Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Síða 44

Æskan - 01.01.1975, Síða 44
Anansi og hjólið Ævintýri frá Jamaica ú á dögum veit allt fólkiS á Jamaica, bæði stórir og smáir, en þó fyrst og fremst börnin, hver Anansi er. Stundum er Anansi risastór köngurló og stund- um er hann maður. Það er til mikið af sögum um Anansi á Jamaica. Nú, Anansi hefur aldrei verið mikið gefinn fyrir vinnu, svo að þegar koma krepputímar, er Anansi venjulega fyrst- ur atvinnulaus og matarlaus. Hann fer á milli manna og reynir að ná í mat. Enginn vill lána Anansi mat. Það vill heldur enginn gefa Anansi mat. Hann er of vel þekktur þar sem hann býr. Hann hefur leikið á of marga. Einu sinni þegar komu krepputímar var Anansi að reyna að stela einhverju ætilegu. Loks kom hann þar, sem ein- hver hafði skilið eftir skínandi fallegt hjól við ströndina. Anansi sá líka háan, hvítan flibba hjá því. Flibbinn var stífaður eins og flibbarnir, sem buchrarnir (það eru hvítu mennirnir) nota. Anansi skoðaði hjólið. Ekki gat hann étið það. Hann gat ekki heldur étið flibbann. Engu að síður stal hann þeim. Hann var fljótur að setja upp flibbann og stökkva á bak hjólinu. Svo setti hann undir sig hausinn og hjólaði af stað eins hratt og hann komst. Hann hjólaði langa leið. Fram hjá stóru baðmullartrján- um, yfir ána með Flötubrú, og hann hjólaði lengra og lengra og leit aldrei við. Hann hjólaði og hjólaði og eftir drjúga stund var hann í Spænskabæ. Stórt og fallegt torg er í bænum og á torginu sá Anansi stóran hóp fólks saman- kominn. Svo loksins nam hann staðar, steig af hjólinu og spurðist fyrir um hvað gengi á. Og honum var sagt, að það hefði orðið mikill hnífabardagi og að einhver hefði meiðst illa. Anansi ruddist inn í þvöguna og hrópaði: „Hleypið mér að, svo ég sjái betur." Fólkið svaraði: ,,Af hverju ættum við að hleypa þér nær? Af hverju treðstu svona?“ ,,Ég er hinn frægi læknir doktor Abinadab," sagði Anansi. Allir mennirnir og allar konurnar og öll litlu pickney-in (það eru svörtu börnin) litu á fina hjólið hans og stífa, hvíta kragann, og þau héldu, að Anansi væri að segja satt. Þannig komst Anansi inn í miðjan hópinn, og þar sá hann ungan mann liggja á jörðinni. Hann hafði reyndar bara fengið smáskurð fyrir ofan annað augað, en það blæddi mikið úr skurðinum. Anansi hristi höfuðið og kraup niður og lyfti höfði unga mannsins. „Æææææ! Óóóóó!“ stundi ungi maðurinn. „Þessi ungi maður er illa særður,“ sagði Anansi. „Hann var heppinn að fá frægan lækni svona strax.“ Og Anansi stakk lítilli spýtu, sem hann fann í vasa sínum, upp í munn- inn á unga manninum svo hann virtist vera að mæla hitann. Svo kallaði hann upp og heimtaði nóg af umbúðum. Ein- hver hljóp og náði i umbúðirnar, og Anansi batt um höfuð unga mannsins og hægri höndina á honum, sem reyndar var ekki særð, þó að hún væri blóðug. Fólkið sá þetta allt og sagði hvert við annað: „Mikið var veslings maðurinn heppinn að fá undir eins svo frægan lækni sem doktor Abinadab.“ Svo sagði Anansi að allir yrðu að hjálpast að og bera manninn heim til hans. Allir voru líka fljótir að hjálpa til. Þeir voru nefnilega hræddir um að lögreglan kæmi og færi að spyrjast fyrir um hnífaslaginn. Þegar þau komu heim til unga mannsins var einmitt verið að elda mat. Mikinn og góðan mat — saltfisk og hrísgrjón og baunir. Anansi fann lyktina og sagði við gömlu konuna: „Sonur þinn er mikið slasaður. Það getur enginn nema ég, hinn frægi Abinadab læknir, annast hann.“ „Ert þú hinn þekkti læknir Abinadab?" spurði gamla konan. Og allur hópurinn segir henni að Anansi hljóti að vera einhver frægur læknir, og líklega bara hinn frægi Abinadab læknir. En raunar bjó Anansi bara til nafnið. Anansi sagði við gömlu konuna að sonur hennar þyrfti að fá fullkomna hvíld og að allir yrðu að fara burt. Hinn frægi Abinadab læknir — það var auövitað Anansi — mætti einn vera hjá unga manninum, sem hafði hlotið öll þessi hræðilegu sár. Hann sagði gömlu konunni að gefa veslings særða syninum sinum fullan disk af hrísgrjónum og baun- um og saltfisk, svo honum ykist afl. Gamla konan kom með stóran disk kúffullan af mat, og Anansi lokaði dyrunum og dró fyrir gluggana, svo að enginn gæti séð inn, og hann dró umbúðirnar meira að segja fyrir augun á sjúklingnum. Og svo settist Anansi niður og borðaði allan fiskinn, öll hrísgrjónin og allar baunirnar. Gamla konan varð himinlifandi þegar Anansi kom aftur með diskinn, því hann var svo tómur að það glampaði næstum á hann, og henni fannst Anansi hljóta að vera dá- samlegur læknir að geta fengið son hennar til að borða svona mikið þegar hann var svona illa særður. „Þakka þér fyrir, doktor Abinadab," sagði hún. „Þú ert besti læknirinn á allri eyjunni. Og má ekki bjóða þér smá- vegis baunir og hrísgrjón sjálfum?" Anansi sagðist bara geta borðað pínulítið, því hann þyrfti að flýta sér aftur til sjúklingsins og fylgjast vel með honum. Hann væri svo illa særður. Anansi borðaði annan disk af

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.