Æskan - 01.01.1975, Side 10
Um það bil 70 menn af hverjum 100
sofa skemur en 8 klst. á sólarhring. Á
aldrinum 20—50 ára þarfnast fólk minni
svefns en í æsku. Þegar komiS er yfir
fimmtugt, eykst svefnþörfin hins vegar,
en þá sefur fólk oftast skemur en áSur
í einum dúr. Fólk vaknar fyrr á morgn-
ana, þegar það tekur aS eldast. Konur
þurfa yfirleitt skemmri svefn en karlar
og vakna oftar á nóttu en þeir. Þær eru
lengur að sofna á kvöldin en karlmenn-
irnir og eru því yfirleitt ekki eins út-
sofnar á morgnana og þeir. Konur nota
meira af svefntöflum í Bandaríkjunum
en karlar.
Bandarískir læknar segjast hafa kom-
ist að raun um, að meira en 10 klst.
svefn á sólarhring sé fólki óhollur og
eigi verulegan þátt í hjartabilunum. Þeir
ráðleggja fólki þess vegna að sofa ekki
meira en 7 klst. á sólarhring.
Presturinn átti blómagarð og var oft
að dunda í honum. Einu sinni var hann
að laga girðinguna kringum garðinn.
Kom þá lítill drenghnokki að. Loks tók
presturinn eftir drengnum og sagði:
— Hvað er það, sem þú hefur svona
gaman af að sjá, væni minn?
— O, það er nú svo sem ekkert sér-
stakt, sagði strákur. — Ég hef bara
gaman af að heyra, hvað presturinn
segir, þegar hann slær á fingurna á
sér.
Á allmörgum tungumálum er nafn
guðs táknað með fjórum bókstöfum:
LORD — enska
DEUS — latína
DIEU — franska
GODT — hollenska
DEVA — sanskrít
DIOS — spænska
AMIR — arabíska
ÞEOS — griska
AMON — egypska
DEUS — portúgalska
KOUI — japanska
ISTR — persneska
'V_________________________________________________
„Taktu nú eftir, kæri faðir,“ sagði Bjartur kóngsson. „Ég ætla aS lesa fyrir þig
bréfiS frá keisaranum.“
Bjartur kóngsson og
Blíður kóngsson
^inu sinni var konungur, sem átti tvo syni. Annar var svo fríður, að
allir, sem sáu hann, sneru sér við til þess að sjá hann betur, og
vegna þess að hann var svona fallegur, var hann alltaf kallaður Bjartur
kóngssonur.
En hinn var svo hræðilega ófríður, að enginn þoldi að horfa á hann. En
þegar fólk var farið að venjast því svolítið að sjá hann, hætti það að taka eftir
þvi, hve Ijótur hann var, vegna þess hvað hann var góður og vingjarnlegur.
Enginn maður í öllu kóngsríkinu var jafn kurteis og vingjarnlegur við hvern sem
var, eins og veslings Ijóti kóngssonurinn. Og þess vegna nefndu menn hann
Blíð kóngsson.
„En hvað það er leiðinlegt, að eldri kóngssonurinn skuli vera svona stríðinn
og merkilegur með sig,“ sagði hirðfólkið, „en yngri kóngssonurinn, sem er svo
góður, skuli vera svona hræðilega ófríður."
„Bjartur kóngsson kvænist sjálfsagt einhverri fagurri kóngsdóttur, en skyldi
nokkur vilja giftasf jafn Ijótum manni og bróður hans?“ sagði hirðmey ein.
„Samt vildi ég miklu heldur vera gift Ijóta kóngssyninum, sem er svo góður
og vingjarnlegur, en hinum vonda bróður hans, þótt hann sé fríður,“ sagði
önnur.
„En ókunnar kóngsdætur geta alls ekkert vitað, hvernig þeir eru í raun og
veru,“ svaraði sú fyrri. „Og þegar þær eru búnar að komast að raun um það,
getur það verið orðið of seint."
Einn góðan veðurdag gerðist það, að sendibréf barst frá keisaranum, en
hann átti dóttur, sem bæði var gáfuð og fríð sýnum.
„Taktu nú eftir, kæri faðir," sagði Bjartur kóngsson. „Ég ætla að lesa fyrir
þig bréfið frá keisaranum."
Síðan las hann bréfið, og í því stóð, að keisaradóttirin fagra ætlaði að koma
í heimsókn og hlakkaði til að hitta kóngssynina. Þann, sem henni félli betur
við, ætlaði hún að dansa við, og honum ætlaði hún að færa mjög dýrmæta gjöf.
„Keisaradóttirin mun dansa við mig,“ hrópaði Bjartur kóngsson. „Hún getur
ekki verið þekkt fyrir að dansa við jafn Ijótan náunga og hann bróður minn,
og mér mun hún gefa gjöfina dýrmætu frá keisaranum. Ef hún er eins rík og
fögur og sagt er, þá ætla ég að giftast henni, og síðan stjórnum við ríkinu.“
„Ég samgleðst þér, kæri bróðir," sagði Blíður kóngsson vingjarnlega. „Þú
verður að vera ástúðlegur við keisaradótturina, þá verðið þið hamingjusöm-
ustu hjón í víðri veröld.“
8