Æskan - 01.01.1975, Side 32
AUÐÆFI ÓPARBORGAR
Það var orðið koldimmt, þegar La kom aftur inn í
herbergi hinna dauðu með mat og drykk handa Tarzan.
Hún var Ijóslaus, en þreifaði sig áfram í myrkrinu, uns
hún kom inn í herbergið. Tunglið varpaði daufri glætu
inn í það gegnum gat á þakinu.
Tarzan hnipraði sig saman í skugganum sem lengst
frá dyrunum, þegar hann heyrði fótatakið. Þegar hann
þekkti, að þetta var stúlkan, gekk hann til móts við hana.
„Þeir eru reiðir,“ voru fyrstu orð hennar. „Mannleg
fórn hefur aldrei áður sloppið frá altarinu. Fimmtíu
menn eru þegar farnir af stað til þess að leita þín. Þeir
hafa leitað hofið — nema þetta eina herbergi."
„Hvers vegna leita þeir ekki hér?“ spurði Tarzan.
„Þetta er herbergi hinna dauðu. Hingað koma þeir
dauðu til þess að dýrka guð. Sjáðu altarið þarna. Hér
fórna þeir dauðu þeim, sem þeir finna lifandi hér. Þess
vegna forðast allir þetta herbergi, því að ef einhver færi
hér inn, mætti hann vita, að liinir dauðu bíða hans og
fórna honum.“
„En þú?“ spurði hann.
„Ég er æðsti prestur — ég ein er óhult fyrir hinum
dauðu. Það er ég, sem örsjaldan færi þeim þá lifandi til
fórnar. Ég ein get því farið hingað inn.“
„En því hafa þá hinir dauðu ekki tekið mig?“ spurði
Tarzan og henti gaman að trú hennar.
Hún horfði spyrjandi á hann um stund. Því næst svar-
aði hún: „Það segir hvergi í reglum okkar, að æðsti prest-
ur skuli trúa eða réttara sagt vera skyldugur til að trúa.
Því betur, sem einhver þekkir trú sína, því minna trúir
hann — enginn lifandi maður þekkir mína sóldýrkendatrú
betur en ég sjálf.“
„En ef þú hjálpar mér nú til þess að komast undan,
óttast þú þá ekki, að aðrir komist að tvöfeldni þinni?“
spurði Tarzan.
„Jú, að vísu, en þeir dauðu segja ekki frá. En nú skulum
við reyna að komast héðan, meðan dimmt er.“
Hún fór aftur með hann inn í herbergið undir blót-
stallinum. Þar hélt hún inn í einn ganginn, sem lá út
frá því. Tarzan sá ekki í myrkrinu, hver þeirra það var.
í tíu mínútur héldu þau eftir krókóttum göngum, uns þau
komu að lokaðri hurð. Hann heyrði hana rjála við lykil,
og brátt heyrðist málmhljóð. Hurðin opnaðist og marraði
í hjörunum. Þau fóru inn.
„Hér er þér óhætt þangað til annað kvöld,“ sagði hún.
Hún fór og lokaði dyrunum á eftir sér.
Niðamyrkur var þar sem Tarzan var nú. Augu hans,
sem þó voru vön myrkri, sáu ekkert. Hann fetaði sig hægt
áfram, uns hönd hans rakst á vegg. Hann gekk hægt
meðfram öllum veggjum herbergisins. Á einum stað í múr-
veggnum fann hann örlítinn vindgust milli tveggja steina.
Honum tókst fljótlega að ná einum múrsteini út úr
veggnum og síðan nokkrum í viðbót. Hann tróð sér í
snatri út í gegnum þetta gat í veggnum og kom þá inn í
göng, sem lágu niður á við. Hægt varð hann að fara og
gætilega í þessu svartamyrkri.
Allt í einu birti lítið eitt af tunglsljósi, sem barst inn
um gat hátt uppi í hvelfingunni. Sá hann þá, að í göngum
til hliðar lágu þrep niður á við. Þá leið hélt hann og kom
loks að dyrum með slagbröndum fyrir. Eftir nokkur átök
tókst Tarzan að losa um slagbrandana, og enn á ný kom
hann inn í myrkt herbergi. Er hann þreifaði fyrir sér,
fann hann brátt, að liann var í stórum sal. Með veggjun-
um og á gólfinu voru hlaðar af einkennilega löguðum
málmstykkjum, öllum jafnstórum. Þau voru ekki ósvipuð
stígvélaþræl að lögun. Málmur þessi var þungur og hefði
ekki verið svona mikið af honum, hefði hann talið víst, að
30