Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 63

Æskan - 01.01.1971, Qupperneq 63
POP-HEIMURINN — Bob Dylan. Greenwich Village. Á fyrstu hljómleikum hans 1961 i Car- negie Hall voru aðeins 53 á- heyrendur. Er hann kom fram á hljómleikum á Newport há- tíðinni 1963, varð hann í einni svipan eftirlæti hinnar efa- gjörnu ungu kynslóðar með lögum eins og Blowin’ in the Wind og The Times they are a-changin, sem bergmáluðu hugmyndir unga fólksins um stríð, kynþáttahatur og þjóð- félagslegt ranglæti. Söngform hann og rödd hafa breytzt enn einu sinni eftir að hann hafði gengið í gegnum rock-timabil- ið 1965—66. Á meðan Dylan var að ná sér eftir mikið bif- hjólaslys (1967) þróaðist nú- verandi „country“-still hans, sem heyra má á plötunum John Wesley Harding og Nash- ville Skyline. Utanáskrift: C/o A. B. Grossman, 75 East 55th Street, New York, N. Y., USA. Julie Drisco/I & The Brian Auger Trinty tóku saman 1966. LP-platan þeirra „Open“, sem var tekin upp 1967, vakti aðcins athygli hljómlistarmanna. 1968 urðu þau vinsæl með Dylan laginu This Wheel’s on Fire. Tveggja platna albúm þeirra „Street- noise“ er talið vera hámarkið í samstarfi þeirra, sem lauk i ágúst 1969. Julie ,Jools“ Dris- coll (fædd 8. júní 1947) er hrifin af gamaldags fötum, á- berandi hárgreiðslum, sóda- vatni og hráu grænmeti. Brian Auger (fæddur 18. júlí 1939 í London) er organleikari en hefur orðið fyrir miklum áhrifum af jazzmúsík. Félagar hans eru bassaleikarinn David Ambrose (fæddur 11. des. 1946 í London) trommuleikarinn Clive Thacker (fæddur 13. febr. 1940 í Entfield i Middlesex) og fjórði maðurinn er nú gitar- leikarinn Gary Boyle. Utanáskrift: C/o Paragon Ltd., 17—19 Stratford Place, London W. 1., England. Julie Driscoll. Os V. r Donovan. Donovan Donovan Phillip Leitch fædd- ist nokkrum öldum of seint — 10. mai 1946 i Glasgow — i stað þess að fæðast einhvern tíma á miðöldum i kastala. Hann er farandsöngvari og skáld — minnir á „trúbadora" miðalda — rómantískur ljóða- söngvari á órómantiskum tím- um. 16 ára gamall ferðaðist hann fótgangandi um Corn- wall, kom 1964 til Lundúna, var tíður gestur i hinum vin- sælu sjónvarpsþáttum Ready, steady, go, og náði sinni fyrstu metsöluplötu með laginu Catch the Wind. Hann afsannaði fljótt það álit sumra, að hann væri aðeins eftirlíking á Dylan er út komu lögin Sunsliine Su- perman, Mellow Yellow, There is a Mountain, Jennifer Junip- er, Hurdy Gurdy Man, Atlantis og Goo Goo Barabajagal. Hann yfirgefur sjaldan eyjuna Skye, sem liggur um 90 kílómetra undan vesturströnd Skotlands, en þar býr hann i húsvagni ásamt stúlkunni sinni Enid, syni sinum Dono og nokkrum vinum. Utanáskrift: C/o Vic Lewis, 3 Hill Street, London W. 1., England. The Doors voru ein fyrsta „neðanjarð- ar“-hljómsveitin (stofnuð árið 1967). Meðan mjúk og hljóm- þýð músík blómabarnanna var rikjandi í Kaliforníu fóru The Doors út í popmúsík. Tímarit- ið Newsweek segir hljóm þeirra „harðan og kaldan eins og stál“. Lagatextar þeirra ein- kennast mjög af „sexi“ eða óhugnaði. Söngvari er Jim Morrison (fæddur 8. 12. 1943 i Melbourne i Florida), orgel- leikari Ray Manzarek (f. 2. desember 1942 i Chicago), git- arleikari Robbie Krieger (f. 1. ágúst 1946 i Los Angeles) og trommuleikari John Densmore (f. 1. desember 1944 í Santa Monica i Kaliforniu). Þeir hafa fyrst og fremst gert frá- bærar LP-pIötur: The Doors, Strange Days, Waiting for the Sun, The Soft Parade.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.