Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 40
Heimsókn í Leikfangaland
ORGEL
í barnaherbergi
♦-------------------
Oll börn hafa gaman af að
láta heyra hátt til sin, helzt
svo að um muni, og oft segj-
um við fullorðna fólkið eitt-
hvað á þessa leið: „Hvaða dé-
skotans hávaði er þetta i
krökkunum!“ — Til allrar
hamingju eru það þó alltaf
mörg börn, sem svala þessari
liávaða])örf sinni með því að
leika á einhver liljóðfæri, oft
þó mjög frumstæð hljóðfæri.
Ef til vill byrja þau með blikk-
trommur og siðan alls konar
flautur.
Foreldrarnir geta fljótlega
komizt að því, hvort hljóm-
iistarliæfileikar búa með börn-
um þeirra, og reyna þá að
hlynna að þeim með því að
útvega börnunum liljóðfæri og
kennslu á þau.
Það er viðurkennd staðreynd
að orgelið er ágætt liljóðfæri
fyrir byrjendur og þroskar
sönggáfu barna. En nú er það
svo, að venjuleg orgel eru stór
og dýr hljóðfæri, og oft er
erfitt fyrir lítil börn að troða
fótafjalirnar og spanna yfir
hreiðar nóturnar. Ymsir liafa
því gert tilraunir til að smiða
og framleiða orgel handa litl-
um börnum, og sjáum við eitt
þeirra liér á myndinni. Það
heitir Bon-Tempi-orgel og er
framleitt i þvi söngsins landi,
Ítalíu. Þetta orgel er sniðið
fyrir litlar harnahendur, og
ekki þarf að stiga neinar fóta-
fjalir á því, — rafstraumur
sér fyrir því. Og tónar þessa
hljóðfæris eru merkilega hrein-
ir og skærir. Geta má þess, að
tölustafir standa á nótunum,
og lögin í nótnaheftinu, sem
fylgir orgelinu, eru einnig
byggð upp með tölustöfum.
Ekki ]>arf þvi annað en lesa
tölustafina í bókinni og styðja
á tilsvarandi nótu á nótna-
borðinu, þá kemur lagið.
Ekki munu orgel þessi vera
fáanleg liér á landi enn, en
vafalaust koma þau hingað á
næstunni, því að þau hafa þeg-
ar hlotið miklar vinsældir hjá
þeim, sem reynt hafa.
Götuvaltari
♦----------------------
Oft er dálítill vandi að velja
leikföng handa 2 ára börnum
eða yngri, m. ö. o. þeim, sem
eru nýbyrjuð að ganga á eig-
in fótum. Hér kemur eitt leik-
fang handa þeim, gert úr frem-
ur mjúku plasti. Það er þessi
götuvaltari, sem þið sjáið hér
á myndinni. Börnin sitja ein-
faldlega klofvega á þessum
grip og ýta sér eða spyrna
áfram með fótunum. Ekki er
mikil hætta á, að liúsgögnin
verði fyrir áföllum eða skaða,
því eins og áður er sagt, er
valtari þessi gerður úr mjúku
efni.
Hjólaskautar
♦----------------------
Svo eru það þessir ensku
lijólaskautar. Eins og sést á
myndinni eru þetta venjulegir
skautar á skautaskóm, en á
liliðar þeirra eru fest 3 hjól
úr trefjagleri, hvert fram af
öðru. Hægt er að „fara á
skauta“, þótt enginn ís sé fyr-
ir fæti, aðeins sléttur flötur,
og svo þéttur, að skautahjólin
sökkvi ekki niður í hann. Þetta
eru nokkuð dýrir gripir, kosta
i Englandi rúmlega 1200 kr. í
stærðuin fyrir börn, og u. þ. b.
1500 kr. fyrir fullorðna. Ekki
ráðleggja framleiðendur börn-
um að nota þessa gerð skauta
úti á akbrautum bila, slysa-
hættan er þá mikil.
Jane fölnaði. „Ég trúi því ekki,“ sagði hún í hálfum
hljóðum. „Það er ekki satt, þið skuluð sjá,“ sagði hún
við Clayton, „að hann kemur aftur, og þá mun hann
sanna, að þér hafið rangt fyrir yður. Þér þekkið hann
ekki eins vel og ég. Ég skal segja yður, að hann er göfug-
menni.“
Það var eitthvað í rödd hennar, sem gerði Clayton
órökvísan. „Ef til vill hafið þér á réttu að standa," mælti
hann. „En ég held, að við þurfum ekki l'engur að hugsa
um þessa mannætu. Vafalaust mun hann gleyma okkur
fyrr en við gleymum honum. Þetta er hálfvitlaus ræfill og
í rauninni aðeins eitt af dýrum skógarins hér.“
jane svaraði engu, en hjarta hennar lierptist saman.
Reiði og hatur gegn þeim, sem maður elskar, stælir
hjarta manns, en fyrirlitning eða meðaumkun gerir það
að verkum, að rnann setur hljóðan. Hún vissi-, að Clayton
talaði aðeins það, sem hann hélt, og í fyrsta sinn fór
hún að íhuga grundvöllinn undir ást sinni. Hún sneri
sér hægt við og hélt til kofans. Hún reyndi að hugsa
sér skógarguðinn sinn við hlið sér á einhverju skemmti-
ferðaskipinu. Hún sá hann eta með höndunum, rífa mat-
inn sundur eins og villidýr og þurrka af fingrum sér á
líkarna sínum. Það fór hrollur um hana. Hún sá hann,
er hún leiddi hann fram fyrir vini sína — rustalegan,
ólæsan villimann, hún hrökk við.
Hún var nú komin í klefa sinn og setzt á fleti sitt
með aðra höndina á brjóstinu, þá fann hún allt í einu
nistið frá lífgjafa sínum á brjósti sér. Hún tók það, hélt
á því urn stund í lófanum og horfði á það tárvotum aug-
um. Hún bar það að vörum sér, hallaði sér út af, grúfði
andlitið í grasið í fletinu og grét. „Villidýr," tautaði
hún. „Ég vildi, að guð gerði mig að villidýri, því að
hvort sem þú ert maður eða villidýr, þá er ég þín.“
40