Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 29

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 29
H. G. Wells Pilturinn, sem sagoi í sogum smum fyrir um geimferfiaoldina erbert George Wells fæddist [ Bromley á Eng- landi 21. september 1866. Faðir hans var at- vinnutþróttamaður og rak auk þess glervöruverslun. Móðir hans hafði verið vinnukona áður en hún giftist og átti eftir að verða það aftur. Fjölskyldan var fátæk og frú Wells var alltaf að eiga börn. Hún var sífellt að biðja guð um að hann forðaði henni frá fleiri barneignum, en hún var ekki bænheyrð. Litli drengurinn heyrði bænir móðurinnar, og hann vissi svo mikið um lífið, að honum var Ijóst, að bænir hennar voru ekki uppfylltar. Þessi reynsla drengsins stuðlaði að því að gera hann að trúleysingja, þegar hann óx upp. Annar atburður bernskuáranna hafði líka mikil áhrif á hann, en það var slys, sem hann varð fyrir. Dag nokkurn, þegar hann var drengur, var sonur veitinga- mannsins í Bromley að ærslast við hann og kastaði honum upp í loftið, en Wells kom svo illa niður, að hann fótbrotn- aði. Hann var borinn heim og lagður á legubekk, og þar lá hann í nokkra daga. Kona veitingamannsins, sem vildi bæta fyrir glópsku sonar síns, sendi Wells alls konar góð- gæti, sem ekki hafði áður sést á heimilinu — og heil- mikið af bókum. Drengurinn hafði aldrei kynnst bókum, og þær opnuðu honum nýjan heim. Wells sagði síðar, að hefði hann ekki fótbrotnað og kynnst þessum bókum, þá hefði hann orðið búðarsveinn alla ævi. Skólagöngu hans var lokið, þegar hann var fjórtán ára, og hann fékk atvinnu í vefnaðarvöruverslun. Hann átti að vera við peningakassann og kynna sér jafnframt reksturinn. Honum fannst starfið hundleiðinlegt og hann fór að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti losnað úr því. Átti hann að berja kaupmanninn í höfuðið með klæðisstranga, móðga einhvern viðskiptavininn eða kyssa fallega stúlku fyrir fram- an nefið á eigendum fyrirtækisins? En áður en hann hafði ákveðið sig kom annað til skjal- anna. Það hafði oft vantað peninga ( kassann, og nú var Wells hálfpartinn ákærður fyrir þjófnað. Hann var saklaus, en aldrei komst upp, hvernig á peningahvarfinu stóð. Hann vonaðist nú til að losna úr starfinu, en kaupmennirnir vildu gefa honum annað tækifæri. En hvort sem það var af von- brigðum eða einhverju öðru, þá lenti Wells í handalögmáli ♦------------------------------------------------------ bætti ég við. „Svo þú ætlar að sanna þetta með til- raunum?" „Já, tilraunum!" hrópaði Filby, sem var að verða þreyttur á þessu öllu. „Sýndu okkur tilraunina. Það getur aldrei sakað,“ sagði sálfræðingurinn. „Þó að þetta sé náttúrlega allt haugavitleysa, góði minn.“ Tímaferðalangurinn glotti til okkar. Hann stakk höndunum fast í buxnavasana og brosið var kyrrt við dyravörðinn fyrir utan verslunina. Þá var mælirinn fullur. Hann var rekinn. Og hann hraðaði sér burtu til þess að eiga ekki á hæflu að verða endurráðinn. Faðir Wells var orðinn öryrki og móðir hans var nú ráðs- kona á sveitasetri einu, og þangað fór hann til dvalar meðan hann var að íhuga, hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Nú varð að ráði að Wells færi að nema lyfjafræði, en fljótt kom i Ijós, að hann var ekki efni i lyfjafræðing, en samt var sá tími sem í það nám fór honum mjög notadrjúgur. Á þessum tíma lærði hann iatínu hjá Byatts yfirkennara í menntaskólanum í Widhurst. Eftir sjö vikur var náminu lokið og frú Wells kom syni sinum aftur í atvinnu. Hann var enn ráðinn í vefnaðarvöru- verslun og var við það starf í tvö ár. Nú bauð Byatt menntaskólakennari honum til starfa við menntaskóla sinn fyrir 20 steriingspund á ári, og átti hann að vera auka- kennari. Welis var ekki góður kennari, en nú varð honum fyrst Ijóst, að hann yrði að afla sér menntunar, ef hann ætti að komast áfram. Hann sótti um námsstyrk við Vísinda- skólann í Suður-Kensington og hreppti hann. Hann reyndi að draga fram lífið á þessari upphæð um leið og hann las og kenndi, en það reyndist erfitt. . Að loknu námi i Vísindaskólanum réðst hann kennari að skóla í Wales, en líkaði veran þar illa. Það var í raun- inni til að dreifa huganum i leiðindum sínum að hann fór að skrifa — og hann átti auðvelt með það og hafði gaman af því. Wells lauk prófi frá Lundúnaháskóla árið 1894, og sama ár birtist saga, sem gerði hann frægan, Tímavélin. Honum voru greidd 100 sterlingspund fyrir söguna, en það var ekki fjárhagsávinningurinn einn, sem hafði áhrif á Wells, heldur líka móttökurnar, sem sagan fékk. Hann hafði margt að segja, og hann kunni að segja frá svo almenningi líkaði. Wells var mesta hamhleypa, eins og sjá má á því, sem eftir hann lá á árunum 1895—97, en þá skrifaði hann meðal annars Stolnu bakteríuna, Eyju dr. Moreaus, Ósýni- lega manninn, StríS hnattanna og auk þess fjórar smá- sögur. Wells skrifaði margar aðrar bækur á efri árum sínum. Hann andaðist í ágústmánuði 1946 og var þá löngu heims- frægur rithöfundur. -------------------------------------------------------♦ á vörum hans, er hann gekk út úr stofunni. Við heyrðum fótatak hans úti á ganginum, þegar hann var á leiðinni að vinnustofunni. Sálfræðingurinn leit á okkur. „Hvern fjárann skyldi hann vera með?“ „Það er einhver brellan úr honum,“ sagði læknir- inn, og Filby var að reyna að segja okkur sögu af töfraloddara, sem hann hafði séð í Burslem. En hann var ekki búinn með formálann, þegar tímaferða-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.