Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1975, Page 9

Æskan - 01.01.1975, Page 9
Þannig var Staniey sýndur í bresku blaSi 1887. Miskunnarlaus landkönnuSur, reiSubú- inn aS berjast til aS komast í gegnum Afríku. sem landkönnuður. Frá 1879—84 ,,skapaði“ hann fríríkið Kongó, lét ■eggja vegi, hleypti gufuskipum af stokkunum og byggði brýr. Menn hans kölluðu hann fullir aðdáunar „Buta-Matari“ — Steinbrjótinn. Síðasta afrek Stanleys var leið- angur frá ósi Kongófljóts til að' bjarga hinum þýska ríkisstjóra Egyptalands, Emin Pasha, sem þá var í höndum uppreisnarmanna. Ferðin var hrein martröð og aflaði honum margra óvina. Hvítu leiðang- ursmennirnir hötuðu hann og fyrir- !itu, hann húðstrýkti svertingjana til að þeir héldu áfram, og hár hans varð hvítt, því þessi gífurlega áreynsla tók jafnvel á hina miklu krafta hans. Og þegar hann loks fann Emin, virtist ríkisstjórinn lít- ■ nn áhuga hafa á björgun! Stanley sneri aftur með aðeins helming manna sinna. En hefði annar for- >ngi komið með nokkurn aftur? Það er vafasamt, og raddir hinna mörgu gagnrýnenda Stanleys drukknuðu í fagnaðarlátum. Stanley sleppti bandarískum rík- isborgararétti sínum og var síðan aðlaður af Bretum. Hann kvæntist, varð hamingjusamur í hjónabandi og ættleiddi son. Þótt hann væri fullur yfirlætis, allt of tilfinninga- næmur, harðlyndur og án allrar kímnigáfu, var hann fyrst og fremst framagjarn blaðamaður og fyrsta flokks landkönnuður. Hann fór vel með þá Afríkumenn, sem þoldu járnaga hans, og hann á meiri hlut í kortum af Mið-Afríku en nokkur annar, þótt mörg ríkjanna hafi nú hlotið sjálfstæði. Það er bæði auðvelt og réttmætt að gagnrýna hann, ekki síst hvað oft hann beitti dauðarefsingu, en gagnrýnendur hans, sem sitja í þægilegum stólum sínum, verða ekki að mæta sömu vandamálum og hann. Það, og svo hið erfiða upp- eldi sem hann hlaut, má ekki gleym- ast þegar Stanley er dæmdur. Á allan mælikvarða er hann einn hinna eftirtektarverðustu og þrótt- mestu ævintýramanna allra tíma. •I Enginn frýr manninum vits, og mörg afrek hans á þessari miklu tækniöld eru aðdáanleg. En hvað líkamsþrótt snertir er maðurinn veikbyggð vera, miðað við ýmis þróttmikil dýr. Aflmælir hefur sýnt, að kvenapi af simpansategund hefur 5 sinnum meira afl í handlegg en aflraunamaður! Górilluapi getur með hnefahöggi mol- að höfuðkúpu á manni jafnauðveldlega og við brjótum eggjaskurn. Hann getur snúið upp á þykkustu hjólbarða á bdum, svo að þeir myndi töluna 8, og brotið sterkan vagn með handafli. Furðulegrj^er þó orka skordýranna. Býfluga getur fyrirhafnarlítið dregið á eftir sér 100-faldan þunga sinn, flóin 200-faldan, og enn eitt skordýr, sem ég kann ekki íslenskt nafn á, en heitir á frönsku perce-oreille, getur dregið eftir sér 500-faldan þunga sinn! En mennirnir hafa með margvíslegum uppfinningum bætt sér upp veikleika líkama síns. Við lifum á öld, sem gerir meiri kröfur til kunnáttu, vits og mennt- unar en frábærra líkamskrafta, enda þótt sist megi vanmeta þá. Pétur litli hafði dottið á götu og snú- ist í ökklalið. Læknirinn kom, athugaði fótinn og sagði, að drengurinn þyrfti að fá nudd í vikutíma. Svo tók hann til að nudda, og það var mjög sárt. En svo fór læknirinn í sumarfrí og fékk annan lækni fyrir sig. Hann nuddaði jafnfast og hinn, en nú kvartaði Pétur litli ekki. Þannig leið vikan, og Pétur litli var orðinn albata. Þá fór móðir hans að hrósa honum fyrir það, hvað hann hafði borið sig karlmannlega og spurði, hvort það hefði ekki verið sárt. — Ekki vitund, sagði Pétur, — því að ég var ekki svo vitiaus að rétta hon- um veika fótinn. 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.