Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Síða 14

Æskan - 01.01.1975, Síða 14
Þau óku sem leið lá í gegnum Drammen og að fjallsrótunum, Baganesássins, en þar er sá frægi gormur eða „Spiralen", eins og innfæddir kalla hann. Bílvegurinn liggur eins og gormur innan í fjallinu, byrjar við ræturnar og endar uppi á toppnum. Hring eftir hring óku þau innan í fjallinu og Siri og Jan spurðu, hvort þær Vilborg og Gíslný væru nokkuð áttavilltar! Allt í einu birti framundan og þau voru komin upp á fjallið. Bíllinn var látinn á bílastæði og síðan gengið um og útsýnisins notið. Og það er ekki að sökum að spyrja: af Braganesásnum var útsýnið alveg stórkostlegt. Eftir dágóða stund efra var haldið af stað niður í gegnum fjallið. ÚTSÝNI KONUNGS OG SVIFBRAUTIN Þau óku aftur inn í Drammen, en að því loknu inn í landið áleiðis til Hönefoss. Leiðin lá um falleg héruð, þar sem slegnir akrar og skógarlundir skiptust á. Margir bóndabæir á víð og dreif, en ofar íbúðahverfi, lítil þorp. Það tíðkast nú æ meir, að fólk, sem stundar vinnu inni í bæjunum, býr utan þeirra. Leggur jafnvel á sig löng ferðalög til þess að komast í vinnu og úr. Allt er gert til þess að fá að njóta rólegs og fallegs umhverfis í frí- tímanum. Þau óku meðfram ánni Drammen, en við hana eru m. a. verksmiðjur sem framleiða pappír. Á leiðinni óku þau um falleg héruð og margt var merkilegt að sjá. Þau komu til Hönefoss og óku inn í bæinn. Jan ákvað að sýna þeim fossinn, en þar urðu stúlkurnar fyrir vonbrigðum. Foss- inn var ekki lengur á sínum stað, og það upplýstist, að nýlega hefði verið byggð rafstöð á staðnum og vatnið úr ánni tekið til þeirra nota. Eftir stóð árfarvegurinn þurr og skininn. Hönefoss er þónokkur bær með blómlegt atvinnulíf. Þau óku sem leið lá meðfram Tyrifirði og upp að svifbrautinni. Og nú fengu stúlkurnar að reyna nokkuð sem var þeim nýtt og framandi: Ferð upp á fjallið í svifbraut. Þarna var ákaflega fallegt um að litast. Svifbrautin gekk upp á fjallið í rjóðri eða geil, en himingnæfandi tré beggja vegna við. í rjóðrinu var hins vegar fallegur gróður og mikið blómaskrúð. Sum þekktu stúlkurnar, önnur ekki. Útsýnið úr svifbrautinni var alveg dýrðlegt og þvl fegurra sem ofar dró. Þar sást út yfir stöðuvatnið Tyrifjörð fyrir neðan og skógi vaxnar eyjarnar. Lengra í burtu fjöllin og bónda- bæir og þorp á víð og dreif. Það sem vekur mesta athygli fslendingsins er skógurinn og hinn mikli gróður hvarvetna. Og brátt voru þær uppi í Króksskógi í 400 metra hæð yfir þeim stað, þar sem farið var í brautina. Þetta var skemmtilegt ferðalag og enn skemmtilegra væri að hafa tíma til að ganga hér inn á mörkina, sögðu stúlkurnar. Því miður gafst þess ekki kostur eins og sakir stóðu. Það kom í Ijós, að þessi svifbraut var byggð árið 1958 og hefur verið í gangi æ síðan. Eftir fjallferðina í svifbrautinni fóru þau inn í veitingahús í ná- grenninu og fengu sér að borða. Að vísu hafði Gíslný lítinn áhuga fyrir matnum, en þeim mun meiri fyrir ís og öðru góðgæti, en Vilborg naut þess að borða góða steik. Að því búnu hófst ökuferðin til Oslóar. Vegurinn lá meðfram vatninu, og sums staðar var mjög hátt niður. Á einum stað, ,,að Skörum", lá vegurinn á bjargbrúninni en mörg hundruð metra hengiflug niður. Þetta fannst stúlkunum ærið ískyggilegt, en höfðu á orði, að þetta væri varla verra en á Vestfjörðum. I fjarska sást til Drammen, en annars byrgðu trén útsýn, en hlýlegt gera þau landslagið og fagurt fannst þeim um að litast á leiðinni. „Allar leiðir liggja til Rómar," segir máltækið, og nú lá leið allra til Fyrir utan hús Verdens Gang i Osló. F. v. Gíslný, Jan, Siri, Vilborg. Oslóar — eða ekki var annað að sjá, svo stríður var bílastraum- urinn. Vegurinn var bugðóttur og það sást lítt fram fyrir, vegna þess hve þétt trén voru við hraðbrautina. HEIMA HJÁ JAN GREVE í útvarpinu var fjörug músík, einhvers konar dægurlagaþáttur, og það vakti athygli þeirra, að allt var sungið á norsku. Þau óku sem leið lá í gegnum Bærum og voru brátt rétt hjá Grini-fangelsinu sem illræmt varð í síðustu styrjöld. Áfram var ekið og inn í Osló og farið fram hjá þeim stað, sem Jan og Siri kölluðu nýja Pentagon. Þarna hefur norska hermála- ráðuneytið komið sér fyrir í útjaðri bæjarins. Þá tóku við íþrótta- vellir og á aðra hönd mátti sjá nýjar byggingar, sem verið er að reisa. Þetta eiga að vera íbúðir fyrir 10.000 manns. Stúlkurnar höfðu tekið heil ósköp af myndum og skiptu í sífellu um filmur. En nú vandaðist málið. Filmurnar höfðu ruglast og þær vissu ekki hvaða filmur tilheyrðu hvorri. Vilborg sagði að þetta væri auðvelt að leysa, þar sem myndir, sem Gíslný væri á, hlytu að tilheyra sér og öfugt. Degi var nú tekið að halla, og þau óku inn í íbúðahverfi. Þau ætluðu að heimsækja fjölskyldu Jans Ijósmyndara I boði hans. Á eftir yrði svo farið í Tívólí, og dóttir hans 12 ára gömul, jafn- aldra þeirra Gíslnýjar og Vilborgar, ætlaði að slást f förina. 12

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.