Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1971, Page 63

Æskan - 01.01.1971, Page 63
POP-HEIMURINN — Bob Dylan. Greenwich Village. Á fyrstu hljómleikum hans 1961 i Car- negie Hall voru aðeins 53 á- heyrendur. Er hann kom fram á hljómleikum á Newport há- tíðinni 1963, varð hann í einni svipan eftirlæti hinnar efa- gjörnu ungu kynslóðar með lögum eins og Blowin’ in the Wind og The Times they are a-changin, sem bergmáluðu hugmyndir unga fólksins um stríð, kynþáttahatur og þjóð- félagslegt ranglæti. Söngform hann og rödd hafa breytzt enn einu sinni eftir að hann hafði gengið í gegnum rock-timabil- ið 1965—66. Á meðan Dylan var að ná sér eftir mikið bif- hjólaslys (1967) þróaðist nú- verandi „country“-still hans, sem heyra má á plötunum John Wesley Harding og Nash- ville Skyline. Utanáskrift: C/o A. B. Grossman, 75 East 55th Street, New York, N. Y., USA. Julie Drisco/I & The Brian Auger Trinty tóku saman 1966. LP-platan þeirra „Open“, sem var tekin upp 1967, vakti aðcins athygli hljómlistarmanna. 1968 urðu þau vinsæl með Dylan laginu This Wheel’s on Fire. Tveggja platna albúm þeirra „Street- noise“ er talið vera hámarkið í samstarfi þeirra, sem lauk i ágúst 1969. Julie ,Jools“ Dris- coll (fædd 8. júní 1947) er hrifin af gamaldags fötum, á- berandi hárgreiðslum, sóda- vatni og hráu grænmeti. Brian Auger (fæddur 18. júlí 1939 í London) er organleikari en hefur orðið fyrir miklum áhrifum af jazzmúsík. Félagar hans eru bassaleikarinn David Ambrose (fæddur 11. des. 1946 í London) trommuleikarinn Clive Thacker (fæddur 13. febr. 1940 í Entfield i Middlesex) og fjórði maðurinn er nú gitar- leikarinn Gary Boyle. Utanáskrift: C/o Paragon Ltd., 17—19 Stratford Place, London W. 1., England. Julie Driscoll. Os V. r Donovan. Donovan Donovan Phillip Leitch fædd- ist nokkrum öldum of seint — 10. mai 1946 i Glasgow — i stað þess að fæðast einhvern tíma á miðöldum i kastala. Hann er farandsöngvari og skáld — minnir á „trúbadora" miðalda — rómantískur ljóða- söngvari á órómantiskum tím- um. 16 ára gamall ferðaðist hann fótgangandi um Corn- wall, kom 1964 til Lundúna, var tíður gestur i hinum vin- sælu sjónvarpsþáttum Ready, steady, go, og náði sinni fyrstu metsöluplötu með laginu Catch the Wind. Hann afsannaði fljótt það álit sumra, að hann væri aðeins eftirlíking á Dylan er út komu lögin Sunsliine Su- perman, Mellow Yellow, There is a Mountain, Jennifer Junip- er, Hurdy Gurdy Man, Atlantis og Goo Goo Barabajagal. Hann yfirgefur sjaldan eyjuna Skye, sem liggur um 90 kílómetra undan vesturströnd Skotlands, en þar býr hann i húsvagni ásamt stúlkunni sinni Enid, syni sinum Dono og nokkrum vinum. Utanáskrift: C/o Vic Lewis, 3 Hill Street, London W. 1., England. The Doors voru ein fyrsta „neðanjarð- ar“-hljómsveitin (stofnuð árið 1967). Meðan mjúk og hljóm- þýð músík blómabarnanna var rikjandi í Kaliforníu fóru The Doors út í popmúsík. Tímarit- ið Newsweek segir hljóm þeirra „harðan og kaldan eins og stál“. Lagatextar þeirra ein- kennast mjög af „sexi“ eða óhugnaði. Söngvari er Jim Morrison (fæddur 8. 12. 1943 i Melbourne i Florida), orgel- leikari Ray Manzarek (f. 2. desember 1942 i Chicago), git- arleikari Robbie Krieger (f. 1. ágúst 1946 i Los Angeles) og trommuleikari John Densmore (f. 1. desember 1944 í Santa Monica i Kaliforniu). Þeir hafa fyrst og fremst gert frá- bærar LP-pIötur: The Doors, Strange Days, Waiting for the Sun, The Soft Parade.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.