Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1971, Síða 51

Æskan - 01.01.1971, Síða 51
'.5/5 Jörundur E/S JÖRUNDUR Gufuskipafélag Norölendinga keypti gufuskip frá Danmörku árið 1909. Kom skipið tii íslands fyrst 23. maí það ár, og hlaut það nafnið Jörundur. Jörundur var smíðaður í Belgíu árið 1875, 75 brúttórúmlestir að stærð og gat flutt farþega á tveim farrýmum. Skipið hafði áður verið farþega- og skemmtiferðaskip í Skotlandi. Hér við land var Jörundur í ferðum á milli hafna, allt frá Húnaflóa til Seyðisfjarðar á árunum 1909—14, undir stjórn Odds Sigurðs- sonar skipstjóra. Endalok skipsins urðu þau, að það var rifið í fjöru á Svalbarðs- eyri árið 1921. Geta má þess, að póstbáturinn Drangur eldri, sem lengi var í ferðum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, var af líkri stærð og Jörundur. E/S BRÚARFOSS tfua Stálskip með 1350 ha. gufuvél. Stærð: 1579 brúttórúml. og 859 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 72,19 m. Breidd: 11,05 m. Dýpt: 8|44 m. Lestarrými var-79 þús. teningsfet með sérstökum kæli- búnaði, sem gat fryst allt niður í 8° á Celsius. Farþegarými var allt ofan þilja og rúmaði: 1. farr. 20 farþega. 2. farr. 20 farþega. Ganghraði: 12—13 sjómíiur. ---------------------------------------------------' Ærin og ég Glóðarauga gafstu mér, gálan þin, er vilcLi’ eg ná þér, gaddavir að greiða frá þér. Þú ferð á allt, sem fyrir er. í krónni vildi ég króa þig, en Kolla min, þú ei það skildir, og frelsi þínu ei farga vildir, og áhlauþ gerðir eitt á mig. Þú á stökki hófst þig hátt og hœfðir mig i augabrúna, og vist ég náði i vírinn snúna, en eftir stóð með augað blátt. Hvolpurinn talar við kisu Langar mig að leika við liðuga skrokkinn þinn. Viltu ekki vera vinurinn góði minn? Anna G. Bjarnadóttir. L__________________________________________________< Kaupverð skipsins var 1396 þús. fsl. krónur, þar af greiddi ríkissjóður-350 þús. kr. vegna kælibúnaðarins. Brúarfoss var smíðaður í skipasmíðastöð Flydedokkens í Kaupmannahöfn og hljóp skipið af stokkunum á fullveldisdaginn 1. des. árið 1926. Skipið var afhent E. I. 28. febrúar 1927 og kom fyrst til Reykja- víkur þann 19. marz undir stjórn Júlíusar Júlínussonar skipstjóra. Árin 1927—40 var Brúarfoss í Danmerkurferðum með Gullfossi og fór auk þess 2—3 ferðir árlega til London með frosið kjöt. Á styrjaldarárunum var skipið ýmist [ freðfiskflutningum til Eng- lands eða í Ameríkuferðum, og í einni ferðinni vestan um haf árið 1942 bjargaði áhöfn Brúarfoss 34 skipverjum af e/s Daleby. Á árunum 1946—47 fór skipið fjórar ferðir með freðfisk til Leningrad undir stjórn Jóns Eiríkssonar skipstjóra. Var Brúar- foss þar með fyrsta íslenzka skipið, sem sigldi til Rússlands. Auk þess mun Brúarfoss vera fyrsta skip E. í. ( frönskum og grískum höfnum. Brúarfoss var svo seldur útgerðarfélagi i Monrovlu f Líberíu (V.-Afríku). Var skipið afhent í Álaborg 10. júní 1957 og hlaut það þá nafnið Freezer Queen og átti að verða ávaxtaflutn- ingaskip við S.-Ameríku. Brúarfoss var búinn að vera I eigu E. I. í þrjátfu ár og sigla rúmlega eina milljón sjómílna, þar af 240 þús. meðfram (slandsströndum. 51

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.