Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 23
m^mm^mmmmmmmrni^mmmmmmmmmmmm^^m^mmmm Fyrsta kirkjuferðin Hjaltastaðarkirkja Æskan er eitt útbreiddasta blað á íslandi. Hún er keypt af börnum í öllum byggðarlögum landsins bæði til sjávar og sveita. Þess vegna geta alltaf einhver börn sagt, þegar þau lesa um einhverja kirkju, sem greint er frá í Æskunni: — Þetta er kirkjan mín! Einu sinni var lítil stúlka. Hún átti heima í sveit á Austur- landi. Sú sveit dregur nafn af kirkjustaðnum og heitir Hjalta- staðarþinghá. Hún er utarlega á hinu víðlenda Fljótsdals- háraði. Þegar stúlkan var þriggja ára fór hún í fyrsta sinn til kirkju á Hjaltastað. Það var á hvítasunnu og presturinn var að ferma. Þá voru engir bílar til. Þá kom fólkið ríðandi til kirkjunnar og hafði fataskipti úti undir kirkjugarðsveggn- um eða túngarðinum, því að það hafði sparifötin með sér í böggli og fór í þau áður en það gekk inn í kirkjuna. Þegar litla stúlkan var orðin fullorðin kona og minntist þessarar fyrstu kirkjuferðar sinnar, komst hún að orði á þessa leið: „Þegar ég heyrði klukknahringinguna á Hjaitastað, var eins og það losnaði af mér álagahamur. Og svo hófst orgelslátturinn og kirkjusöngurinn. Þá opnaðist sál mín. Ég varð á einhvern hátt frjálsari, skiidi allt betur og gleðin fyllti hjarta mitt. Sumir tala um endur- fæðingu. Ég held að ég hafi endurfæðst, barn að aldri, þennan eftirminnilega dag í kirkjunni á Hjalta- stað.“ Þetta er fögur lýsing á góðum áhrifum, sem litla stúlkan varð fyrir í kirkjunni sinni. Og við skulum óska og biðja, að sem flest börn öðlist þessa miklu, heitu gleði trúarinnar á Guð og frelsarann Jesúm Krist — bróðurinn besta — barnavininn mesta. Með þessum orðum fylgir mynd af kirkjunni á Hjaltastað. Hún er bráðum 100 ára. En þótt hún sé orðin svona gömul, lítur hún vel út, því að fólkið lætur sér annt um hana og heldur henni vel við. Þessi kirkja er nokkuð óvenjuleg að því leyti, að á henni er enginn turn — aðeins krossmark. Og það er líka kross yfir kirkjugarðshliðinu eða sáluhliðinu, eins og það er kallað öðru nafni. Þessi krossmörk sýna að hér er heilagt hús og helgur reitur. Og um slíka staði eigum vér að ganga stillt og prúð með lotningu í huga, því að kirkjan er oss kristnum móðir, kristinn sérhver er vor bróðir. Guðs og Krists vér erum ætt, allir sem hún hefur fætt. „Siggi rninn," sagði hún blíðlega. „Þetta var nú Ijóti klafauskapurinn. En nú skalt þú fara að hátta og reyndu að sofna, vinurinn minn. Pabbi þinn er í dálítið æstu skapi núna, en á morgun er ég viss um að allt fellur í samt lag.“ Með það kyssti hún hann á kinnina og fór út úr herberginu. Sigga litla varð strax hugarhægra eftir að hafa létt á hjartanu. Hann háttaði sig þegjandi og lagðist svo til svefns. En áður en hann sofnaði, gleymdi hann ekki að biðja algóðan guð um að fyrirgefa sér og að láta pabba ekki verða reiðan lengi. Morgundagurinn rann upp heiður og bjartur. Sólin skein af heiðum himni og hellti geislaflóði sinu yfir láð og lög, réttláta og rangláta, og lóan söng sitt „dírrindí" fyrir utan gluggann. En Siggi litli var í döpru skapi. Hann hafði dreymt illa um nóttina. Stöðugt sá hann fyrir sér andlitssvip föður síns þegar hann hafði sagt: ,,Á ég að trúa því, að ekki sé hægt að treysta þér til að endurnýja einn happ- drættismiða, þér, — 10 ára drengnum?" Þessi hugsun kvaldi hann meira heldur en nokkuð annað þessa stundina. Hann klæddi sig hægt og hugsaði ráð sitt. Væri ekki langbest að fara bara beint til pabba og segja honum að hann skammaðist sín, og biðja pabba að fyrirgefa sér? — Jú, það ætlaði hann að gera. Hann fann að hann mundi ekki fá frið í sáiinni, fyrr en pabbi væri búinn að fyrirgefa honum. Hann ætlaði að gera það strax í dag þegar pabbi kæmi heim í hádegismatinn. Honum létti strax, þegar hann hafði tekið þessa ákvörð- un. Kannski var lífið og tiiveran ekki svo siæm eftir allt saman, því hann þóttist viss um að pabbi mundi fyrirgefa sér. Hann mundi örugglega gera það fyrir drenginn sinn, þegar hann sæi, hve honum þótti þetta leitt. Og aldrei framar ætlaði hann að láta búðarglugga eða stráka, sem skoruðu hann á hólm freista sín, þegar hann væri að gera eitthvað fyrir mömmu eða pabba. Léttur í lundu gekk hann fram á ganginn og ætlaði inn í baðherbergið, til þess að snyrta sig og bursta tennurnar. Þá heyrði hann allt í einu rödd föður síns. Hann stóð fyrir neðan stigann og var að tala í símann. Siggi litli gat ekki 21

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.