Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 5
■MB
^ldsneyti, eins og gas, olía og kol, er ekki óþrjót-
andi. Raforkuver eru sumstaðar háð þessu elds-
neyti. Orkan er sem sagt takmörkuð. Við verðum öll að
ákveða að spara.
Jarðarorkan er ekki aðeins að verða torfengnari, heldur
dýrari líka. Með því að draga úr orkunotkuninni drögum
við um leið úr kostnaðinum. En hvernig? Athugið vel eftir-
farandi atriði:
Qnriri i m ■ nrki ina
O p UI Ll 1 1 1 U1 i\U I 1 Cl
Akstur: Farið hægt af stað og akið ekki hratt. Með þessu
móti kemstu lengra á sama eldsneytismagni. Dekkin, heml-
arnir — og taugarnar — munu endast lengur. Farðu reglu-
lega í mótorstillingu; það mun auka möguleikana á betri
nýtingu eldsneytisins. Hafðu réttan loftþrýsting í dekkjun-
um, aldrei of lítinn a. m. k. Eyddu ekki of löngum tíma í
að láta vélina hitna, og skildu bilinn ekki eftir í hægagangi.
Vatn: Hvar lekur? Úr krana? Ef svo er, skaltu grípa
skiptilykilinn í snatri og bæta úr. Baðárðu þig alltaf í keri?
Reyndu sturtubað. Þú verður alveg eins hreinn og sparar
allt að einum þriðja. Notaðu alls ekki of heitt vatn.
Húshitun: Hleypið lofti af kerfinu. Hafið herbergi, sem
ekki eru notuð, lokuð og dragið þar gluggatjöldin fyrir.
Reynið að lækka hitann eins og þolanlegt er, allt niður í
18 stig. Lækkið einnig næturhitann, ef hægt er. Komið fyrir
þéttilistum (-böndum) ef dragsúgur er. Munurinn er ótrú-
legur. Góð þakeinangrun margborgar sig. Það er auðveld-
ara að bæta hana en margur hyggur.
Lýsing: Slökktu á þeim Ijósum, sem ekki er verið að
nota. Biddu börnin að gera það líka. Aðgættu, hvort þú
kemst ekki af með færri lampa. Og notið ekki sterkari
perur en nauðsynlegt er. Margir nota óþarflega Ijósmiklar
perur. Útiljós ætti að nota í hófi, en gleymið þó ekki að láta
loga, ef gesta er von. Ef skipta þarf um Ijósastæði, athugið
þá, hvort flúor-ljós hentuðu ekki vel, einkum þar sem
unnið er. Þau lýsa betur með minni orku.
Heimil'stæki: Látið þvottavélina þvo allt það magn sem
hún ræður við í einu. Notið ekki rafmagnsofna í eldhúsinu.
Gætið þess að loftrásin í kringum ísskápinn sé góð. Færið
hann t. d. um 5 sentimetra frá veggnum. Afísið ef íslag er
farið að myndast.
Þessar fáu ráðleggingar ættu að vekja til umhugsunar.
Ef til vill sjáið þið fleiri leiðir til sparnaðar. Og munið, að
margt smátt gerir eitt stórt, líka í sparnaði.
♦
Olga og Óli áttu nokkrar kan-
■nur í búri, og þau hugsuðu
miög vel um þær. En einn dag-
inn komu þau að búrinu opnu
og sáu, að allar kanínurnar
höfðu sloppið út og falið sig.
Getið þið hjálpað börnunum
að finna þessar sex eða sjö
kanínur, sem sjást hérna á
myndinni?
Ji
3