Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1975, Side 16

Æskan - 01.01.1975, Side 16
Horft yfir Osló. skilinn fyrir alla hjálpina. Eftir að hafa ekið niður að ráðhúsi og tekið nokkrar myndir, var haldið út á flugvöll. Þarna voru margir Islendingar fyrir og þarna bættist þeim stallsystrunum, Vilborgu og Gíslnýju, nýr ferðafélagi. Það var tólf ára gömul stúlka, Margrót Pótursdóttir. Hún var á leið til íslands og ætlaði reyndar lengra en til Reykjavíkur þá um kvöldið, því ætlunin var að taka flugvól til Akureyrar og komast þaðan að Vestmannavatni sama dag. Þær urðu strax mestu mátar allar þrjár og settust saman í þotunni þegar komið var um borð. Fyrir utan flugstöðina höfðu þau kvatt Jan Greve Ijósmyndara með virktum og þakkað honum fyrir alla fyrirgreiðsluna. Jan, sem ekki hafði komið til Islands síðan 1958 er hann var þar að störfum fyrir Verdens Gang, bað að heilsa Islandi og sagðist vonast til að komast þangað fljótlega. Þau höfðu áður kvatt Skarphéðin Árnason I skrifstofu flugfélag- anna og starfsfólkið, og nú kom Ragnar Jón Pétursson flugvallar- starfsmaðurinn um borð. Ekkert var nú að vanbúnaði til islands- ferðarinnar, brátt var þotan á lofti og tók stefnu vestur á bóginn. HEIM T(L fSLANDS Yfir háfjöllum Noregs var skýjahula eins og þremur dögum áður, þegar þær Vilborg og Gíslný komu til Oslóar. En í Osló sjálfri hafði verið sólskin. Stúlkurnar höfðu mikinn áhuga fyrir því að sjá, hvernig umhorfs væri í stjórnklefa þotunnar. Þegar beðið var um leyfi flugstjórans til þess að koma fram í, var það auðsótt mál, og Harald Snæhólm flugstjóri sýndi stúlkunum það mark- verðasta I stjórnklefanum. Margrét, hin nýja vinkona þeirra, fékk einnig að koma fram f, svo og norskur piltur á líkum aldri. Flug- freyjurnar gengu um beina og fólkið las og lét fara vel um sig. Þau flugu hátt yfir skýjum og þegar ísland nálgaðist tilkynnti flug- stjórinn, að leið þeirra lægi yfir Fagurhólsmýri. Farþegarnir litu út um gluggana og reyndu að koma auga á landið. Við suðaustur- ströndina var skýjað, en þó sást niður á stöku stað. Yfir hálendinu hvildi einnig skýjahjúpur. Áfram var flogið, og brátt var tilkynnt I hátalarakerfi þotunnar, að skammt væri til lendingar í Keflavík, farþegar beðnir að spenna sætisólarnar og rétta stólbökin. Yfir suðurlandinu birti, og nú sáust sveitir Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu vel. Á hina höndina sáust jöklarnir, Hofsjökull, Langjökull og Tungnafellsjökull og Þórisvatn. Harald Snæhólm flugstjóri tilkynnti, að I Keflavfk væri norðan Strekkingur og sólskin og 11 stiga hiti. Þær Gíslný og Vilborg litu hvor á aðra. Það yrði heldur svalara en I Osló, en þrátt fyrir allt var gott að koma heim til (slands. Þær voru búnar að tala um að safna sér fyrir annarri utanlandsferð, og þá helst til Kaup- mannahafnar, þar sem hægt væri að komast f Tívoií. En allt f einu var þotan lent og ók nú upp að flugstöðvarbyggingunni. Glslný og Vilborg fóru f frlhöfnina og keyptu sér sælgæti til þess að gefa frændum og vinum, og slðan var haldið í gegnum toll- skoðun og út f langferðabílinn, sem flytur farþegana til Reykja- víkur. Á Reykjavíkurflugvelli kom móðir Gíslnýjar til þess að taka á móti henni, ásamt systkinum og frændfólki, og skyldmenni Vil- borgar komu þangað einnig. Þessari verðlaunaferð var eiginlega ekki lokið, því að daginn eftir skyldi farið að Reykjalundi f boði Árna El’narssonar forstjóra. FERÐIN AÐ REYKJALUNDI Daginn eftir óku þær sem leið lá til Reykjalundar, þar sem tekið var á móti þeim með mestu virktum. Árni Einarsson forstjóri, Björn Ásmundsson aðstoðarmaður hans og Jón Þórðarson fram- leiðslustjóri gengu með þeim um fyrirtækið og sýndu stúlkunum hvernig framleiðslan gengi. Þarna eru framleiddar margs kyns vörur til nytsemdar og skemmtunar, svo sem plastpokar af ýms- um gerðum, vatnsrör úr plasti, og síðast en ekki síst LEGO-kubbar og önnur leikföng. Stúlkurnar fræddust um vinnutilhögun og um fólk sem lent hefur í veikindum og erfiðleikum, en byrjar á ný þátttöku sína f atvinnulífinu með tveggja stunda vinnu á dag. Síðan er unnið lengur eftir þvf sem þrek og geta eykst. ( verk- smiðjubyggingunum er einhver lengsti gangur á (slandi, 150 metra langur. Árni Einarsson sagði þeim að þetta hefði verið lengsta hús á (slandi þar til Álverksmiðjan f Straumsvík var reist. Björn Ásmundsson sýndi stúlkunum lagerinn þar sem framleiðslan er geymd og m. a. perlufestar. Þar fengu stúlkurnar að velja sér nokkra poka af perlum í ýmsum litum og af ýmsum stærðum. Endapunktur ferðarinnar var svo sá, að Árni Einarsson færði hvorri um sig þrjá kassa með LEGO-kubbum, þessum skemmti- legu og þroskandi leikföngum sem segja má að börn leiki sér að svo til hvarvetna í heiminum. Vilborg og Gíslný kvöddu Árna og samstarfsmenn hans og síðan var ekið áleiðis til Reykjavíkur í glampandi sóiskini. Nú var komið að lokum ferðarinnar. Að vísu átti Gíslný eftir að fara upp á Akranes til þess að komast heim og Vilborg alla leið til Seyðisfjarðar. Hún ætlaði þó að dvelja í Reykjavík nokkra daga og skoða höfuðborgina betur. Báðar áttu þær skyldmenni í Breiðhoiti og þangað var ekið. Og þarna kvöddust nú ferðafélagarnir og þökkuðu fyrir góða og skemmti- lega og sérstaklega ánægjulega ferð til Noregs, og þau sendu reyndar f huganum þakkir til Verdens Gang og þeirra Siri Horn og Jans Greve og Skarphéðins Árnasonar, til Æskunnar og Flug- leiða og allra hinna, sem greitt höfðu götu þeirra í þessari stór- skemmtilegu heimsókn til höfuðborgar Noregs. Ferðarinnar sem farin var f tilefni þess að í ár eru 1100 ár síðan þeir fóstbræðurnir Hjörleifur og Ingólfur Arnarson sigldu til íslands. Sv. Sæm. 14 ummmmmmm mma

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.