Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 42
MARGT BÝR í SJÓNUM
tj
egar þeir Sigurgeir Bjarnason málaflutningsmaður
(d. 1907) og Bjarni Sigurðsson, kallaður „litli", voru
á yngri árum sínum í Engidal við Skutulsfjörð, voru þeir
báðir eitt sinn seint á ferð utan af Tanga. Það var um
haust. — Nýlýsi var á og veður gott. Þegar þeir komu í
fjarðarhornið innanvert við Hafrafell, varð þeim litið yfir á
eyrina við ána (Kirkjubólsána). Sjá þeir dýr, nokkur talsins,
er fóru frá sjónum og upp á eyrina. Hlupu þau þar saman
með hvæsi miklu og háreysti. Háflæði var sjávar. Mjög
varð þeim félögum starsýnt á dýr þessi. Gengu þeir upp
frá fjarðarhorninu og upp í hlíðina til þess að geta séð
glöggar til ókinda þessara. Sjá þeir þá, að dýrunum fjölgar
óðum og það svo, að tugum skiptir. Dró þá fyrir tunglið og
sáu þeir því ekki eins vel til þeirra, en því meiri heyrðu
þeir hljóðin, þyngslahljóð, blástur og dynki. Urðu þeir
smeykir við kynstur þessi, og það svo, að þeir þorðu ekki
að fara þaðan sem þeir voru komnir, og voru þeir þó engir
veifiskatar, síst á þeim árum. Sýndist þeim skepnur þessar
vera stórar mjög, stærri en hestar, en ógerla sáu þeir sköpu-
lag þeirra. Þó virtist þeim því líkast, sem dýrin væru ferfætt.
Svo leið nóttin, þangað til klukkan að ganga fimm um
morguninn, að ókindurnar ólmuðust þarna á eyrinni. Dró
þá niður í þeim, og hurfu þær síðan til sjávar. Sigurgeir
og Bjarni þóttust hólpnir og héldu heim til sín fram í Engi-
dal. — Bjarni, annar sjónarvotturinn, hefur tvívegis sagt
mér sögu þessa, og sagði eins frá í bæði skiptin. Kvaðst
hann aldrei gleyma sýn þessari og heyrn, svo mikil áhrif
hefði það haft á sig, og hafi hann þó oft verið einn á ferð,
þar sem reimt hafi verið talið.
Halldór hefur oftar en einu sinni sagt mér sögu þessa
og ætíð borið saman við sjálfan sig.
(„Frá ystu nesjum" —
skráð hefur Magnús Hj. Magnússon.)
Veturinn 1895 var maður á ferð frá ísafirði og út í Hnífs-
dal um hlíð þá, er Eyrarhlið heitir. Maðurinn hét Halldór
Ólafsson, göngumaður ágætur. Þegar hann kom út fyrir
svonefndan Urtustein, heyrði hann skrölt fyrir innan sig í
fjörunni. Skeytir hann því ekki og heldur á. En er hann
hefur lítinn spöl farið, verður hann þess var, að skrímsli
er komið á götuna og sækir eftir honum. Var það mikið
lengra en hestur og hátt að því skapi. i því skrönglaði
mikið og var sem það væri eintómur skeljaklasi.
Tók nú Halldór til fótanna og hljóp allt hvað af tók. Þó
dró skrímslið á hann. Halldór bar töluvert, og tafði það
hann nokkuð. Þegar Halldór kom út fyrir Langhól, var hann
að þrotum kominn. Var þetta um kvöldið og alls staðar
búið að kveikja í Hnífsdal. En er skrímslið kom á Langhól
og sá Ijósin, stöðvaðist það og fór ekki lengra. Halldór
komst svo út eftir og sagði sínar farir ekki sléttar. Var hann
eftir sig eftir þessi hlaup, enda kvaðst hann ekki hafa komist
í hann krappari.
m M að var haustið 1898, þá átti ég heima á Arnórsstöðum
■ á Barðaströnd. Þar var svo húsum háttað, að rétt
fyrir neðan bæinn var stór kálgarður og spottakorn fyrir
neðan bæinn var spelahjallur, sem stóð rétt fyrir ofan lend-
ingarstaðinn. Það var eitt kvöld þetta haust, að allir voru
háttaðir nema ég; mundi ég þá eftir, að ég átti þvott niðri
í hjalli, sem ég þurfti að fá fyrir morguninn. Veður var kyrrt,
en far í lofti og óð tungl í skýjum. Hljóp ég þá ofan að
hjalli og byrjaði að taka þvottinn, sem smokkað var upp á
sprek, er lágu á bitunum eftir endilöngum hjallinum. Byrjaði
ég á því að smokka þvottinum af sprekunum og lét ég hann
falla niður á þurrt malargólfið, en er ég hafði smokkað af
nokkrum sprekum, kastaði ég þeim jafnóðum upp á bitana
aftur, og varð af því nokkur hávaði. Verður mér þá litið
niður á sandana, því að á Barðaströndinni er útfiri mikið
og þetta var um háfjöru. Sé ég þá, að eitthvað kvikt var á
hreyfingu og hraðri ferð langt úti á söndum og stefnir beint
á hjallinn. Sá ég þá glöggt þessa skepnu, sem bar við hvít-
an ægissandinn og bar fljótt yfir sem fyrr segir. Varð ég þá
hrædd, fleygði frá mér sprekunum og hljóp út úr hjallinum.
Sá ég þá glöggt skepnuna. Var hún dökk á litinn, tæp
mannhæð þegar hún reisti sig upp, afturlappirnar voru
mjög stórar og sterklegar, en framlappirnar mjög stuttar og
krepptar að brjóstinu, hlutföllin lík og á pokadýri, hausinn
var langdreginn, frammjór og trjónumyndaður. Hentist
skepna þessi áfram í löngum stökkum, kastaði sér áfram
með hinum löngu og sterku afturlöppum, og var hvert stökk
að minnsta kosti faðmur að lengd, en þá sá ég, að aftur
úr henni dróst langur hali, og heyrði ég skrölta í honum
eins og i skelja-drögum.
Grípur mig nú áköf hræðsla, því að ég sá á hraða skepn-
unnar, að mér var ekki til setunnar boðið, og stökk ég heim
í ofboði, en þorði ekki að líta aftur fyrr en ég var komin að
bæjardyrunum; leit ég þá við og sá að skepnan var komin
upp í traðarendann, við vararkjaftinn. Snaraðist ég þá inn
og renndi lokunni hið skjótasta fyrir hurðina; mátti þá ekki
tæpara standa, því að um leið heyrði ég, að skepnan tók
stökkið úr vararkjaftinum og upp á hlaðið. Varð mér þá
fyrst fyrir að slökkva Ijósið og troða upp í báða gluggana,
því að ég bjóst við, að skrímslið myndi leita á bæinn. Varð
ég ekki vör við annað en að þessi skepna sneri strax frá,
án þess að leita á bæinn, en engum varð svefnsamt þá nótt
á Arnórsstöðum. Líklegast þykir mér, að þessi skepna hafi
í næturkyrrðinni heyrt, þegar ég kastaði sprekunum í hjall-
inum og þá runnið á hljóðið.
(Gréskinna hin meiri. — I. bindi. — Frá-
sögn Andrésu Andrésdóttur.)
40