Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 20

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 20
Heimsókn barna til Reykjavíkur I nóvember s.l. kom hópur tólf ára barna frá Neskaupstað til Reykjavikur. Börnin dvöldu í Reykjavík í 3 daga og skoðuðu söfn og sýningar. Heimsótt var leikhús og Alþingi. Hópurinn kom hingað í boöi menntamálaráðuneytisins og er sá fyrsti af þremur slíkum. Næsti hópur verður frá Norður-Þingeyjarsýslu, og sá þriðji mun koma frá Patreksfirði. Hóparnir ferðast með skrúfuþotum Flugfélags íslands og búa að Hótel Esju, meðan dvalið er í höfuðborginni. 4-----------------------------------------------------:--- staðið við þetta loforð, ef þeir hefðu gefið það, því allir vita nú hvernig drengir eru á þessum aldri. Allt í einu mundi Siggi eftir því, að hann átti eftir að endurnýja happdrættismiðann. Hann sneri sér hvatiega að kennaranum og bað hann að segja sér hvað klukkan væri. „Hana vantar nokkrar mínútur í fimm,“ svaraði kennarinn eftir að hafa litið á úrið sitt. „Hamingjan hjálpi mér,“ hrópaði Siggi litli upp yfir sig. „Ég á eftir að endurnýja fyrir hann pabba, og skrifstofan lok- ar klukkan fimrn." „Þá verðurðu aldeilis að hafa hraðan á,“ sagði kennarinn, en óvíst er hvort Siggi hefur heyrt það, því hann var þegar rokinn af stað. Siggi litli hljóp nú eins hratt og hann gat eftir götunni. Enn átti hann töluverðan spöl eftir ófarinn að skrifstofu happdrættisins, og hann vonaði (lengstu lög að hann næði þangað í tæka tíð. Hann gat ekki til þess hugsað, hvað pabbi hans mundi segja, ef hann brygðist honum. Hann mundi seint treysta honum aftur, þar sem hann hafði raunar enga afsökun fyrir því að koma of seint. Hann hafði haft nógan tíma, sem hann hafði einungis notað í hangs og áflog. Nei, hann varð að ná, það varð að takast! Hann herti nú sprettinn eins og hann gat. Á einum stað stytti hann sór leið yfir kálgarð. Hann heyrði formælingar eigandans á eftir sér, en hafði ekki tima til að huga nánar að þeim. Nú mátti engan tíma missa. Þegar hann kom út á götuna aftur, hljóp hann beint af augum yfir hana. Minnstu munaði að illa færi, því að bfl bar að í þessu. Hefði bílstjórinn ekki ekið svona hægt, er erfitt að segja, hvernig farið hefði. Hann snögghemlaði, svo svartar rákir komu i malbikið á veginum. Hann heyrði bllstjórann flauta, en sinnti þvi ekkert, heldur hélt áfram. Þá heyrði hann í fjarska hvar kirkjuklukkan sló fimm högg. Það lá við að hann missti móðinn, en huggaði sig við það, að ef til vill væri klukkan aðeins of fljót eða að L ----------------------------------------------------------♦ skrifstofu happdrættisins yrði ekki lokað alveg á mínútunni. Nú átti hann aðeins eftir að beygja fyrir eitt horn, og svo var hann næstum kominn, því skrifstofan var ofarlega í næstu götu. Það var mikill hraði á Sigga litla þegar hann kom að horninu, og í því kom maður fyrir það. Siggi litli gat ekki stöðvað sig, en lenti heldur harkalega á manninum svo hann var næstum rokinn um koll. Maðurinn hafði haldið á pakka undir hendinni, sem féll nú á gangstéttina með dálitlum dynk. „Æ, afsakið," stamaði Siggi litli og ætlaði að halda áfram. En maðurinn var nú ekki alveg á því. Hann þreif í kragann á jakkanum hans og skók hann hranalega til. „Hverslags er þetta eiginlega?" spurði maðurinn og var allt annað en blíður á manninn. „Hver ósköpin ganga á?“ „Það er happdrættið," stamaði Siggi litli aumingjalega. En manninn varðaði bersýnilega ekki um neitt happdrætti, enda vafasamt hvort hann skildi hvað Siggi átti við. Hann skók hann aftur og sagði þykkjuþungri röddu: „Svona stráka þyrfti að taka ærlega til bæna. — Og ætlarðu ekki einu sinni að biðjast afsökunar?" Það var Siggi litli raunar þegar búinn að gera, en í fátinu hefur það vafalaust farið fram hjá manninum. Hann skók hann enn einu sinni til og var augljóslega reiður. „Ég biðst afsökunar," sagði Siggi litli, „en það er happ- drættið." Röddin var nú alveg að bresta. „Mig varðar ekkert um neitt happdrætti," drundi í mann- inum. „Við skulum nú aðgæta, hvort pakkinn er óskemmd- ur, fyrst.“ Með það dró hann Sigga litla að pakkanum, sem hafði henst alveg fram að gangstéttarbrún. Þar beygði maðurinn sig eftir honum, tók hann upp og hristi hann. Pakkinn virtist alveg óskemmdur að sjá, og ekki heyrðist neitt hringl í honum. Það umlaði eitthvað í manninum, og reiðin sljákk- aði í honum.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.