Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 19
frá? Nei, það yrði sennilega ekki gert, því enn var of snemmt að spá um, hvenær þeir gætu greitt hann. Auk þess fengjust svona boltar sjálfsagt víðar en í þessari verslun. Siggi hélt nú áfram göngu sinni í gegnum miðbæinn, og eftir dálítinn tíma kom hann að lítilli flöt, sem var í hinum hluta bæjarins. Samskipti drengjanna í þessum tveimur bæjarhlutum höfðu ekki verið mikil til þessa, og ekki ætíð upp á það besta. Það var einhver rígur á milli þeirra, hvar sem á einhvern hátt var gert upp á milli þessara hópa. Svo var það í skólanum, á leikvanginum og nú síðast milli félaganna, því drengirnir í þessum bæjarhluta höfðu einnig stofnað fót- boltafélag og voru einnig í óða önn að safna sér fyrir bolta. Þegar þar að kæmi myndu þessi tvö félög mætast til keppni, og enginn var kominn til með að segja hvernig því lyki. Þegar Siggi kom að flötinni, voru þar fyrir nokkrir drengir, Þ- á m. formaður nýja fótboltafélagsins, sem kallaður var Oli. Var hann á ýmsan annan hátt einnig fyrirliði drengj- anna. Stóð hann sig til að mynda best í skólanum af drengj- unum í hans bæjarhluta, og mátti segja að hann ætti aðeins einn hættulegan keppinaut, hvað það snerti, en það var einmitt Siggi litli, sem hafði forystu fyrir drengjunum í sín- um bæjarhluta á þeim vettvangi. Þegar Siggi litli gekk fram hjá flötinni, virtust hinir dreng- irnir vera í hrókasamræðum sín á milli. Eins og af tilviljun varð Óla litið upp í þessu og sá þá Sigga ganga þar hjá. Hann horfði á hann nokkra stund, en kallaði svo I átt til hans: „Monthani — raupari!" Siggi litli bjóst nú ekki við þessu og nam staðar undrandi á svip, því hann vissi alls ekki ástæðuna fyrir þessum hrópum. „Þú getur sjálfur verið monthani," kallaði hann á móti. „Að minnsta kosti ekki eins mikill og þú,“ hrópaði Óli. „Jæja.“ „Nei, þú segist vera betri í landafræðinni heldur en ég, en þú fékkst bara betri einkunn á prófinu, af því að ég var óheppinn." „Sannaðu það!“ „Já, komdu ef þú þorir. Ég skora þig á hólm og sá, sem sigrar, er betri." Siggi litli vissi vel hvað það þýddi að vera skoraður á hólm. í sjálfu sér var það ekki svo hættulegt, hann gæti e. t. v. fengið nokkrar skrámur og í versta falli fengið gat á fötin sín. En heiður hans var í veði. Ef hann neitaði, yrði hann álitinn raggeit, og þá var betra að tapa með sæmd. Að vísu var þetta dálítið hæpin aðferð til að skera úr deilu- máli, auk þess sem það var engin sönnun í sjálfu sér á því, að sigurvegarinn væri betri í landafræði, en þetta var sú aðferð, sem drengirnir höfðu notað, og kunnu enga betri, eins og á stóð. Siggi litli hugsaði sig um stundarkorn. Hann bar ekkert úr á sér, en hann hafði farið það tímanlega af stað, að hann hlyti að ná til skrifstofunnar á tilsettum tíma, þótt hann færi í „tusk“, eins og drengirnir kölluðu það. Hann ákvað því að slá til. „Eg þori það. Komdu bara,“ sagði hann um leið og hann stökk yfir grindverkið, sem skildi flötina frá götunni. Hinir drengirnir urðu mjög spenntir, því þeir bjuggust við að sjá eitthvað, vel þess virði að horfa á. Báðir voru þeir, Siggi og Óli, vel stæltir og liðugir, svo úrslitin gátu brugðið til beggja vona. Þeir fóru nú úr jökkunum og stilltu sér upp hvor á móti öðrum. Þegar merki var gefið, ruku þeir saman. Óli reyndi hryggspennutak, en Siggi sá við honum og tókst að snúa sér þannig, að takið varð gagnslaust. Þess í stað náði hann ágætu haustaki á Óla og gat snúið hann niður. Þarna ultu nú drengirnir um í moldinni, ýmist var Óli ofan á eða Siggi. Þegar meira fjör fór að færast í þetta, greip æsingur um sig meðal drengjanna, sem horfðu á. Tóku þeir að hrópa hvatningarorð til Óla. Drengirnir virtust vera mjög jafnir, og því gátu úrslitin oltið á mjög litlu atriði, svo sem örlitlum viðbragðsflýti eða útsjónarsemi. Þegar leikurinn hafði staðið dágóða stund, tókst Óla loks að hafa Sigga undir. Hann settist klofvega á magann á honum og hélt höndum hans kyrrum upp fyrir höfuð. Hinir drengirnir byrjuðu nú að telja: 1 — 2 — 3 ... Siggi vissi, að ef þeir næðu að telja upp að tiu, var leik- urinn tapaður. Hér var skjótra úrræða þörf. Hann spennti hvern vöðva í líkamanum og reisti svo magann eldsnöggt upp. Þetta varð til þess að Óli var næstum búinn að missa jafnvægið framyfir sig, en gat þó rétt sig við, en gætti þess ekki að bakslagið var það mikið, að Siggi náði að koma fótunum upp yfir höfuð honum og fram á brjóstið og skellti honum kylliflötum á bakið. Nú hafði leikurinn alveg snúist við. Þetta var eitt mest spennandi augnablikið til þessa, og drengirnir hrópuðu upp yfir sig og urðu svo spenntir, að þeir vissu ekki hvað fram fór utan þessa. Höstug rödd vakti þá til raunveruleik- ans aftur. „Hvað í ósköpunum eruð þið að gera þarna, piltar?" Þar var kominn einn kennarinn úr skólanum, sem af til- viljun hafði átt leið þarna fram hjá. Drengirnir tóku nú til fótanna og flýðu hver í sína áttina, nema áflogaseggirnir, sem höfðu ekki orðið varir við neitt. Þeir vöknuðu við vondan draum við það, að þrifið var í öxlina á Sigga og honum kippt upp. „Hvernig dettur ykkur annað eins í hug?“ spurði kennar- inn og var allbyrstur í málrómnum. Óli stóð nú líka upp og tók að dusta rykið af fötum sínum allskömmustulegur á svip. Báðir voru drengirnir niðurlútir og vissu ekkert, hvað þeir áttu að segja. „Hvor ykkar átti upptökin að þessu?“ spurði kennarinn. Dálítil þögn varð, þar til Óli sagði svo lágt að varla heyrðist: „Ég.“ „Nú, og hvað kemur til?“ En nú rauf Siggi samtalið og skaut inn í: „Nei, kennari. Þetta var okkur báðum að kenna. Við vor- um að útkljá dálítið deilumál." Svipur kennarans mildaðist aðeins við þessi orð. Svo sagði hann: „Nú. Mér kemur það náttúrlega ekki við. En þið ættuð að finna ykkur einhvern annan máta til að útkljá deilumál ykkar. Og ef þið lofið að láta þetta ekki henda ykkur aftur, skal ég ekki tilkynna skólastjóranum ykkar þetta." Drengirnir svöruðu ekki, enda vænti kennarinn ekki svars. Það var nefnilega alls ekki víst, að drengirnir hefðu getað

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.