Æskan - 01.01.1975, Page 30
langurinn kom inn í stofuna aftur, og sagan fór í
hundana.
2. KAFLI
TÍMAVÉLIN
Tímaferðalangurinn liélt í hendi sér einkennileg-
um hlut. Það var gljáandi málmgrind á stærð við
litla klukku, smíðuð með frábærri nákvæmni. Fíla-
bein var sums staðar og eitthvert gagnsætt efni eins
og kristall. Og nú má ég til að vanda mig í frásögn-
inni, því að það sem nú gerðist er gersamleg ráð-
gáta, ef maður vill ekki taka gikla greinargerð hans
sjálfs fyrir því. Hann tók eitt af áttstrendu borðun-
um, sem stóðu hingað og þangað um gólfið, og setti
það beint fram undan arninum með tvær lappirnar
á dúknum. Síðan lagði hann vélina á borðið. Því
næst dró hann stól að borðinu og settist á hann. Á
borðinu var ekkert annað en vélin og lítill lampi,
og féll birtan rnjög vel á vélina. Um það bil tólf
kertaljós loguðu, sum á arinhillunni en sum til og
frá um stofuna. Það var albjart inni. Ég sat í lágum
hægindastól næst eldinum og þokaði stólnum til
svo að ég var nærri því milli eldsins og tímaferða-
Iangsins. Filby sat fyrir aftan hann og horfði yfir
öxl lians. Læknirinn og herforinginn horfðu á hann
frá hægri en sálfræðingurinn frá vinstri. Ungi mað-
urinn stóð bak við sálfræðinginn. Við gáfum allir
nánar gætur að honum. Mér fannst það alveg fjar-
stæða, að nokkrum brögðum hafi verið hægt að
koma við, hversu skarpleg sem þau hefðu verið og
fimlega framin.
Tímaferðalangurinn leit á okkur og síðan á vélina.
„Nú?“ sagði sálfræðingurinn.
Tímaferðalangurinn studdi olnbogum á borðið
og lét fingurna mætast yfir vélinni. „Þetta kríli er
ekki nema smá fyrirmynd. Hún á að sýna, hvernig
ég hugsa mér vél, sem hægt væri að ferðast á um
tímann. Þið sjáið, að hún er ekki nein hversdags-
smíð. Þessi stöng hérna blikar einkennilega, eins og
hún væri naumast af þessum heirni." Hann benti
með fingri. „Hér er svo dálítil sveif og hér er önnur
sveif.“
Læknirinn spratt upp úr sæti sínu og gægðist inn
í vélina. „Snilldarlega smíðað," sagði hann.
„Ég var tvö ár að því.“ Við fórum allir að dæmi
læknisins og síðan sagði tímaferðalangurinn: „Sjáið
þið nú til. Ef þessari sveif er snúið, fer vélin áfram
í tímanum, en sé hinni sveifinni snúið, hverfur hún
aftur í liðna tímann. Hér er sæti fyrir mann, sem
vill verða tímaferðalangur. Nú ætla ég að snúa sveif
og láta hana fara. Hún hverfur, fer inn í ókomna
tímann og hverfur. Gætið nú vandlega að henni.
Gætið líka að borðinu, svo að þið getið sannfærst
um, að engin brögð séu í tafli. Mig langar ekki til
þess að fórna þessari vél og vera svo talinn loddari
eftir allt saman.“
Það var þögn líklega fast við mínútu. Sálfræðing-
urinn sýndist ætla að yrða á mig en hætti við það.
Þá rétti tímaferðalangurinn fingurinn að sveifinni.
„Nei, annars," sagði hann allt í einu, „það er best
að þér lánið mér yðar hönd.“ Hann sneri sér að
sálfræðingnum, tók hönd hans í sína og sagði hon-
um að rétta út vísifingurinn. Það var því sálfræð-
ingurinn sjálfur, sem setti þessa smá tímavél af stað
— guð má vita hvert! Við sáum, hvernig sveifin sner-
ist. Ég er alveg handviss um, að hér voru ekki
minnstu svik í tafli, Það kom snarpur vindgustur,
og Ijósið á lampanum hoppaði, og slokknaði á einu
kertinu á arinhillunni. Vélin sveiflaðist til, varð
ógreinileg eins og draugamynd, líklega í svona eina
sekúndu. Málmurinn og fílabeinið sýndist þynnast
óðfluga — og svo var allt farið, horfið! Borðið var
tómt nema lampinn stóð þar sem áður.
Það varð steinhljóð drykklanga stund. Þá rauf
Filby þögnina með blótsyrði.
Sálfræðingurinn raknaði úr dvalanum og gáði
undir borðið, en tímaferðalangurinn skellihló að
honum. „Jæja?“ sagði hann eins og hann sveigði að
sálfræðingnum. Síðan stóð hann upp, gekk að tóbaks-
krús á arinhillunni og fór að troða sér í pípu.
Við blíndum hver á annan. „Heyrið þið nú,“
sagði læknirinn, „er þetta alvara? Getið þið í raun
og veru trúað því, að þessi vél sé farin inn í ókomna
tímann?“
„Auðvitað!“ sagði tímaferðalangurinn. Hann
beygði sig niður að eldinum og kveikti í útbrunn-
inni eldspýtu, rétti svo úr sér og kveikti í pípunni
og leit framan í sálfræðinginn. (Sálfræðingurinn
vildi sýna að hann hefði ekki komist úr jafnvægi
með því að seilast í vindil og var svo að reyna að
kveikja í honum án þess að skera af honum.) „Það
sem meira er, ég er langt kominn að smíða vél í
fullri stærð. Hún stendur hérna inni,“ hann benti í
áttina að vinnustofunni, „og þegar hún er búin, ætla
ég að bregða mér eitthvað að gamni mínu.“
„Svo þú vilt halda því fram, að vélin hafi farið inn
í ókomna tímann?“ sagði Filby.
„Ókomna tímann eða liðna tímann — ég er ekki
alveg viss um hvort heldur." Framhald.