Æskan - 01.01.1975, Síða 24
annað en stansað. — Pabbi var þá ekki farinn ( vinnuna.
— Hann hlustaði ögn og heyrði þá að pabbi sagði:
„Já, er það forstjóri happdrættisins? — Þetta er Árni
Guðmundsson. — Þannig er mál með vexti, að ég hef átt
miða þarna f happdrættinu i nokkur ár og aldrei fengið
vinning, en nú vildi svo óheppilega til, að vinningur féll á
númerið mitt en ég náði ekki að endurnýja fyrir lokun. —
Væri nokkur leið að ég fengi að endurnýja svona seint, og
ég gæti þá látið vinninginn upp f endurnýjun næstu árin,
þótt ekki væri annað?“
Nú varð þögn um stund, og svo heyrði Siggi litli að
pabbi sagði:
„Nei, ekki það nei. Ekki svona seint. — Hversvegna ég
hefði ekki talað við yður fyrr? — Ja, það stóð þannig á,
að sonur minn ætlaði að endurnýja fyrir mig, en náði ekki
f tæka tfð. — Ég satt að segja spurði hann ekki um þetta,
fyrr en ég sá það f blaðinu, að vinningur hefði fallið á
þetta númer. — Hvað segið þér? — Númer hvað miðinn
minn só?“
Siggi litii þoldi ekki að heyra meira. Hann fann hvernig
kökkurinn kom upp f hálsinn og flýtti sér inn f herbergið
sitt aftur. Og enn einu sinni á stuttum tíma fékk koddinn
hans að taka við nokkrum tárum. Hann grét þó aðeins
skamma stund, en reisti höfuðið frá koddanum og studdi
hönd undlr kinn. Þá heyrði hann að einhver kom upp
stigann. Hann horfði á dyrnar meðan fótatakið nálgaðist,
svo tók einhver í húninn og pabbi kom inn.
Siggi litii reis upp til hálfs og horfði biðjandi á pabba
sinn. Hann vonaði að hann myndi ekki refsa sér, því hann
ætlaði af einlægni að bæta sig og láta slíkt ekki koma fyrir
aftur.
Pabbi hans gekk að rúmstokknum og stóð nokkra stund
og horfði á son sinn. I svip hans var enga reiði að sjá.
Svo settist hann við hliðina á Sigga og strauk honum um
koltinn. Síðan tók pabbi hans að tala til hans lágum en
skýrum rómi, og þessi rómur var svo laus við alla reiði
eða fyrirlitningu, að Siggi sefaðist brátt og hlustaði á
pabba sinn með athygli.
Pabbi sagði:
„Siggi minn. Ég vil fyrst af öilu að þú vitir að ég er
ekkert reiður við þig, og að þú ert alveg eins mikið strák-
urinn hans pabba og áður. Eins vil ég að þú vitir að öllum
getur orðið eitthvað á f þessu lífi. I þínu tilfelli varð þér
það á að láta ýmislegt glepja þig frá því verki, sem þér
var ætlað. Mamma þín hefur sagt mér þetta allt. Ég get vel
skilið að það geti verið gaman að skoða f búðarglugga,
ekki síst ef þar er boltinn, sem maður er að safna fyrir.
Það getur líka verið særandi fyrir dreng á þínum aldri að
taka ekki áskorun um hólmgöngu. Én allt þetta hefði mátt
bíða þar til þú varst búinn að endurnýja. Ef þú hefðir farið
fyrst á skrifstofu happdrættisins, og svo skoðað í búðar-
glugga, þá hefði þetta óhapp aldrei komið fyrir. — Menn
verða að skilja, að skyldan verður að ganga fyrir öllu,
hvort sem það er f smáu eða stóru. Seinna átt þú efalaust
eftir að rækja þínar skyldur við guð og ættjörðina, og þá
má ekki neinn hégómi eins og til að mynda sá að skoða
f búðarglugga koma f veg fyrir að þú rækir þær sem best.
— Nú má segja, að það sé kannski lítill hlutur að fara og
endurnýja happdrættismiða. En hugsaðu þér bara, ef stóri
vinningurinn hefði nú komið á þennan miða, þá hefðum
við ekki fengið hann, einungis af þvf að þú gleymdir þér,
— þú varst of upptekinn af öðru heldur en þvf, sem þú
áttir að gera."
Siggi litli hafði til þessa hlustað þegjandi á pabba sinn,
en við síðustu orð hans kom skeifa á munninn og hann
ætlaði að fara að beygja af. Pabbi hans tók eftir því og
sagði:
„Svona, svona, Siggi minn. Ég á eftir að færa þér óvænt
gleðitíðindi, en þau ætla ég að láta bíða þar til síðast.“
Þrátt fyrir þessi orð virtist Siggi litli ekki ætla að iáta sér
segjast, svo pabbi hans fór inn á aðra sálma.
„Siggi minn. Ég sem hélt að ég ætti hraustan strák, reglu-
legt karlmenni, sem kynni að taka mótlæti, en færi ekki
strax að grenja, eins og stelpa.“
Eins og stelpa! Við þessi orð kipptist Siggi við. Nei, —
aldrei skyldi hann verða svo langt leiddur, að honum yrði
líkt við stelpu!
Þegar pabbi hans sá, að hann hafði náð dálitlu jafnvægi
á tilfinningalífi sínu aftur, hélt hann áfram:
„Ég viðurkenni, að ég var fullharður við þig í gær, en
pabbi verður að geta trúað og treyst á drenginn sinn, og
pabbi veit að hann getur það, þrátt fyrir þetta. Og til að
sýna þér, að ég fyrirgef þér, þá ætla ég að gefa ykkur f
fótboltafélaginu 100 krónurnar, sem þú fékkst til að endur-
nýja, og sem ég hef ekki fengið aftur frá þér.“
Pabbi stóð nú upp og gekk í átt til dyranna. Rétt áður en
hann gekk út, sneri hann sér við og það var ekki laust við
að glettnissvipur væri á honum, þegar hann sagði:
„Raunar talaði ég við forstjóra happdrættisins í morgun,
og hann sagði mér, að vinningaskráin, sem birt var í Kvöld-
blaðinu, hefði ekki verið villulaus, svo að eftir allt saman
kom enginn vinningur á okkar númer í þetta sinn.“
Með það sneri pabbi hans sér brosandi við og gekk út úr
herberginu.
Nokkur stund leið þar til Siggi litli skildi fullkomlega
þýðingu þessara orða, en þegar honum voru þau Ijós, fór
heitur gleðistraumur um brjóst hans.
Allt í einu datt honum nokkuð í hug. Hann spratt fram
úr rúminu og hljóp fram að stiganum, þar sem hann sá
pabba sinn á niðurleið.
„Pabbi,“ kallaði hann. Faðir hans sneri sér hægt við.
„Má ég endurnýja fyrir þig um næstu mánaðamót?" Pabbi
skildi strax hvað lá að baki þessari spurningu. Hann brosti
breiðu brosi og sagði:
„Auðvitað máttu það.“ Svo deplaði hann öðru auganu til
sonar síns og hélt svo áfram niður stigann.
Siggi litli gekk inn í herbergið sitt, settist þar við glugg-
ann og horfði út, og allt í einu var allt orðið svo gott og
fallegt aftur.
Endir.
Þakkir
Kæra Æska.
Ég vil þakka Æskunni og Flugfélagi fslands fyrir ferðina
til Noregs. Ég vil einnig þakka ferðafélögum mínum, Sveini
Sæmundssyni, Grími Engilberts og Vilborgu Borgþórs-
dóttur, fyrir ógleymanlega ferð.
Gíslný ÞórSardóttir
Esjubraut 16, Akranesi.
22