Æskan - 01.01.1975, Síða 4
BUGÐÖTTAR LÍNUR
Á meðan þrælarnir voru reknir áfram meS svipum við byggingu múrsins mikla, gætti
riddaraliSið þess, aS ekki yrSi á þá ráSist.
ú á dögum setja ríki upp
mörg hundruð kílómetra
langar gaddavírsgirðingar, ef koma
á í veg fyrir að fólk fari yfir landa-
mæri. Hægt er að hleypa rafmagni
í gaddavírinn, til þess að bannið
verði síður brotið, og m. a. s. leggja
jarðsprengjur.
En þetta var ekki hægt í Kína
fyrir um 2200 árum. Samt ákvað
kínverski keisarinn, sem þá ríkti,
Tsin Shih Huang-Ti, að loka norður-
landamærum ríkis síns fyrir hóp-
um mongólaræningja, sem ógnuðu
löndum hans. Aðeins ein leið
virtist fær. Borgir var hægt að verja
með virkismúrum. Kína varð einnig
að verja með múr.
Enn standa stórir hlutar Kína-
múrsins mikla, þótt margar aldir
séu liðnar. Nokkuð af múrnum er
enn eins og þegar hann var reistur,
sumt hefur verið endurreist og sums
staðar er hann rústir einar.
Tsin Shih Huang-Ti, sem stjórn-
aði Kína frá 246—209 f. Kr., var
grimmur harðstjóri. Hann lét smala
saman þúsundum manna frá öllum
hlutum Kína til að byggja þennan
múr. Hann skipaði hershöfðingjann
Mung Tien, sem var eins grimm-
lyndur og húsbóndi hans, yfirmann
byggingaframkvæmdanna. Verka-
mennirnir voru barðir áfram með
svipum og margir þeirra hnigu nið-
ur af hungri og þreytu. Þeir voru
færri, sem risu á fætur aftur.
Enginn getur til fulls greint frá
þjáningunum, sem verkamennirnir
þurftu að þola. En árangur erfiðis
þeirra er vissulega markvert mann-
virki. Þegar múrinn mikli var enn
óskertur, náði hann yfir því nær
1500 mílur eða alla leið frá Gula-
hafi austan Peking til Lanchow í
Kansu-héraði lengst í austri. Þetta
er ekki beinn veggur, heldur bugð-
ast hann milli hæðanna.
Múrinn hefur tvöfalda veggi, ým-
ist úr graníti eða múrsteinum, en
milli veggjanna er u. þ. b. 6 metra
breitt bil, sem mold hefur verið
þjappað ofan í. Þar ofan á var svo
lagður vegur úr höggnu grjóti. Múr-
inn mikli er frá sex til níu metra
hár, og turnar rísa nokkru hærra
upp úr honum. Turnarnir standa
með u. þ. b. 180 metra millibili. Á
utanverðum múrnum var virkisgarð-
ur.
Hvernig gegndi svo Kínamúrinn
mikli því hlutverki sínu að halda
burt innrásarmönnum? Hann virð-
ist hafa dregið kjarkinn úr litlum
ræningjahópum, en þegar sterkur
óvinur gerði volduga árás, kom
hann að litlu gagni. Múrinn var til
dæmis engin hindrun mongólaherj-
um sigurvegarans mikla Genghis
Khans.
Nú á dögum eru þeir hlutar múrs-
ins, sem eftir standa, tákn um verk-
lagni fornra verkamanna, sem nutu
hvorki nýtísku véla né efna. En þeir
eru líka dapurlegt minnismerki um
hinar mörgu þúsundir, sem strituðu
og fórust við byggingu múrsins,
mesta mannvirkis, sem reist hefur
verið á jörðinni.
2