Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 18
Einar Logi Einarsson:
Happdrœttismiðinn
EINAR LOGI EINARSSON:
•ggi litli lá á rúminu uppi i herberginu sínu og
grét hljóölega. Það var eins og allar heimsins
sorgir hvíldu á honum eftir táraflóðinu að dæma. Það var
nú samt ekki svo slæmt, en samt voru þær áhyggjur, sem
hrjáðu hann, töluverðar á metaskálum tíu ára drengs. Æ,
hvernig í ósköpunum stóð annars á að slíkt og þvílíkt gat
hent hann? Hann, sem venjulega var svo duglegur að gera
ýmsa hluti fyrir pabba sinn og mömmu. En það var allt
óhræsinu honum Óla að kenna. Og þó var það ekki að
öllu leyti satt. Siggi fann það innst inni, að sökin var eins
mikið honum að kenna, ef ekki meira. En Óli hefði nú ekki
þurft að vera að skora hann á hólm, einmitt þegar hann
þurfti að flýta sér. En — nei. Siggi fann að hér dugðu engar
afsakanir. Sökin var hans og einskis annars.
Og hvað skyldi það þá vera, sem hafði orðið þess vald-
andi að hann lá hér í bólinu sínu og grét hljóðlausum
gráti? Ja, — það er erfitt að ímynda sér, en nú skulum
við heyra:
Sagan byrjaði nokkrum dögum áður en áðurnefndur at-
burður átti sér stað. Júnímánuður var nýbyrjaður, og sum-
arið var komið. Andvarinn, sem oft hafði verið svo napur
um veturinn, var nú orðinn hlýr og bar með sér ilm frá
grösunum og blómunum, sem voru nú vöknuð til lífsins
á nýjan leik eftir vetrarlangan dvala. Sólin skeið í heiði,
og hvergi sást skýhnoðri á lofti.
Fjölskylda Sigga litla var að borða miðdegisverðinn. Hún
var þar öll saman komin, bæði pabbi og mamma, Siggi og
Stína litla systir hans, sem var tveimur árum yngri, og svo
Bubbi litli, en hann var aðeins tveggja ára.
Þá var það allt í einu að pabbi hans sagði:
,,Já, meðan ég man. Það er síðasti dagur mánaðarins í
dag, og ég hef ekki ennþá endurnýjað happdrættismiðann
okkar. Ég á dálítið annríkt, svo ég ætla að biðja þig, Siggi
minn, að hlaupa niður eftir og endurnýja fyrir mig. Þú ert
orðinn það stór drengur, að þér ætti ekki að verða skota-
skuld úr því.“
Já, Siggi hélt nú að óhætt væri að trúa honum fyrir öðru
eins og þessu. Hann hafði oft farið með pabba sínum að
endurnýja, og vissi því hvar það var gert. En samt var hann
dálítið upp með sér yfir að pabbi skyldi trúa honum fyrir
því að fara einsamall.
Pabbi tók nú upp veskið sitt. Hann opnaði það og tók
úr þvi gamla happdrættismiðann og hundraðkrónu seðil,
sem hann rétti Sigga. Siggi vafði þessu saman og stakk
í vasann með þeim orðum, að hann skyldi gæta peninganna
vel, og pabba væri óhætt að treysta honum.
Fjölskyldan lauk svo við að borða, og Siggi fór út. Skrif-
stofa happdrættisins opnaði ekki fyrr en kl. 2 eftir hádegið,
svo að Siggi fór sér að engu óðslega. Veðrið var svo ein-
staklega gott, eins og áður segir, og Sigga fannst lífið og
tilveran brosa við sér.
Það var nú ekki ónýtt að pabbi skyldi trúa honum fyrir
þessu, og hann aðeins tíu ára gamall. Og hver vissi nema
pabbi gæfi honum einhvern aur fyrir snúninginn, sem hann
ætlaði þá að láta í sparibaukinn sinn, því hann var að safna
sér fyrir spánýjum fótbolta. Þeir höfðu, drengirnir þarna í
kring, stofnað fótboltafélag þá um vorið, en boltinn, sem
þeir höfðu til að æfa sig með, var bæði gamall og lélegur.
Það hafði því orðið að samkomulagi, að þeir auruðu saman
fyrir nýjum bolta. Það hafði nú gengið upp og ofan hingað
til, en með tíð og tíma vonuðust þeir til að geta safnað nógu
miklum peningum til að geta keypt boltann.
Siggi rölti hægt af stað niður í bæinn. Honum lá ekkért á,
og hann notaði tímann til þess að virða fyrir sér fólkið á
götunni. Ósköp lá nú öllum á. Það var engu líkara en allir
héldu að þetta væri seinasti dagurinn í lífi þeirra. Og þá
bílarnir! Þarna brunuðu þeir eftir götunni og það var vissara
að fara gætilega, því það væri annað en gaman að verða
fyrir einhverjum þeirra.
Þegar Siggi var kominn niður í miðbæinn, gerði hann það
sér til afþreyingar að skoða í búðargluggana. Að lokum kom
hann að sportvöruverslun.
Nei, hvað var þetta, sem hann sá í glugganum? Skln-
andi gljáandi fótbolti, einmitt af þeirri tegund, sem þeir fé-
lagarnir í fótboltaliðinu ætluðu að kaupa. Hann leit á verð-
miðann, en svipur hans, sem hafði verið svo glaðlegur,
breyttist í vonbrigðasvip. Ennþá var víst langt í land með að
þeir ættu nóg til að kaupa boltann, en einn góðan veðurdag
skyldi það takast, og þá yrði sannarlega gaman að lifa,
þegar þeir þrömmuðu út úr versluninni með boltann með-
ferðis. Bara að það yrði-nú ekki búið að selja hann ein-
hverjum öðrum í millitlðinni! Ætti hann að láta taka hann
16