum fyrir beztu, að reyna að klóra sig út úr þeim aftur með sínum eigin dug og heilbrigðri skynsemi sinni. Nú hafði Artúr konungur ráðið það með sér að gera Tuma einn af riddur- unum við hið nafnfræga kringlótta borð, og gaf honum nafnið: Túmi hinn fyrsti, og sendi síðan hirðskraddarann til að mæla ný föt á hann, því að oln- bogarnir voru út úr þeim gömlu, og all- ur var hann orðinn rifinn og trosnaður og gat engan mann látið sjá sig. Þegar hann var búinn að fá þessi nýju föt sem gjöf frá konungi, hlaut hann aðra óvænta gleði og ekki minni. Drottningin kallaði hann fyrir sig og sýndi honum heil herklæði, albúin, sem hún hafði látið búa til handa honum, til þess að vera I, ef hann rataði I mannraunir. Brjósthlífin í brynjunni var úr heilum demanti, og hringabrynjan öll úr gulli og svo þétt ofnir hringarn- ir, að mjósti saumnálaroddur gat ekki komizt þar I gegn. Og allt var eftir þessu. Hjálmurinn var holaður út úr stórum ópal, sem tindraði af eins og eldi í hvert sinn, sem Tumi hreyfði höf- uðið, en upp úr hjálminum stóð fjöður, sem blakti fyrir hverjum blæ. Og fyrir hest fékk hann moskusrottu af mjög fá- gætri tegund, albrynjaða og ágætlega tamda. Auk alls þessa gaf drottningin honum skrautkerru, sem fjórum hvít- um músum var beitt fyrir. En við alla þessa upphefð og dýr- 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.