Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 21
a
„Uhumm. Þar varstu heppinn, væni minn. Ég ætla a5
sleppa þér með þetta, en í framtíðinni skaltu gæta alvarlega
að því að láta slíkt ekki koma fyrir aftur. Flas er aldrei til
fagnaðar."
Með það sleppti hann Sigga, sem þaut af stað aftur, en
þetta hafði riðið baggamuninn. Þegar hann kom að dyrum
skrifstofunnar, voru þær harðlæstar. Hann reyndi að banka,
en enginn ansaði honum.
Sigga varð þungt fyrir hjartanu, og hann fann hvernig
stóreflis kökkur kom uþp í hálsinn. Tárin byrjuðu að streyma,
fyrst eitt og eitt og ósköp hægt, en síðan fjölgaði þeim,
þar til þau runnu í stríðum straumi niður kinnar hans. Hann
barðist við ekkann, en hugsaði þá með sjálfum sér, að hann
vildi ekki láta ókunnugt fólk sjá sig gráta, 10 ára karlmann-
inn, svo hann harkaði af sér.
Það sem eftir var dagsins eigraði Siggi litli um götur
bæjarins og vissi ekkert, hvað hann átti að taka sér fyrir
hendur. Hann mældi göturnar, hverja eftir aðra, og braut
heilann ákaft um, hvernig hann ætti að snúa sig út úr þess-
um vanda, en því miður virtist engin leið greiðfær. Honum
fannst allir horfa á sig, eins og þeir vissu, hvað hann hefði
gert, eða réttara sagt, hvað hann hefði ekki gert, og hon-
um fannst skömm sín niðurlægjandi og meiri en svo, að
hann gæti borið hana einn. Samt gat honum ekki dottið
neinn í hug, sem hann gæti trúað fyrir sorg sinni.
Það var komið undir kvöld, þegar hann loks áræddi heim.
Hann sá litla vísinn á kirkjuklukkunni nálgast sjö og vissi,
að þá myndi vera tími til að koma sér í kvöldmatinn. Hann
röiti hægt í átt til heimilis síns, eins og hann vildi draga þá
stund sem mest á langinn að þurfa að standa augiiti til
auglitis við pabba sinn og segja honum, að hann hefði kom-
ið of seint.
„Of seint?" mundi pabbi segja. „En þú hafðir fjórar
klukkustundir."
Siggi vissi ekki hvort það væri til nokkurs að útskýra
hvað hafði tafið hann svo. Fótbolti í búðarglugga. Einvígi
út af deilumáli. Maður með pakka.
Hann skildi það ekki almennilega, hve tíminn virtist hafa
liðið hratt. Hann hafði bókstaflega hlaupið frá honum. —
En þetta voru f rauninni engar afsakanir. Og hvað nú, ef
kæmi stór vinningur á happdrættismiðann? Ekki mundi
pabbi fá hann, þar sem miðinn hafði ekki verið endur-
nýjaður.
Áður en hann vissi, var hann kominn að húsinu. Hann
gekk hægt upp tröppurnar og reyndi að draga tímann á
langinn eins og hann gat, en tröppurnar voru aðeins þrjár,
og það var ekki lengi gert að ganga upp þær.
Hann oþnaði dyrnar og gekk inn. Honum var mjög þungt
fyrir brjósti og kvíðinn magnaðist. Hann herti þó upp
hugann og gekk inn f borðstofuna.
Fjölskylda hans var nýbyrjuð að borða. Hann settist
þegjandi í sætið sitt um leið og hann leit á Bubba bróður
sinn. Snáðinn var svo sæll og ánægður á svipinn þar sem
hann sat og reyndi að borða sjáifur. I hans augum gerði
það ekkert til þótt helmingurinn af matnum færi út f kinnar
hans. Ó, bara að maður væri orðinn tveggja ára, þá þyrfti
maður engar áhyggjur að hafa. Þó var það ekki alveg víst.
Tveggja ára snáði gat haft sínar áhyggjur, þótt þær litu
smávægilega út f augum hinna eldri.
„Þú kemur seint,“ sagði mamma hans glaðlega um leið •
og hún skenkti mat á diskinn hans.
„Já,“ muldraði hann f barm sér. „Ég gleymdi mér.“
Hann hafði varla nokkra lyst á matnum og kveið þvf sem
koma hlaut. Réttast væri nú að hann hæfi máls á þessu
að fyrra bragði. Hann gæti tekið um hálsinn á pabba sín-
um og beðið hann um að fyrirgefa sér. En eitthvað aftraði
honum frá þessu, og þó hefði þetta verið það skynsamleg-
asta, sem hann hefði getað gert, eins og komið var.
Máltíðin leið eins og vanalega, og pabbi minntist ekkert
á happdrættismiðann. Siggi var fljótur að þakka fyrir mat-
inn og hljóp svo upp f herbergið sitt. Þar grúfði hann
andlitið ofan í koddann, og nú gat hann leyft tárunum að
renna óhindrað. Hann grét lágum, næstum hljóðlausum
gráti.
Allt f einu varð hann var við, að einhver var kominn inn
í herbergið hans. Hann leit upp. Það var mamma hans.
„Amar eitthvað að þér, Siggi rninn?" spurði hún f sfnum
lágværa og þýða rómi. Siggi var kominn á fremsta hlunn
____________________/________________;_____________________■
19