Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 8
Þessi samtímateikning, sem sýnir Stanley hóta að skjóta afrískan burðarmann, ef hann sleppir kassanum, sem hann ber, gefur greinilega til kynna, að hann var að minnsta kosti ekki hetja í augum teiknarans. Þegar hann fór af skipinu í New Orleans, var hann bæSi einmana, atvinnulaus og peningalaus, því skipstjórinn greiddi honum ekki kaupið hans. John sá góðlegan mann sitja við verslun og bað hann um að útvega sér vinnu. Þetta var afdrifaríkasta augnablik lífs hans, því maðurinn, sem var kaupmaður og hét Henry Morton Stanley, veitti honum ekki aðeins vinnu heldur ættleiddu kona hans og hann John síðar og gáfu honum nafn sitt. Þó að Stanley létist nokkrum árum síðar, veitti hann unga manninum frá Wales nokkra menntun, og það sem meira var um vert, veitti hon- um ástina, sem hann hafði alltaf skort svo mjög. Þegar borgarastyrjöldin braust út 1861, var Stanley hinn ungi neydd- ur til að slást í iið með Suðurríkjun- um, þótt hann væri andstæðingur þrælahalds. Þegar hann var síðar tekinn til fanga, gerðist hann lið- hlaupi, sem varla er hægt að lá honum. Eftir að stríðinu lauk varð hann blaðamaðurog skrifaði snjall- ar greinar frá Villta vestrinu. Oft fór hann á undan herflokkunum, og hæfileikar hans voru slíkir, að einn duglegasti ritstjóri þeirra tíma, James Gordon Bennett við New York Herald réði hann til starfa. Stanley var 26 ára gamall og á þröskuldi frægðar sinnar. Frægðina hlaut hann, þegar hann var á heimshornaflækingi fyrir blað sitt og ritstjórinn skipaði honum að „finna Livingstone", sem var týndur í trúboðsleiðangri í Afríku. Stanley fann Livingstone við Ujiji. Mennirnir tveir bundust vináttu- böndum, þó að Stanley elskaði ekki hvíta og svarta jafnt, eins og Liv- ingstone gerði. Þegar Stanley fór aftur frá Afríku til að skýra frá góð- um árangri sínum, hófust erfiðleik- ar hans fyrir alvöru, því margir Bret- ar voru mótsnúnir þessum háværa, uppblásna „Ameríkana", sem hafði fundið hetjuna þeirra með „kana- peninga" að bakhjarli. Fjölmargir trúðu því ekki að Stanley hefði fund- ið Livingstone, og yfirlætisieg fram- koma hans var jafnvel aðdáendum hans þyrnir í auga. Við, sem þekkjum sögu hans, skiljum hvernig þjáningar hans í æsku ollu því, að hann sýndi heim- inum steinandlit, svo að hann hlyti ekki fleiri áverka. Þó var augljóst, að saga hans var sönn. Margir tóku hann í hetjutölu, og Viktoría drottn- ing gaf honum neftóbaksdósir úr gulli. Nú var Livingstone látinn og gat ekki frétt af hinum nýju sigrum Stanleys í Afríku. Stanley kannaði og kortlagði stóru vötnin í Mið- Afríku, staðfesti kenninguna um að Níl ætti upptök sín í Viktoríuvatni, og það sem var langmesta afrekið: hann komst að því, að hið dularfulla Lualabafljót var í raun og veru Kongófljót, og fylgdi því til Atlants- hafsins. Á þessari furðulegu 999 daga löngu ferð létust hinir hvítu félagar hans og rúmlega 200 svartir að- stoðarmenn hans úr sjúkdómum, hungri, í árásum óvinveittra ætt- bálka, drukknuðu í hinu straum- harða Kongófljóti eða urðu fyrir öðrum skakkaföllum. Þó var það fremur þetta sögulega ferðalag en nokkuð annað, sem lauk upp dyr- um Mið-Afríku. Stanley fyllti út í eyðurnará kortunum og gerði kaup- mönnum, landnemum og öðrum „siðmenntuðum" kleift að arðræna stórt landsvæði, hvort sem það nú varð til góðs eða ills. Fyrir utan blaðagreinar sínar skrifaði Stanley bókina „Gegnum myrkt meginland“ um þetta afrek sitt. Hann reyndi að vekja áhuga Bretaveldis á Kongósvæðinu, en tóKst það ekki. Þá seldi hann Leo- pold Belgíukonungi þjónustu sína 6

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.