Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 34
æaoE
nBBKHHHHHBHi
Fólgni
fjársjóðurinn
Þeir eru ekki margir sem detta sof-
andi í lukkupottinn, en þó kemur það
fyrir einstöku sinnum. Ég ætla að segja
ykkur svolitla sögu af svoleiðis tilviljun,
ef þið viljið.
Einu sinni stóð svolítill húskofi kom-
inn að falli, þar sem smiðjan er núna. Þá
voru engir akrar þarna í kring eins og
nú er, heldur óræktarmóar með ofurlitl-
um lynggróðri um holtin og lægðirnar.
í daglegu tali var þessi bær kallaður
Heiðarbýlið.
Svo var það eitt vorið, að ung og
nýgift hjón fluttust að Heiðarbýlinu. Mað-
urinn hét Hannes og konan hét María.
Þau höfðu ráðist í að gifta sig þó að
bæði stæðu þau uppi með tvær hendur
tómar. En þau voru dugleg til allrar
vinnu og gerðu sér bjartar vonir um
framtíðina. Hannes vann daglaunavinnu
hjá bændum í kring og á kvöldin þegar
hann kom heim úr vinnunni tók hann
skófluna og hakann og stóð við að
rífa upp jörðina allt í kringum húsið
fram í svarta myrkur. Það smástækkaði
alltaf teigurinn sem hann gat sáð í, og
að haustinu hjálpaði María honum með
uppskeruna.
Svona leið fyrsta árið; þau höfðu nóg
að starfa og voru bæði hamingjusöm.
En svo bættist smáfólk við á heimilinu
og Hannes og María fengu að reyna
að margir munnar eru þungir á fóðrun-
um. Hannes á Heiðarbýlinu varð þess
vegna að leggja enn meira að sér við
vinnuna en áður, bæði lengur og strang-
ar. Hann kom seinna heim á kvöldin,
og honum vannst lítill tími til að sinna
skákinni sinni. Honum sárnaði að sjá
rúginn sinn, hafrana og grasið verða
að berjast vonlausri baráttu við lyngið
og illgresið, og þegar kom fram á vet-
urinn fór heimilið að líða skort. Það var
ekki svo mikið sem þurr brauðbiti væri
til í Heiðarbýlinu.
Þá var það einn daginn, að elsti
drengurinn, svolítill hnokki, sem hét
Hannes eins og faðir hans, var að trítla
úti í lyngmóanum. Hann var alltaf að
brjóta heilann um orðin, sem faðir hans
hafði sagt kvöldið áður, að hann ætti
að fara í vist að Álfamýri næsta vor og
vinna fyrir sér. Loks settist hann í sand-
gröf einni, þar sem tekinn hafði verið
ofaníburður í veg, og fór að byggja þar
hús, garða og hallir úr steinvölum,
hellum og sandi. Hann hafði einhvern
tíma heyrt föður sinn lesa í bók sem
hreppstjórinn hafði lánað honum, um
dularfullar ævintýrahallir, sofandi skóga
og gullin slot, þar sem álfameyjar áttu
heima. Og hann byggði höllina eins og
hann hafði hugsað sér hana útlits eftir
lýsingunni og svo bjó hann til skóg úr
lyngi allt í kring. Loksins varð hann
ieiður á þessum leik og skreið upp á
brúnina og lagðist þar endilangur á bak-
ið og horfði upp í himininn á skýjafarið.
Hann horfði svo lengi á skýin, að hann
varð þreyttur í augunum. Og án þess að
vita af því sofnaði hann. Og nú fór hann
að dreyma.
Hann dreymdi um töfrandi ævintýra-
höllina. Hann fór þar inn og gekk um
stóra og skrautlega sali; hann var hálf-
smeykur við að stíga á fögru silkigólf-
dúkana með fallegu litunum og hann
þorði varla að líta á stóru og dýrlegu
málverkin á veggjunum. Svo hélt hann
áfram og kom upp í stóran turn og ákaf-
lega háan. Svo hátt hafði hann aldrei
komið fyrr. Hann gat séð svo langt langt
burt út í fjarlægðina þarna að ofan, og
hann sá ekki betur en að það væri húsið
hans pabba og hennar mömmu, sem var
þarna lengst í burtu út við sjóndeildar-
hringinn. Og nú fannst honum hann
hafa fengið vængi og gæti flogið, svo
að hann fleygði sér út af turnsvölunum,
en hann flaug ekki — nei, hann datt.
Jú, víst datt hann í raun og veru, en
það var ekki ofan úr turninum heldur
ofan af brúninni og niður í sandgröfina.
Og um leið féll skriða af sandi og möl
niður með honum — en hvað var þetta?
Peningar! Jú, það glamraði í peningum,
stórum og smáum peningum í einum
hrærigraut.
Hannes þaut upp eins og örskot og
horfði undrandi á öll þessi auðæfi —
en auk peninganna lá helmingur af
gömlum steypujárnspotti fyrir framan
fæturna á honum. Hann gleymdi alveg
sársaukanum í öllum kroppnum, sem
stafaði af öllu hnjaskinu sem hann hafði
orðið fyrir þegar hann datt, og hljóp
eins og litlu fæturnir hans leyfðu heim
til sín. Þið getið nærri að það varð uppi
fótur og fit í kotinu þegar Hannes litli
kom heim með pottinn með öllum pen-
ingunum. En á botninum undir þeim
var svolítill miði, og á honum stóðu
þessi orð:
,,Ég óska þess, að þessi fjársjóður
verði finnandanum til þeirrar gæfu, sem
eigandi hans fékk aldrei að njóta. Pétur
Nielsen."
Kjörorðið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKUNA
32