Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 48

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 48
BJARNARKLO — Teikningar: JON SKARPRUD Texti: BERNHARD STOKKE Þýðandi: SIGURÐUR GUNNARSSON li Vy V y >vv i n V \VW' V//\ 1. Úlfhundurinn, sem hafði verið góður vinur Bjarnarklóar, hafði vafalaust fundið þefinn af honum, þegar hann kom til bústaðar Björnunga, og haldið í humátt á eftir honum. Nú sleikir hann hendur vinar síns, rís upp á afturfæturna og sleikir hann líka í framan. — 2. Bjarnarkló verður fjarska glaður yfir því að hitta þennan góða vin sinn á ný. Og hundurinn hleypur ekki frá honum, heldur fylgir honum fúslega. Bjarnarkló verður strax Ijóst, að nú fá þeir bræður góða hjálp við veiðarnar. — 3. Þegar þeir gengu inn í skóginn skömmu seinna, reis rakkinn upp á afturfæturna við tré eitt og gelti. Er þeir gá betur að, sjá þeir gaupu með langa hártoppa í eyrunum gægjast niður til þeirra. Auðvelt reynist að ná henni með þogaskoti. — 4. En svo er það dag einn, að þeir fá óvænta og stórkostlega veiði. Bjarnarkló og Grámann, en svo nefndu þeir hundinn, höfðu farið einir út í skóg. Þá fundu þeir spor eftir marga hirti og röktu þau um stund. Svo virtist sem m. L in wJi v. Cs x. ,iV cv m dýrin væru á leið til sjávar. — 5. Bjarnarkló gengur með hundinn upp á hæð nokkra og sér þá brátt hjartahóp, sem er á beit í dalverpi neðar f firðinum. Hann ákveður að reyna að reka þau niður dalinn og freista þess að fæla þau út í sjó. Þá mundu þeir bræður fá mikla veiði. — 6. Bara að Oddur hefði nú verið staddur hérna líka. En Grámann hefur þegar skilið, hvað til stendur. Hann verður eftir og lokar leiðinni, þar sem dalurinn er þrengstur, á meðan Bjarnarkló hleypur heim og sækir Odd. — 7. Grámann hleypur um ýlfrandi og gólandi og heldur hópnum innikróuðum. Dýrin hlaupa örvita af skelfingu fram og aftur, því að þegar þau heyra gólið, minnast þau úlfahópanna, sem höfðu elt þau í vetrarsnjónum. Oddur hafði tekið bátinn og róið meðfram ströndinni, en Bjarnarkló hlaupið sömu leið til baka. Þegar Oddur er kominn í víkina, hóar hann, og Bjarnarkló og Grámanni tekst að fæla mörg dýrin út f sjóinn. Oddi reynist auðvelt að drepa dýrin á sundi með einu höggi f hnakkann. — 8. Drengirnir draga dýraskrokkana á land og flá þá. Hér hafa þeir vissulega fengið 46

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.