Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1971, Page 61

Æskan - 01.01.1971, Page 61
HEIMILISBÓK ÆSKUNNAR f--------------------- Forstofan. Yztu forstofu ætti ekki að bóna. Það getur vaidið slysi, þegar komið er inn á snjóugum skóm. Sumt af þessum ráðleggingum og teikningum er tekið úr erlendri bók, en annað er tekið beint úr Hússtjórnarbókinni. Hús- stjórnarbókin er þýdd úr dönsku og kom út í október 1968. Hún er notuð sem kennsiubók í hússtjórn við ýmsa skóla landsins, en á erindi inn á hvert heimili og er jafnt fyrir konur sem karla. Bók þessi er einhver fjölþættasta bók um heimilishald, sem komið hefur út á íslenzku á þessari öld. Hússtjórnarbókin er þýdd af Valgerði Hannesdóttur og Sigríði Haraldsdóttur hússtjórnarkenn- ara og gefin út af Leiftri. v. / Þórunn Pálsdóttir: HEIMILISBÓK ÆSKUNNAR " ..N HEIMILISBÓK ÆSKUNNAR Slys á börnum Þegar við erum að vinna hin ýmsu heimilisstörf og allt gengur vel, tökum við ekki eftir, hvaða hætta getur stafað af öllum þeim hlutum og efnum, sem við erum með handa á milli. Hér á eftir koma nokkur algeng dæmi um slysahættu. Eldspýtur og börn. Lítil börn eiga ekki að leika sér að eldspýtum. Þau læra allt í einu að kveikja á þeim, og grípa þá gjarnan blöð og annað eldfimt dót til að stækka logann. Svefn og sígarettur. Fólk, sem hefur vanið sig á þann ósið að reykja á kvöldin og nóttunni í rúminu, býður hættunni heim með því að sotna út frá sígarettunni. Kertaljós. Þegar rafmagnstruflanir verða og við notum kerti, ættum við að forðast að fara með kertið í geymsluna. Horfið á myndina. Ef einn neisti fer í kistuna, er voðinn vís. V.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.