Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Síða 35

Æskan - 01.01.1975, Síða 35
Ógrynni af peningum. lukkupottinn, því að peningarnir fluttu með sér gæfu á fátæka heimilið — og það eru ekki nærri ailir peningar sem gera það. Nú gat þóndinn fengið ráð- rúm til að vinna eingöngu heima hjá sér og rækta móana, og vinnunni fylgir blessun og hamingja þegar drottinn er með. Litli Hannes varð Stóri Hannes með tímanum og hann varð meira en það, því að hann var smiður líka. Til þess hafði hann bæði löngun og þrótt. Það er hann sem á heima núna í smiðjunni við nýja þjóðveginn. Og Hannes er sinn- ar gæfu smiður, það sér maður á glaða og ánægða andiitinu á honum og manni finnst hægt að heyra það í höggunum á steðjanum hans. Þau heyrast frá því snemma á morgnana, því að vísu datt Hannes sofandi í lukkupottinn, en hann skilur, að ef hann á ekki að missa gæf- una dugar ekki að láta aflinn kóina. Pétur Nielsen hafði átt heima í Heið- arbýlinu á undan fátæku fjölskyldunni, sem var þar nú. Almenningur hafði hald- ið að hann væri bláfátækur, enda lét hann ekkert eftir sig þegar hann dó, að ♦----------------------------------------- því er menn vissu best. Það var enginn sem gat látið sér detta í hug, að hann hefði grafið niður stórfé uppi í heiði og ánafnað finnandanum. Svona datt Hannes litli sofandi í -♦ Margar sögur fara af enska stjórnmálamanninum Crom- well, sem í fimm ár var einvaldur í Engiandi. Hér eru tvö sýnishorn af þeim. Cromwell lét fljótlega eftir að hann var kominn til valda slá mynt fyrir enska lýðveldið. Á annarri hlið peningsins stóðu orðin: Deus nobiscum (Guð sé með oss), en hinum fnegin var skjaldarmerki lýðveldisins Englands. Það þótti nokkuð djarft, þegar maður nokkur, sem vitað var, að fylgdi konungssinnum að málum, sagði við Crom- well, að þessi peningur hefði mjög glatt sig. — Hvernig þá? spurði Cromweli. — Af því að Guð og lýðveldið eru ekki sömu megin. Cromwell lá fyrir dauðanum. Hann lét þá tilkynna þjóð sinni, að hann hefði fengið opinberum frá himni svohljóð- andi: „Guð sagði, að ég yrði aftur frískur.“ Einn af nánum vinum hans spurði: — Er þorandi að leggja svona spádóma fyrir fólkið, Oliver bróðir? Cromwell leit á hann og brosti, en slíkt mundu menn ekki eftir að hefði gerst meðan hann var við völd. — Hafðu engar áhyggjur, bróðir Jón, sagði Cromwell. — Ef ég verð frískur, þá er ég spámaður, og ef ég dey, stendur mér á sama, þó að ég verði kallaður svindlari.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.