Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 45

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 45
baunum og fiski og hrísgrjónum, og svo sagði hann gömlu konunni, a3 engan hávaða mætti gera og það mætti ekki trufla hann. Svo fór hann aftur inn í herbergið og tók mjúkan kodda frá særða manninum, klappaði sér á magann, þvl hann var svo saddur, og féll svo f fastasvefn á gólfinu. Svona gekk þetta f viku. Anansi sagði unga manninum alltaf, að hann mætti ekki borða mikið, því hann væri svo alvarlega særður, og gömlu konunni sagði hann, að sonur hennar þyrfti að fá mikinn mat, svo honum efldust kraftar. Nú fór ungi maðurinn að hressast og verða gramur. Hann sagði Anansi að hann væri að svelta í hel. Anansi sá að það var kominn tími til að hverfa af sjónar- sviðinu. Hann sagði við gömlu konuna: „Sonur þinn, veslingurinn, er ur allri hættu. Á morgun kemur hann líklega fram og segist næstum ekkert hafa fengið að borða. Þá skaltu taka af honum umbúðirnar og þvo höndina og handlegginn. Þar verður ekkert ör. En sárið á enninu var miklu verra, og ég er hræddur um að þar verði smáör eftir." Gamla konan sagðist ekki geta þakkað Abinadab lækni eins og hann ætti skilið, og gaf honum alla peninga, sem tii voru í húsinu. Anansi flýtti sér að stökkva á hjólið, því hann sá unga manninn koma fram. Ungi maðurinn var stór og stæðilegur og hann kreppti hnefana og bjóst til að berja Anansi og hrópaði reiðilega á eftir honum. Anansi fannst best að flýta sér sem lengst í burtu. En nú var Anansi svo feitur orðinn, að hann gat ekki hjólað eins langt og síðast. Þegar honum fannst hann vera kominn nógu langt, fór hann að líta í kringum sig. En hann sá engan, sem leit út fyrir að vera veikur. Það fannst Anansi leiðinlegt. Þá sá hann lítið pickney — það er svart barn — sitja grátandi við veginn. Anansi steig af hjólinu og losaði svolítið um háa kragann, sem var orðinn of þröngur á hann, því hann var orðinn svo hræðilega feitur. Svo sagði hann: „Af hverju ertu að gráta, María mín?“ En litla stúlkan hét ekki María, svo hún svaraði ekki. Anansi reyndi önnur nöfn. Hann sagði Rósa og Fjóla og Systa og Vala og öll stúlkunöfn, sem honum komu í hug. Loks sagði hann: „Af hverju ertu að gráta, Kolbrún?" Telpan hét Kolbrún, og nú sagði hún honum loks, að hún væri að gráta af því að amma hennar væri veik. Henni væri fjarska illt og hún gæti ekkert borðað. „Þarna var amma þín heppin, Kolbrún," sagði Anansi. „Ég er nefnilega hinn valinkunni læknir Hannibal Williams, og ég lækna alls konar verki og sár og hitaveiki og allt, sem nöfnum tjáir að nefna.“ Kolbrún tók í höndina á honum og sýndi honum hvar hún bjó með ömmu sinni. Þarna sat gamla konan í keng á rúminu sínu og hafði bindi um höfuðið og önnur kinnin var stokkbólgin. Anansi skoðaði hana og loks datt honum í hug, hvað gæti verið að henni. Hann sagði henni að opna munninn, og var lengi að dútla eitthvað. Hvað hann var að gera? Jú, hann festi baðmullarþráð um eitthvað og sagði henni að hafa munninn opinn, þangað til hann gæti náð í sterkt meðal sem hann hefði. Svo stóð hann á fætur og þóttist vera að leita að einhverju á borðinu. Svo sagðist hann verða að fara út andartak, en hún yrði samt að hafa munninn opinn. Hvað hann gerði svo? Jú, hann batt þráðinn um hurðarhúninn. Svo skellti hann hraustlega á eftir sér um leið og hann fór út. Og amma gamla veinaði: „Æl Æ! Ó!“ Anansi flýtti sér inn aftur, svo ekki sæist að skemmda tönnin hafði rokið úr henni, þegar hann skellti hurðlnni, og sagði: „Þetta voru bara veikindin að fara úr þér. En nú verðurðu að fara varlega, svo þau komi ekki aftur. Því þá verða þau miklu verri." Og Anansi faldi tönnina, og Kolbrún og amma hennar vissu aldrei hvað hafði gerst. En Anansi sagði að þetta væri allt saman afskaplega alvarlegt og skipaði Kolbrúnu að hlaupa á markaðinn til að ná í eitthvert góðgæti handa veslings veiku ömmu að borða. Svo borðaði vondi læknir- inn Hannibal Wiiliams (það var Anansi) allan matinn sjáifur. Loks sá Anansi, að Kolbrún litla var búin með alla pen- ingana, sem þær áttu. Hann vissi, að markaðssalarnir myndu ekki skrifa meira hjá henni og að veslings amman var alveg að svelta í hel. Doktor Hannibal Williams var líka orðinn svo feitur, að hann komst varla upp á hjólið. En hann hélt að það væri best að hjóla, því hann vildi komast í hæfilega fjarlægð. Nú vitið þið, hvernig stóð á því, að Anansi var svona feitur á kreppuárunum. Hann var hinn frægi Abinadab lækn- ir. Hann var hinn valinkunni læknir Hannibal Williams. Ójá. Anansi bjó til mörg fleiri nöfn. En hann varð alltaf að flýta sér burt. Eftir langan tima var Anansi kominn hringinn í kringum Jamaiku. Hann var kominn aftur á sama stað. Þá heyrði hann fólkið í Spænskabæ segja: „Einn góðan veðurdag náum við þessum Abinadab," og annars staðar segir fólkið: „Hafið þið heyrt um þennan svikara, sem kallaði sig Hannibal Williams og þóttist vera læknir? Einhvern tíma náum við honum.“ í öllum bæjunum hló fólkið reyndar, en það sagði líka hvað það mundi gera við þennan vonda ná- unga þegar það næði honum. Það mundi sýna honum, hvar Davíð keypti ölið. Þegar Anansi var kominn skammt frá heimabæ sínum, tók hann af sér hvíta stífa flibbann og henti fallega hjólinu langt, langt í burtu. Eitthvað inn í skóginn, þar sem það mundi ekki finnast. Þá fór hann að gá að því, hvort sveltandi kona hans og börn hefðu ekki eitthvað ætilegt í húsinu. Og enginn náði Anansi. ÞAKKIR Seyðisfirði 14. 9. 1974. Ég undirrituð sendi mínar innilegustu kveðjur og þakkir til Barnablaðsins Æskunnar og Flugfélags íslands fyrir ógleymanlega ferð til Oslóar og að Reykjalundi dagana 19.—22. ágúst s.l. Sérstakar kveðjur vil ég senda Sveini Sæmundssyni, Grími Engil- berts og norsku blaðamönnunum við Verdens Gang, þeim Siri Horn og Jan Greve. P.S. Einnig bið ég fyrir kveðjur til mannanna, sem tóku á móti okkur og sýndu okkur Reykjalund. mm Kærar kveðjur Vilborg Borgþórsdóttir.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.