Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1975, Side 43

Æskan - 01.01.1975, Side 43
Allt tóbak er unnið úr tóbaksplöntunni (Nikotina tabacum), sem er upprunnin frá Suður-Ameríku, enda af sömu ætt- kvísl og kartöflur og tómatar, en allar þessar plöntur áttu upprunalega heima í Suður-Ameríku. f blöðum tóbaksjurtarinnar er efni, sem heitir nikotin, sem er eitt hið sterk- asta eitur, er menn þekkja. Ef prjóni, sem vættur er í nikotini, er haldið fyrir framan nefið á litlum fugli, deyr hann samstundis. Og ef tóbaksblöðin eru soð- in og einum dropa af soðinu er dælt inn í æð á mús, deyr hún, eins og væri hún skotin. Menn neyta tóbaks með ýmsu móti. Ekki aðeins með því að reykja það, heldur einnig með því að tyggja það og taka það í nefið. En menn borða það ekki. Til þess er það allt of hættulegt. Ef barn borðar sígarettu af óvitaskap, er hætt við, að hún verði því að bana, jafnvel þótt ekki sé nema stubbur, eins og reynsian hefur margoft sýnt. Hvar sem tóbak kemst í snertingu við slímhúð, hvort heldur er í munni, nefi eða maga, síast nikotinið úr tóbakinu inn í blóðið og veldur þar sínum áhrif- um. Það getur meira að segja komist í gegnum heilt hörund, eins og margir tóbakssmyglarar hafa fengið að reyna, sem borið hafa bagga af tóbaksblöðum á beru baki. Þeir hafa fengið hættulegar tóbakseitranir og jafnvel dáið af því. Nikotin lamar þann hluta taugakerfis- ins, sem stjórnar innri líffærum, þeim, sem ekki eru undir stjórn viljans. Má Þar til nefna hjarta, maga, þarma, lungu og fleira. Lítill skammtur af nikotini nægir til að lama hjartað skyndilega og valda þannig dauða. Maður, sem hellti eitt sinn úr tóbaksdósum sínum út í glas og drakk síðan, hné niður dauður á augabragði. FYRSTU ÁHRIFIN Sá, sem neytir tóbaks í fyrsta skipti, finnur greinilega til eituráhrifanna, og skiptir þá ekki miklu máli, hvort hann reykir sígarettu eða tekur hressilega í nefið. Það er við búið, að honum verði þá óglatt, og hann getur jafnvel fengið uppköst. Hann náfölnar, svitnar og fær mikið munnvatnsrennsli. En það er hægt að venjast tóbakinu eins og öðrum eitur- lyfjum, og þola þá mörgum sinnum meira. En það sem verra er: Menn langar alltaf í meira. Nikotin hefur þau áhrif, að það hækk- ar blóðþrýsting. Þessi hækkun stafar af því, að það lamar taugar og vöðva, sem eiga að víkka út smæstu slagæðarnar, svo að þær herpast saman. Þetta veldur því, að blóðið á erfiðara með að kom- ast leiðar sinnar, og mótstaða sú, sem fyrir því verður, leiðir til þess, að blóð- þrýstingurinn hækkar. Þetta veldur aftur vissri tegund af vellíðan, einkum þó það, að eiturþörfinni er fullnægt í bili. En áhrifin standa ekki lengi, og áður en varir gerir eiturþörfin aftur vart við sig hjá öllum þeim, sem eru orðnir háðir nautninni. ÁHRIF TÓBAKS Á HJARTAÐ Nikotin hefur mjög skaðleg áhrif á æðar hjartans. Þeirra áhrifa verður mest vart hjá mönnum, er reykja sígarettur eða vindla. Hinar svonefndu kransæðar hjartans, sem þurfa jafnt og stöðugt að flytja hjartanu súrefnisríkt blóð, herpast saman, og er timar líða hættir þeim til að lokast. Því meir, sem þær þrengjast, því móðari verða menn og óeðlilegur hjartsláttur gerir vart við sig hjá mörg- um. Hjá sumum, sem mikið hafa reykt, eða eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum tóbaksins, taka kransæðar hjart- ans að þrengjast eða jafnvel lokast, þegar þeir eru um þrítugsaldur. Þessu fylgja sár kvalaköst og oft mikil angist. Og þykir mönnum þá sem dauðinn haldi utan um hjarta þeirra og hvert andartak sé þeirra síðasta. Þá vildu allir, að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja. Nálega allir, sem reykja nokkuð til muna, verða móðir með tímanum, vegna þess að kransæðar þeirra þrengjast smátt og smátt, svo að hjartað fær ekki nægilegt blóð. Þess vegna mega íþrótta- menn aldrei reykja, því að reykingar hljóta að draga úr afrekum þeirra. Því meira og því lengur, sem menn reykja, því hættara er við, að hjartaæð- ar þeirra lokist. Skyndilegá getur æð, sem er orðin kölkuð og þröng, lokast af blóðkekki. Ef sá, sem fyrir slíku verður, deyr ekki strax, kemur drep í hjarta- vöðvana, sem veiklar hjartað stórkost- lega, svo að slíkir sjúklingar verða að liggja rúmfastir svo mánuðum skiptir, og ganga eftir það aldrei heilir til verks. Slíkum mönnum hættir til að deyja skyndilega úr hjartaslagi, sem kallað er. Ahrif sígarctturcykinga á hjartað og blóðrásina. 41

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.