Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 31

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 31
indis gjafir fékk Tumi öfundarmenn við hirðina, og það bætti ekki um, að hann bjó til ' skrípamyndir af ýmsum hirð- mönnum, til þess að skemmta konungi og drottningu, því sumar myndirnar voru ærið nærgöngular. Einn dag, þegar Tumi var á veiðum með konungi, ríðandi á rottu sinni eins og vant var, þaut stór og digur köttur allt i einu út úr þéttum runni og hremmdi reiðskjóta og riddara og þaut með þá upp eftir háu tré. Ekki sá konungur þennan atburð, því að hann horfði á eitthvað annað, en hirðmenn hans sáu það. En í stað þess að hlaupa til og hjálpa Tuma, stóðu þeir kyrrir og létu kisu óáreitta. „Þessi litla ókind hæddist að okkur,“ sögðu þeir, „látum nú sjá, hvaða dugur er í kvikindinu." Svo létu þeir sem þeir hefðu ekkert tekið eftir, hvað af Tuma varð, allt þangað til það var orðið um seinan að hjálpa honum. Allt í einu sneri konungur sér þó við og kom auga á Tuma uppi i trénu. Vesalings litia ögnin hafði rispazt drjúg- um af kattarklónum, en Tuma hafði samt tekizt að snúa sig úr þeim og bregða sverði sínu, og í því bili, sem konungur kom auga á hann, var hann einmitt í einvíginu við köttinn, sem var jafn ógurlegur fyrir Tuma augum, eins og fíll væri fyrir okkur. En svo hart og titt hjó Tumi tii kisu, að hún varð loks yfirkomin og flýði af hólmi. Til allrar ógæfu hafði vesalings rottan orð- iö að láta lifið. Þegar bardaganum var lokið, fékk Tumi loks tima til að gæta að því, hve mjög hann var sár. Hann stóð enn þá á eikargreininni, þar sem bardaginn hafði staðið, en þegar konungur leit upp, sá hann Tuma riða til falls og missa því næst jafnvægið og detta nið- ur á höfuðið meðvitundarlausan. Kon- ungur greip nú í einu vetfangi til hatts síns og rétti hann fram til að taka við Tuma. Konungur hafði og stungið snýtuklút sínum í hattinn í staðinn fyrir vasa sinn, svo að Tumi kom þar niður eins og í dúnsæng og meiddist ekki vitund í fallinu. Konungur lét hætta veiðiförinni og flutti Tuma heim svo gætilega sem framast var unnt, og drottning skipaði svo fyrir, að enginn maður í höllinni mætti tala orð öðruvísi en í hálfum hljóðum, svo að hávaði skyldi ekki ónáða hann eða skaða, því að hann var mjög lasburða og veikur af sárun- Þann 21. maí árið 1927 bár- ust þær stórfréttir út um heim- inn, að ungur Bandaríkjamað- ur, Charles Lindbergh, hefði unnið það afrek að fljúga einn síns liðs yfir Atlantshafið í lít- illi flugvél frá New York til Parísar á rúmum 33 klukku- stundum. Þetta Atlantshafsflug Lindberghs mun um allan ald- ur verða talið meðal hinna mestu afreka. um, sem hann fékk af kattarklórunum. Drottningin bjó honum til rúm úr bóm- ull og lagði ofurlítið flauelssnifsi undir höfuð hans eins og kodda, og hirti sjálf um hann nótt og dag með stakri nákvæmni. En allt var það tii einskis. Tumi fann á sér, að hann mundi deyja, og það þótti honum sárast af öllu, að hann skyldi skilja svo við, að hafa ekki feng- ið að sjá foreldra sína. Ferdinand von Zeppelin greifi var fæddur árið 1838 og var af gamalli þýzkrL aðalsætt. Hann fékk mikinn áhuga á að smíða loftskip, er stýra mætti að vild. Fyrsta loftskipið, sem hann smíðaði, var 128 metrar að lengd, en þvermálið var 11,6 metrar. Þetta skip hóf sig fyrst tii flugs 2. júlí 1900. Er hann andaðist, 8. marz 1917, 78 ára gamall, vann hann að þeirri hugmynd sinni að senda loftskip til Norðurpólsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.