Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 31

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 31
Grábjörninn og brúni Alaskabjörninn eru gríðarlega stórir. Þeir eru grimmd- arlegir útlits, og enginn skyldi treysta þeim. Svarti ameríski björninn er ekki eins stór. Hann er klunnalegur og bros- legur að sjá. Maður gæti haldið, að það væri gaman að leika sér við þá. En að leika sér við björn væru hættuleg mis- tök. Á vissan hátt eru birnir hættulegri en tígrisdýr. Tígrisdýrið er grimmdarlegt útlits og öskrar grimmdarlega. Það er augljóst, að hættulegt er að nálgast það. En flestir birnir líta meinleysislega út. Andlit þeirra breytir aldrei um svip. Þeir líta alltaf út fyrir að vera vinsam- legir og góðlátir. En þeir eru það ekki. Þeir geta drepið með einu höggi. Þeir geta snögglega bitið handlegg af manni með beittum tönnum sínum. Og það hefur komið fyrir. Bjarnarhúnninn verður strax að bera sig sjálfur eftir fæðu sinni. Flestar dýra- mæður færa ungum sínum mat til að byrja með. En það gerir bjarnarmóðirin ekki. Birnan fer með ungann sinn þang- að sem fæðuna er að finna. Ef það er lifandi fæða, verður húnninn að dreþa hana sjálfur. Hann lærir fljótt að hitta hana, svo hún komist ekki undan. Björn getur slegið syndandi fisk upp úr vatni. Birnir eru mjög snarir í snúningum og afar sterkir. Það er aldrei hættulaust að rétta þeim fæðu. Þeir geta slegið eftir henni, af ótta við að hún hlaupi frá þeim. Vinátta hefur ekkert gildi fyrir björn- inn. Enginn björn hefur nokkurn tíma lært að sýna vináttu því fólki, sem vill gera honum gott. Og gæslumönnum dýragarða þykir aldrei vænt um björn- inn. Fluga í maganum Framh. af bls. 23. Hinrik var montinn yfir því að geta sýnt þekkingu sína. Og Sören trúöi honum vel af því að hann var læknissonur. Sören áleit, að þessi skólabróðir hans hefði mikið vit á veikindum og lækningum. Hinrik var mjög alvörugefinn á svip. Sören veitti blikinu í augum Hinriks ekki eftirtekt. Hann henti gaman að hræðslu Sörens, en leyndi því svo vel, að sjúklingurinn grunaði hann ekki um græsku. ,,Ég ætla að biðja um leyfi til þess að fara heim,“ tautaði Sören. Hann fór til kennarans og sagði honum, að hann væri mikið lasinn. Kennarinn gaf leyfið. Á heimleiðinni versnaði Sören. Og er hann kom heim, var hann mikið veikur. ,,Hvað er að sjá þig, drengur,“ sagði móðir hans, er hún kom auga á soninn. ,,Hvað gengur að þér?“ ,,Flugan,“ stundi Sören. „Hún flýgur um magann á mér. Hún er full með sóttkveikjur. Ég þarf að fara til læknisins." „Flugan?" endurtók móðir hans. „Æ, já, flugan. Þú gleyptir hana ekki. Þú tókst ekki undirskálina, sem flugan var á. Hún er nýflogin burt. Hún var búin að ná sér eftir svamlið í mjólkinni." „Er flugan flogin?" spurði Sören. „Já,“ svaraði móðir hans. „Þú ert allt of teprulegur og lífhræddur, Sören. Farðu í skólann aftur." Sören labbaði til skólans og var mjög niðurlútur. Þegar hann kom í skólann, skellihlógu skólabræður hans að honum og drógu hann sundur og saman í logandi háði. Þá ákvað Sören að verða ekki teprulegur eða lífhræddur framar. En þrátt fyrir það losnaði hann ekki við viðurnefnið Sören lífhræddi. (Jóh. Sch. þýddi) 29

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.