Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 12
ViS ráShúsiS í skyrtum frá Verdens Gang.
; * m w S
HJÁ VERDENS GANG
Eftir góðan nætursvefn var haldið niður i borðstofu hótelsins,
þar sem snæddur var staðgóður morgunverður. Þarna var hlað-
borð með öllum mögulegum réttum. Þær Vilborg og Gíslný höfðu
aðallega lyst á kornflexi og öðru slíku, en þarna gat einnig að
líta alls kyns osta, fiskrétti og ágætan fiskbúðing, sem eins vel
gat verið frá Ora í Kópavogi. Brátt varð klukkan níu og þau
bjuggust til ferðar.
Úti fyrir skein sólin, og veðurstofan spáði heitari degi en í gær.
Þá var 18 stiga hiti. Nú mundi verða talsvert yfir 20 stig. Og
brátt komu þau Siri og Jan á rauða bílnum. Nú var haldið af stað
út I borgina. Heitt var mjög í veðri og hitnaði brátt í bílnum.
Áður en langt um leið var stansað í aðaldagblaðagötu þeirra
Oslóbúa. Þarna eru þrjú stórblöð til húsa, þ. e. Aftenposten,
Dagblaðið og Verdens Gang, gestgjafi þeirra Vilborgar og
Gíslnýjar.
Jan sýndi þeim skrifstofur blaðsins, ritstjórnarskrifstofur, prent-
smiðju, ljósmyndadeild o. fl. o. fl. Þær fræddust um það, hvernig
dagblað verður til. Aldrei hefði þær órað fyrir, að svo margir
legðu þar hönd að verki með jafn margbrotnum tækjum. Jan
sagði þeim að á næsta ári myndi blaðið verða prentað í offset.
Þau hittu aðalritstjóra Verdens Gang, Arne Bonde, og færðu hon-
um að gjöf skál úr íslensku keramiki og myndabók frá íslandi.
Alls starfa um 200 manns við blaðið Verdens Gang sjálft, en það
er hluti af stórum blaðahring, sem m. a. gefur út stærsta blað
Noregs, Aftenposten, og mörg önnur blöð. Blaðamenn hjá Verdens
Gang og þeir, sem sjá um umbrot blaðsins og frágang, eru 82.
Aðrir eru á skrifstofum, prentarar og fólk, sem sinnir öðrum
störfum. Þarna fengu stúlkurnar skyrtur með nafni Verdens Gang.
Siri Horn hélt skyrtunum fyrir aftan sig og Gíslný var látin velja,
hvort hún vildi heldur í hægri eða vinstri hendi. Hún valdi vinstri
og fékk rauða skyrtu, og þá fékk Vilborg að sjálfsögðu þá hvítu.
Þau gengu út úr húsi Verdens Gang og skoðuðu hina nýju
stjórnarráðsbyggingu Noregs, ásamt hæstarétti og ennfremur hina
gömlu byggingu fjármálaráðuneytisins. Það verður að segjast
10